Nálgast samkomulag um vöruviðskipti eftir Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:30 Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Íslensk og bresk stjórnvöld eru að nálgast samkomulag um vöruviðskipti ríkjanna eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu að sögn sendiherra Bretlands á Íslandi. Utanríkisráðherra segir heppilegra fyrir Ísland ef Bretar ná samningum við Evrópusambandið fyrir útgönguna. Ríkisstjórn Theresu May hyggst halda til streitu fyrirliggjandi samningi við Evrópusambandið sem brösulega hefur gengið að fá samþykktan í breska þinginu. Önnur atkvæðagreiðsla er áformuð á þriðjudaginn í næstu viku. „Við ræðum nú við ESB um breytingar, einkum á svokölluðum fyrirvara um landamæri N-Írlands. Við vonumst svo til að leggja málið aftur fyrir breska þingið fyrir 12. mars. Og efna til annarrar atkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem uppi er, enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. „Ef við skoðum málið út frá því að ekkert samkomulag verði. Þá er Ísland utan við tollabandalag ESB. Það mun því hafa takmörkuð áhrif. Við erum einnig við það að ná samkomulagi um vöruviðskipti. Verði ekkert Brexit-samkomulag getum við haldið áfram. Fríverslun með tollaívilnunum sem er þegar fyrir hendi. Áfram verður hægt að flytja íslenskar fiskaafurðir hindrunarlaust til Bretlands.“ Utanríkisráðherra tekur í sama streng. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi en ef þeir fara án samnings þá reynum við búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf. En sumt ráðum við ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Brexit Utanríkismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Sjá meira
Íslensk og bresk stjórnvöld eru að nálgast samkomulag um vöruviðskipti ríkjanna eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu að sögn sendiherra Bretlands á Íslandi. Utanríkisráðherra segir heppilegra fyrir Ísland ef Bretar ná samningum við Evrópusambandið fyrir útgönguna. Ríkisstjórn Theresu May hyggst halda til streitu fyrirliggjandi samningi við Evrópusambandið sem brösulega hefur gengið að fá samþykktan í breska þinginu. Önnur atkvæðagreiðsla er áformuð á þriðjudaginn í næstu viku. „Við ræðum nú við ESB um breytingar, einkum á svokölluðum fyrirvara um landamæri N-Írlands. Við vonumst svo til að leggja málið aftur fyrir breska þingið fyrir 12. mars. Og efna til annarrar atkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem uppi er, enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. „Ef við skoðum málið út frá því að ekkert samkomulag verði. Þá er Ísland utan við tollabandalag ESB. Það mun því hafa takmörkuð áhrif. Við erum einnig við það að ná samkomulagi um vöruviðskipti. Verði ekkert Brexit-samkomulag getum við haldið áfram. Fríverslun með tollaívilnunum sem er þegar fyrir hendi. Áfram verður hægt að flytja íslenskar fiskaafurðir hindrunarlaust til Bretlands.“ Utanríkisráðherra tekur í sama streng. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi en ef þeir fara án samnings þá reynum við búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf. En sumt ráðum við ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Brexit Utanríkismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Sjá meira