Fimm aldir frá komu skúrksins til Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2019 07:00 Cortés hittir Montesúma annan, konung Asteka. Nordicphotos/Getty Hernán Cortés kom til Júkatanskaga fyrir 500 árum, innlimaði svæðið í spænska konungsríkið og stráfelldi frumbyggja. Sagnfræðingur og kennari við MH segir að litið sé á Cortés sem skúrk nú til dags. Fimm hundruð ár eru liðin í dag frá því Spánverjinn Hernán Cortés nam land á Júkatanskaga í Mexíkó. Koma hans á skagann breytti sögu svæðisins, færði það undir spænsku krúnuna og leiddi til falls Astekaveldisins. Stefán Ásgeir Guðmundsson, sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé einfaldlega ómögulegt að svara því hvernig Mexíkó væri nú ef Cortés og fylgdarlið hans hefðu ekki lagt í þessa för. Aðspurður um áhrif Cortés og hans manna segir Stefán: „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru að sjálfsögðu örlög frumbyggja. Öll menning og heimsmynd þeirra var brotin niður. Óhemjumikið mannfall, aðallega vegna sjúkdóma sem fylgdu Spánverjum. Til dæmis er talað um að fjöldi frumbyggja á því svæði sem er Mexíkó í dag hafi farið úr 25 milljónum niður í eina milljón milli 1500 og 1600.“ Hann bætir því við að einnig sé vert að nefna áhrif evrópskra plantna og dýra frá Evrópu á Ameríku. „Til dæmis áhrif allra grasbíta á gróðurfar og náttúru Mexíkó.“ Þrátt fyrir að hafa fært svæðið undir spænsku krúnuna á sínum tíma er Cortés því ekki hampað sem hetju nú til dags. „Í dag er Cortés skúrkurinn. Það var hann sem eyðilagði heim frumbyggja með tilheyrandi hörmungum fyrir þá. Þetta viðhorf endurspeglast meðal annars í því að hvergi er styttu að finna af Cortés í Mexíkó, á meðan töluvert er til af minnismerkjum frumbyggja, líkt og styttur af Cuauhtémoc, einum leiðtoga Asteka,“ segir Stefán og bætir við: „Einnig má segja að hin opinbera saga sé kennd þannig. En auðvitað var Cortés eingöngu maður sinnar kynslóðar og þess tíma þegar Spánverjar voru að leita eftir nýjum tækifærum utan Evrópu.“ Stefán gekk sjálfur í háskóla í Mexíkó. Hann segir að ekki hafi verið mikið rætt um Cortés dagsdaglega. „En þeim mun meira um hver staða frumbyggja er í dag. Þessar um það bil tíu milljónir frumbyggja sem ennþá tala sín tungumál hafa „gleymst“ í svokallaðri nútímavæðingu Mexíkó, hreinlega verið skilin eftir. Þetta er sá hópur sem býr við verstar aðstæður,“ segir hann. Að lokum segir Stefán að þótt venjulega sé talað um kaflaskipti i sögunni þegar landafundirnir miklu áttu sér stað sé það bara ein sýn á málið. Önnur sé að gjörðir Spánverja í Ameríku hafi verið eðlilegt framhald af atburðum sem áttu sér stað á Íberíuskaga aldirnar á undan. „Það er, kristnir menn telja sig vera í eins konar krossferð gegn villutrúarmönnum. Þeir voru að vinna ríkidæmi og nýjar sálir. Cortés er því eingöngu að halda áfram því ferli sem forfeður hans voru búnir að gera aldirnar á undan gegn Márum. Eingöngu á nýju landsvæði og þá gegn frumbyggjum í nýja heiminum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Tímamót Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Hernán Cortés kom til Júkatanskaga fyrir 500 árum, innlimaði svæðið í spænska konungsríkið og stráfelldi frumbyggja. Sagnfræðingur og kennari við MH segir að litið sé á Cortés sem skúrk nú til dags. Fimm hundruð ár eru liðin í dag frá því Spánverjinn Hernán Cortés nam land á Júkatanskaga í Mexíkó. Koma hans á skagann breytti sögu svæðisins, færði það undir spænsku krúnuna og leiddi til falls Astekaveldisins. Stefán Ásgeir Guðmundsson, sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé einfaldlega ómögulegt að svara því hvernig Mexíkó væri nú ef Cortés og fylgdarlið hans hefðu ekki lagt í þessa för. Aðspurður um áhrif Cortés og hans manna segir Stefán: „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru að sjálfsögðu örlög frumbyggja. Öll menning og heimsmynd þeirra var brotin niður. Óhemjumikið mannfall, aðallega vegna sjúkdóma sem fylgdu Spánverjum. Til dæmis er talað um að fjöldi frumbyggja á því svæði sem er Mexíkó í dag hafi farið úr 25 milljónum niður í eina milljón milli 1500 og 1600.“ Hann bætir því við að einnig sé vert að nefna áhrif evrópskra plantna og dýra frá Evrópu á Ameríku. „Til dæmis áhrif allra grasbíta á gróðurfar og náttúru Mexíkó.“ Þrátt fyrir að hafa fært svæðið undir spænsku krúnuna á sínum tíma er Cortés því ekki hampað sem hetju nú til dags. „Í dag er Cortés skúrkurinn. Það var hann sem eyðilagði heim frumbyggja með tilheyrandi hörmungum fyrir þá. Þetta viðhorf endurspeglast meðal annars í því að hvergi er styttu að finna af Cortés í Mexíkó, á meðan töluvert er til af minnismerkjum frumbyggja, líkt og styttur af Cuauhtémoc, einum leiðtoga Asteka,“ segir Stefán og bætir við: „Einnig má segja að hin opinbera saga sé kennd þannig. En auðvitað var Cortés eingöngu maður sinnar kynslóðar og þess tíma þegar Spánverjar voru að leita eftir nýjum tækifærum utan Evrópu.“ Stefán gekk sjálfur í háskóla í Mexíkó. Hann segir að ekki hafi verið mikið rætt um Cortés dagsdaglega. „En þeim mun meira um hver staða frumbyggja er í dag. Þessar um það bil tíu milljónir frumbyggja sem ennþá tala sín tungumál hafa „gleymst“ í svokallaðri nútímavæðingu Mexíkó, hreinlega verið skilin eftir. Þetta er sá hópur sem býr við verstar aðstæður,“ segir hann. Að lokum segir Stefán að þótt venjulega sé talað um kaflaskipti i sögunni þegar landafundirnir miklu áttu sér stað sé það bara ein sýn á málið. Önnur sé að gjörðir Spánverja í Ameríku hafi verið eðlilegt framhald af atburðum sem áttu sér stað á Íberíuskaga aldirnar á undan. „Það er, kristnir menn telja sig vera í eins konar krossferð gegn villutrúarmönnum. Þeir voru að vinna ríkidæmi og nýjar sálir. Cortés er því eingöngu að halda áfram því ferli sem forfeður hans voru búnir að gera aldirnar á undan gegn Márum. Eingöngu á nýju landsvæði og þá gegn frumbyggjum í nýja heiminum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Tímamót Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira