Miðasala á Eurovision stöðvuð: Grunur um að tveir af kynnunum ásamt öðrum hafi tryggt sér bestu sætin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 17:45 Keppnin verður haldin í Tel Aviv þetta árið. EPA/ATEF SAFADI Miðasölu á Eurovision, sem haldin verður í Ísrael, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að grunur vaknaði um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað er miðasalan hófst. Svo virðist sem að háttsettir einstaklingar innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins hafi tryggt sér 300 af bestu sætunum í höllinni þar sem halda á keppnina. Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu í dag en á vef Ynet segir að talið sé að tveir af kynnum keppninnar, þeir Erez Tal og Assi Azar, hafi verið á meðal þeirra sem tókst að tryggja sér sinn skerf af bestu sætunum. Er vísað í yfirlýsingu ísraelska ríkissjónvarpsins (KAN) þar sem segir að farið hafi farið fram á það við miðasölusíðuna sem sá um miðasöluna að hún yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri rannsakað. Eftirlitskerfi miðasölusíðunnar vakti athygli á óeðlilegum færslum og segir KAN að svo virðist sem að fjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til þess að hafa „áhrif á söluna“Segjast aðeins hafa fylgt fyrirmælum Það hafi gert það að verkum að miðar fyrir um 300 af bestu sætum tónleikahallarinnar í Tel Aviv þar sem Eurovision fer fram í maí hafi farið til háttsettra einstaklinga innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins, þar á meðal kynnanna tveggja, í stað almennings, þrátt fyrir skýr fyrirmæli KAN um að þau sætI ættu að fara í almenna sölu. Forráðamenn miðasölusíðunnar segja hins vegar að sum sætanna hafi verið frátekin að beiðni KAN og að vefsíðan hafi aðeins fylgt þeim fyrirmælum. Ynet hefur eftir heimildarmanni sínum að kynnarnir tveir sem tryggði sér hluta sætanna hafi greitt fullt verð fyrir miðana og hafi ekki talið sig verið að gera eitthvað rangt. Miðasalan hófst á fimmtudaginn og á innan við tveimur tímum var uppselt á úrslitakvöld Eurovision sem haldið verður 18. maí. Enn eru þó til miðar á undanúrslitakvöldin tvö þann 14. og 16. maí.Hatari tekur þátt fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra. Munu þeir stíga á svið þann 14. maí. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Miðasölu á Eurovision, sem haldin verður í Ísrael, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að grunur vaknaði um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað er miðasalan hófst. Svo virðist sem að háttsettir einstaklingar innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins hafi tryggt sér 300 af bestu sætunum í höllinni þar sem halda á keppnina. Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu í dag en á vef Ynet segir að talið sé að tveir af kynnum keppninnar, þeir Erez Tal og Assi Azar, hafi verið á meðal þeirra sem tókst að tryggja sér sinn skerf af bestu sætunum. Er vísað í yfirlýsingu ísraelska ríkissjónvarpsins (KAN) þar sem segir að farið hafi farið fram á það við miðasölusíðuna sem sá um miðasöluna að hún yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri rannsakað. Eftirlitskerfi miðasölusíðunnar vakti athygli á óeðlilegum færslum og segir KAN að svo virðist sem að fjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til þess að hafa „áhrif á söluna“Segjast aðeins hafa fylgt fyrirmælum Það hafi gert það að verkum að miðar fyrir um 300 af bestu sætum tónleikahallarinnar í Tel Aviv þar sem Eurovision fer fram í maí hafi farið til háttsettra einstaklinga innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins, þar á meðal kynnanna tveggja, í stað almennings, þrátt fyrir skýr fyrirmæli KAN um að þau sætI ættu að fara í almenna sölu. Forráðamenn miðasölusíðunnar segja hins vegar að sum sætanna hafi verið frátekin að beiðni KAN og að vefsíðan hafi aðeins fylgt þeim fyrirmælum. Ynet hefur eftir heimildarmanni sínum að kynnarnir tveir sem tryggði sér hluta sætanna hafi greitt fullt verð fyrir miðana og hafi ekki talið sig verið að gera eitthvað rangt. Miðasalan hófst á fimmtudaginn og á innan við tveimur tímum var uppselt á úrslitakvöld Eurovision sem haldið verður 18. maí. Enn eru þó til miðar á undanúrslitakvöldin tvö þann 14. og 16. maí.Hatari tekur þátt fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra. Munu þeir stíga á svið þann 14. maí.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15
Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27