Hatari vann Söngvakeppnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2019 22:15 Hatarar virtust kátir með sigurinn. Mynd/RÚV Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. Hatari flutti lagi Hatrið mun sigra en Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14.maí. Ljóst er að Ísland verður í seinnihlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv. Hljómsveitina skipa Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan. „Tilfinning er óttablandin virðing fyrir þessu verkefni sem þjóðin hefur falið okkur,“ sagði Matthías Tryggvi eftir sigurinn. Undir þetta tók félagi hans Klemens. „Ég er bara að anda inn og út. Spenntur hvað þetta tækifæri býður upp á,“ sagði Klemens. „Þetta er samkvæmt áætlun Svikamyllu ehf. Við erum einu skrefi nær því að knésetja kapitalismann,“ sagði Matthías Tryggvi. Þá þökkuðu þeir einnig traustið. „Góðir íslendingar takk fyrir traustið. Við munum sinna þessu verkefni af alúð og setja málefni á dagskrá sem skipta máli. Takk fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi. Ekki var greint frá fjölda atkvæða atriðanna á úrslitakvöldinu og því liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig atkvæðin röðuðu sér á milli atriða.Atriðið þykir nokkuð sérkennilegt.Mynd/RúvHljómsveitin Hatari hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með iðnaðar-teknó með pólitískum oddi og afar líflega sviðsframkomu. Hljómsveitin Hatari var stofnuð árið 2015.Meðlimir Hatara eru þekktir fyrir BDSM-legan klæðnað sem þeir komu ávallt fram í og gríðarlega leikræna tjáningu í tónlistarflutningi sínum. Þetta vakti mikla lukku og útnefndi Reykjavík Grapevine sveitina til dæmis bestu tónleikasveit ársins tvö ár í röð og erlendir miðlar eins og Line of Best Fit héldu vart vatni yfir frammistöðu Hatara á Airwaves-hátíðinni, að því er fram kom í umfjöllun umhljómsveitina í Fréttablaðinu. Eurovision Tengdar fréttir Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00 Bjarni Ben um kökugerð Hatara: „Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“ Það vakti talsverða athygli að hljómsveitin Hatari hermdi eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, er þeir sýndu hvernig skreyta á köku í innslagi á undan atriði hljómsveitarinnar í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. 2. mars 2019 21:16 Landsmenn tísta um úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins: Falin markaðsetning fyrir Vogaídýfu? Bestu tístin frá umræðum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 19:55 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. Hatari flutti lagi Hatrið mun sigra en Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14.maí. Ljóst er að Ísland verður í seinnihlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv. Hljómsveitina skipa Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan. „Tilfinning er óttablandin virðing fyrir þessu verkefni sem þjóðin hefur falið okkur,“ sagði Matthías Tryggvi eftir sigurinn. Undir þetta tók félagi hans Klemens. „Ég er bara að anda inn og út. Spenntur hvað þetta tækifæri býður upp á,“ sagði Klemens. „Þetta er samkvæmt áætlun Svikamyllu ehf. Við erum einu skrefi nær því að knésetja kapitalismann,“ sagði Matthías Tryggvi. Þá þökkuðu þeir einnig traustið. „Góðir íslendingar takk fyrir traustið. Við munum sinna þessu verkefni af alúð og setja málefni á dagskrá sem skipta máli. Takk fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi. Ekki var greint frá fjölda atkvæða atriðanna á úrslitakvöldinu og því liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig atkvæðin röðuðu sér á milli atriða.Atriðið þykir nokkuð sérkennilegt.Mynd/RúvHljómsveitin Hatari hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með iðnaðar-teknó með pólitískum oddi og afar líflega sviðsframkomu. Hljómsveitin Hatari var stofnuð árið 2015.Meðlimir Hatara eru þekktir fyrir BDSM-legan klæðnað sem þeir komu ávallt fram í og gríðarlega leikræna tjáningu í tónlistarflutningi sínum. Þetta vakti mikla lukku og útnefndi Reykjavík Grapevine sveitina til dæmis bestu tónleikasveit ársins tvö ár í röð og erlendir miðlar eins og Line of Best Fit héldu vart vatni yfir frammistöðu Hatara á Airwaves-hátíðinni, að því er fram kom í umfjöllun umhljómsveitina í Fréttablaðinu.
Eurovision Tengdar fréttir Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00 Bjarni Ben um kökugerð Hatara: „Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“ Það vakti talsverða athygli að hljómsveitin Hatari hermdi eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, er þeir sýndu hvernig skreyta á köku í innslagi á undan atriði hljómsveitarinnar í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. 2. mars 2019 21:16 Landsmenn tísta um úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins: Falin markaðsetning fyrir Vogaídýfu? Bestu tístin frá umræðum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 19:55 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00
Bjarni Ben um kökugerð Hatara: „Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“ Það vakti talsverða athygli að hljómsveitin Hatari hermdi eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, er þeir sýndu hvernig skreyta á köku í innslagi á undan atriði hljómsveitarinnar í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. 2. mars 2019 21:16
Landsmenn tísta um úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins: Falin markaðsetning fyrir Vogaídýfu? Bestu tístin frá umræðum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 19:55