Flækjast fyrir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. mars 2019 08:00 Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar. Gallup spurði eins og endranær um traust á stofnunum. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra. Traust til Alþingis mælist mun minna og sama á við um borgarstjórn Reykjavíkur. Raunar skipast þessar tvær stærstu stofnanir kjörinna fulltrúa í landinu í neðstu sætin. Traust til dómskerfisins mælist meira og ríkissaksóknari og lögregla vaxa í áliti hjá þjóðinni. Landhelgisgæslan ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir aðrar stofnanir, en um níu af tíu Íslendingum treysta henni, svipað hlutfall og síðustu ár. Forsetinn kemur fast á hæla henni, en rúmlega 83 prósent bera traust til embættis Guðna Th. Traust til Alþingis mælist um 18 prósent. Í fyrra báru um þrír af hverjum tíu traust til þess, hlutfallið næstum helmingast. Hlýtur að vera áfall fyrir þingheim. Borgarstjórn fær líka á baukinn. Traustið skreppur saman um þriðjung, heil 8 prósentustig, eða úr 24 af hundraði í tæplega 16. Óvinsælt bankakerfi hefur lengi verið í neðsta sæti en skipar nú þriðja sætið á skammarlistanum, á eftir ráðhúsinu og Alþingi. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Hvað veldur? Margt kemur til. Dvínandi álit á stjórnmálafólki í vestrænum lýðræðisríkjum – önnur Norðurlönd eru undantekning frá þeirri reglu. Íslenskir stjórnmálamenn liggja einkar vel við höggi af mörgum sökum. Klaustursmálið, sagan endalausa, sem enginn ætlar að læra af. Þingmaðurinn sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað, en félagarnir slá um hann skjaldborg. Kjararáð, og margföld launahækkun til stjórnmálamanna og toppanna í opinbera geiranum er á ábyrgð stjórnmálamannanna, sem þannig skapa jarðveg fyrir róttækni í verkalýðsbaráttunni og munnsöfnuð sem minnir á gamla tíma. Það þarf tvo til. Við bætist óráðsían í borgarstjórn. Þetta snýst um tilfinningar fólks. Fólki ofbýður hegðun sumra kjörinna fulltrúa, sem þverskallast endalaust við og eru tregir til að kannast við yfirsjónir sínar. Enginn segir af sér. Kraumandi reiðin finnur sér farveg á samfélagsmiðlum og magnast fyrir vikið. Ekki er hægt að reka kjörna fulltrúa úr starfi nema í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa að fara í naflaskoðun. Þeir þurfa að líta til nálægra landa, þar sem kollegar draga sig í hlé þegar þeir verða of umdeildir fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Þeir finna á eigin skinni, að það þjóni málstað þeirra best að hverfa á braut í von um að landið rísi. Þeir vita, að þeir sjálfir eru tilefnið – þeirra gjörðir. Þeir flækjast fyrir. Þeir vita líka að með raunsæi má endurvinna traust. Þeir geta svo sannarlega átt afturkvæmt eins og dæmin sanna. Í nálægum löndum þykir stórmannlegt að kannast við yfirsjónir sínar. Hér þekkist vart að fólk dragi sig í hlé. Þar til íslenskir stjórnmálamenn taka upp þann sið af sjálfsdáðum, má búast við að Alþingi og borgarstjórn sitji sem fastast í skammarsætunum, hvað varðar traust fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar. Gallup spurði eins og endranær um traust á stofnunum. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra. Traust til Alþingis mælist mun minna og sama á við um borgarstjórn Reykjavíkur. Raunar skipast þessar tvær stærstu stofnanir kjörinna fulltrúa í landinu í neðstu sætin. Traust til dómskerfisins mælist meira og ríkissaksóknari og lögregla vaxa í áliti hjá þjóðinni. Landhelgisgæslan ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir aðrar stofnanir, en um níu af tíu Íslendingum treysta henni, svipað hlutfall og síðustu ár. Forsetinn kemur fast á hæla henni, en rúmlega 83 prósent bera traust til embættis Guðna Th. Traust til Alþingis mælist um 18 prósent. Í fyrra báru um þrír af hverjum tíu traust til þess, hlutfallið næstum helmingast. Hlýtur að vera áfall fyrir þingheim. Borgarstjórn fær líka á baukinn. Traustið skreppur saman um þriðjung, heil 8 prósentustig, eða úr 24 af hundraði í tæplega 16. Óvinsælt bankakerfi hefur lengi verið í neðsta sæti en skipar nú þriðja sætið á skammarlistanum, á eftir ráðhúsinu og Alþingi. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Hvað veldur? Margt kemur til. Dvínandi álit á stjórnmálafólki í vestrænum lýðræðisríkjum – önnur Norðurlönd eru undantekning frá þeirri reglu. Íslenskir stjórnmálamenn liggja einkar vel við höggi af mörgum sökum. Klaustursmálið, sagan endalausa, sem enginn ætlar að læra af. Þingmaðurinn sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað, en félagarnir slá um hann skjaldborg. Kjararáð, og margföld launahækkun til stjórnmálamanna og toppanna í opinbera geiranum er á ábyrgð stjórnmálamannanna, sem þannig skapa jarðveg fyrir róttækni í verkalýðsbaráttunni og munnsöfnuð sem minnir á gamla tíma. Það þarf tvo til. Við bætist óráðsían í borgarstjórn. Þetta snýst um tilfinningar fólks. Fólki ofbýður hegðun sumra kjörinna fulltrúa, sem þverskallast endalaust við og eru tregir til að kannast við yfirsjónir sínar. Enginn segir af sér. Kraumandi reiðin finnur sér farveg á samfélagsmiðlum og magnast fyrir vikið. Ekki er hægt að reka kjörna fulltrúa úr starfi nema í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa að fara í naflaskoðun. Þeir þurfa að líta til nálægra landa, þar sem kollegar draga sig í hlé þegar þeir verða of umdeildir fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Þeir finna á eigin skinni, að það þjóni málstað þeirra best að hverfa á braut í von um að landið rísi. Þeir vita, að þeir sjálfir eru tilefnið – þeirra gjörðir. Þeir flækjast fyrir. Þeir vita líka að með raunsæi má endurvinna traust. Þeir geta svo sannarlega átt afturkvæmt eins og dæmin sanna. Í nálægum löndum þykir stórmannlegt að kannast við yfirsjónir sínar. Hér þekkist vart að fólk dragi sig í hlé. Þar til íslenskir stjórnmálamenn taka upp þann sið af sjálfsdáðum, má búast við að Alþingi og borgarstjórn sitji sem fastast í skammarsætunum, hvað varðar traust fólksins í landinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun