Að stela mat úr munni Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. mars 2019 07:45 Árið 1960, þegar Bonnie Tiburzi var tólf ára, fór hún í sinn fyrsta flugtíma. Sextán ára var hún farin að stunda sóló-flug. Hún gerðist flugkennari og flaug leiguvélum. Þegar Bonnie tjáði fjölskyldu sinni og vinum að hana langaði til að verða atvinnuflugmaður voru undirtektirnar dræmar. Engin fordæmi voru fyrir því að konur störfuðu sem atvinnuflugmenn. Meira að segja bróðir hennar sagði að flugfélögin myndu aldrei ráða hana því karlmenn þyrftu á störfunum að halda til að „sjá fjölskyldum sínum farborða og hafa efni á að búa í fallegum húsum“. „En mig langar líka í fallegt hús,“ svaraði Bonnie. Hana langaði í starfsferil og hún vildi geta séð sér farborða. Bonnie lét ekki hugfallast. Hún skrifaði hverju einasta flugfélagi í Bandaríkjunum og óskaði eftir starfi sem flugmaður. Þegar framtakið skilaði ekki árangri skrifaði hún þeim aftur. Og aftur. Árið 1973, þegar Bonnie var 24 ára, varð hún fyrsta konan sem ráðin var í starf flugmanns hjá flugfélaginu American Airlines og jafnframt fyrst kvenna í sögu Bandaríkjanna til að fljúga fyrir eitt af stóru áætlunarflugfélögunum. Hún var eina konan í hópi 214 nýrra flugmanna. Bonnie sagði frá því í nýlegu viðtali við BBC að þegar hún hóf störf hjá American Airlines kom forstjórinn að máli við hana. Honum hafði borist bréf frá eiginkonu manns sem hafði sótt um flugmannsstöðu á sama tíma og Bonnie en ekki fengið. Í bréfinu hélt eiginkonan því fram að með því að ráða konu í stöðu flugmanns hefði starfið verið haft af manni hennar; að verið væri að taka mat úr munni barnanna þeirra. Forstjóri American Airlines bað Bonnie um að svara bréfinu. Bonnie skrifaði konunni af kurteisi en bætti við í lok bréfsins: „Ég vona að þú hafir skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og mér.“ Hóflegar milljónir Átök á íslenskum vinnumarkaði fara harðnandi. Verkföll blasa við. Uppi eru raddir sem segja kröfur verkafólks mikla ógn: l „Það er áhyggjuefni hversu lítið er gert með áhrif umfangsmikilla launahækkana á stöðugleika,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. l Árangri við að tryggja stoðir hagkerfisins og stöðugleika síðustu ár er hægt „að glutra niður á stuttum tíma“, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. l „Kröfugerðarfólk“ forðast umræðu um „áhrif þeirra krafna sem lagðar hafa verið fram“, segir dósent í hagfræði. Í sumum herbúðum kveður þó við annan tón: l Bankastjóri Landsbankans fékk nýverið launahækkun sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir. „Hún er hófleg,“ segir formaður bankaráðs Landsbankans. l Forstjóri Íslandsbanka er með 4,4 milljónir í laun með hlunnindum á mánuði. „Stjórn Íslandsbanka ánægð með Birnu,“ kveður í fyrirsögn. l Fyrrverandi forstjóri N1 furðar sig á að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun. Ekki heilagur réttur Í dag hlær fólk að eiginkonu flugmannsins sem fannst Bonnie Tiburzi hafa hrifsað til sín eitthvað sem var með réttu mannsins hennar þegar Bonnie var ráðin flugmaður. Engu að síður líðum við sömu tilætlunarsemi í dag. Þeir sem láta eins og það sé sjálfsögð krafa að hinir launalægstu gæti stöðugleikans í landinu eru haldnir sömu firru og eiginkona flugmannsins. Forgangur til efnahagslegra yfirburða er ekki heilagur réttur neins. Það er ekki á ábyrgð ræstitækna að halda sig til hlés svo að millistjórnendur geti „haft efni á að búa í fallegum húsum“. Krafa hótelþernu um að geta brauðfætt börn sín út mánuðinn er ekki stuldur á mat úr munni barna sviðsstjóra, sérfræðinga eða ráðgjafa. Bonnie sagðist vona að eiginkona flugmannsins hefði skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og henni. Þeir sem prédika nú um hætturnar sem steðja að stöðugleikanum ættu að íhuga að beina þeim boðskap í aðrar áttir – jafnvel 213 áttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1960, þegar Bonnie Tiburzi var tólf ára, fór hún í sinn fyrsta flugtíma. Sextán ára var hún farin að stunda sóló-flug. Hún gerðist flugkennari og flaug leiguvélum. Þegar Bonnie tjáði fjölskyldu sinni og vinum að hana langaði til að verða atvinnuflugmaður voru undirtektirnar dræmar. Engin fordæmi voru fyrir því að konur störfuðu sem atvinnuflugmenn. Meira að segja bróðir hennar sagði að flugfélögin myndu aldrei ráða hana því karlmenn þyrftu á störfunum að halda til að „sjá fjölskyldum sínum farborða og hafa efni á að búa í fallegum húsum“. „En mig langar líka í fallegt hús,“ svaraði Bonnie. Hana langaði í starfsferil og hún vildi geta séð sér farborða. Bonnie lét ekki hugfallast. Hún skrifaði hverju einasta flugfélagi í Bandaríkjunum og óskaði eftir starfi sem flugmaður. Þegar framtakið skilaði ekki árangri skrifaði hún þeim aftur. Og aftur. Árið 1973, þegar Bonnie var 24 ára, varð hún fyrsta konan sem ráðin var í starf flugmanns hjá flugfélaginu American Airlines og jafnframt fyrst kvenna í sögu Bandaríkjanna til að fljúga fyrir eitt af stóru áætlunarflugfélögunum. Hún var eina konan í hópi 214 nýrra flugmanna. Bonnie sagði frá því í nýlegu viðtali við BBC að þegar hún hóf störf hjá American Airlines kom forstjórinn að máli við hana. Honum hafði borist bréf frá eiginkonu manns sem hafði sótt um flugmannsstöðu á sama tíma og Bonnie en ekki fengið. Í bréfinu hélt eiginkonan því fram að með því að ráða konu í stöðu flugmanns hefði starfið verið haft af manni hennar; að verið væri að taka mat úr munni barnanna þeirra. Forstjóri American Airlines bað Bonnie um að svara bréfinu. Bonnie skrifaði konunni af kurteisi en bætti við í lok bréfsins: „Ég vona að þú hafir skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og mér.“ Hóflegar milljónir Átök á íslenskum vinnumarkaði fara harðnandi. Verkföll blasa við. Uppi eru raddir sem segja kröfur verkafólks mikla ógn: l „Það er áhyggjuefni hversu lítið er gert með áhrif umfangsmikilla launahækkana á stöðugleika,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. l Árangri við að tryggja stoðir hagkerfisins og stöðugleika síðustu ár er hægt „að glutra niður á stuttum tíma“, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. l „Kröfugerðarfólk“ forðast umræðu um „áhrif þeirra krafna sem lagðar hafa verið fram“, segir dósent í hagfræði. Í sumum herbúðum kveður þó við annan tón: l Bankastjóri Landsbankans fékk nýverið launahækkun sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir. „Hún er hófleg,“ segir formaður bankaráðs Landsbankans. l Forstjóri Íslandsbanka er með 4,4 milljónir í laun með hlunnindum á mánuði. „Stjórn Íslandsbanka ánægð með Birnu,“ kveður í fyrirsögn. l Fyrrverandi forstjóri N1 furðar sig á að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun. Ekki heilagur réttur Í dag hlær fólk að eiginkonu flugmannsins sem fannst Bonnie Tiburzi hafa hrifsað til sín eitthvað sem var með réttu mannsins hennar þegar Bonnie var ráðin flugmaður. Engu að síður líðum við sömu tilætlunarsemi í dag. Þeir sem láta eins og það sé sjálfsögð krafa að hinir launalægstu gæti stöðugleikans í landinu eru haldnir sömu firru og eiginkona flugmannsins. Forgangur til efnahagslegra yfirburða er ekki heilagur réttur neins. Það er ekki á ábyrgð ræstitækna að halda sig til hlés svo að millistjórnendur geti „haft efni á að búa í fallegum húsum“. Krafa hótelþernu um að geta brauðfætt börn sín út mánuðinn er ekki stuldur á mat úr munni barna sviðsstjóra, sérfræðinga eða ráðgjafa. Bonnie sagðist vona að eiginkona flugmannsins hefði skrifað hinum flugmönnunum 213 sama bréf og henni. Þeir sem prédika nú um hætturnar sem steðja að stöðugleikanum ættu að íhuga að beina þeim boðskap í aðrar áttir – jafnvel 213 áttir.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun