Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2019 16:30 Inslee hefur lagt áherslu á græna orku og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Vísir/Getty Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis, hefur bæst í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Aðalbaráttumál hans verða loftslagsbreytingar sem hann segir „mest aðkallandi áskorun okkar daga“. Tólf demókratar hafa lýst yfir framboði fram að þessu og búist er við því að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Flestir þeirra hafa lýst stuðningi við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en enginn þeirra með eins afgerandi hætti og Inslee. „Ég býð mig fram til forseta vegna þess að ég er eini frambjóðandinn sem mun gera það að forgangsmáli þjóðarinnar númer eitt að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga,“ segir Inslee í myndbandi sem hann birti í dag. Inslee er 68 ára gamall og hefur verið ríkisstjóri Washington-ríkis frá árinu 2013. Hann náði endurkjöri í haust en í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á að skapa störf við nýja og endurnýjanlega orkugjafa. Sem ríkisstjóri hefur Inslee skipað sér í raðir frjálslyndustu demókrata. Í tíð hans hefur opinber heilbrigðisþjónusta verið aukin, lágmarkslaun hækkuð, dauðarefsing verið afnumin í ríkinu og fólk sem hafði hlotið dóma fyrir kannabisneyslu verið náðað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.VIDEO: This is our moment, our climate, our mission — together, we can defeat climate change. That's why I'm running for president. Join #OurClimateMoment today https://t.co/zg8ILGyk0Z pic.twitter.com/pUZVxyzfc5— Jay Inslee (@JayInslee) March 1, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Loftslagsmál Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis, hefur bæst í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Aðalbaráttumál hans verða loftslagsbreytingar sem hann segir „mest aðkallandi áskorun okkar daga“. Tólf demókratar hafa lýst yfir framboði fram að þessu og búist er við því að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Flestir þeirra hafa lýst stuðningi við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en enginn þeirra með eins afgerandi hætti og Inslee. „Ég býð mig fram til forseta vegna þess að ég er eini frambjóðandinn sem mun gera það að forgangsmáli þjóðarinnar númer eitt að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga,“ segir Inslee í myndbandi sem hann birti í dag. Inslee er 68 ára gamall og hefur verið ríkisstjóri Washington-ríkis frá árinu 2013. Hann náði endurkjöri í haust en í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á að skapa störf við nýja og endurnýjanlega orkugjafa. Sem ríkisstjóri hefur Inslee skipað sér í raðir frjálslyndustu demókrata. Í tíð hans hefur opinber heilbrigðisþjónusta verið aukin, lágmarkslaun hækkuð, dauðarefsing verið afnumin í ríkinu og fólk sem hafði hlotið dóma fyrir kannabisneyslu verið náðað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.VIDEO: This is our moment, our climate, our mission — together, we can defeat climate change. That's why I'm running for president. Join #OurClimateMoment today https://t.co/zg8ILGyk0Z pic.twitter.com/pUZVxyzfc5— Jay Inslee (@JayInslee) March 1, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Loftslagsmál Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20
Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15
Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21
Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58