Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Sighvatur Jónsson skrifar 1. mars 2019 16:15 Íslensk brugghús reka mörg hver veitingasölu en viðskiptavinir mega ekki kaupa bjór af brugghúsunum á flöskum og taka með sér heim. Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. Í dag eru 30 ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð aftur á Íslandi eftir margra áratuga bann. Árið 1915 tók gildi bann við áfengisneyslu á Íslandi. Bjór var ekki leyfður aftur fyrr en 74 árum síðar, 1. mars 1989. Fyrsta daginn gátu viðskiptavinir vínbúða í Reykjavík valið á milli fimm tegunda bjórs. Nú 30 árum síðar framleiðir hver íslenskur framleiðanda hið minnsta jafn margar tegundir og í boði voru þá.Yfir hundrað íslenskar bjórtegundir 24 framleiðendur sem framleiða áfengi frá grunni, aðallega bjór, eru í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Samtökin voru stofnuð fyrir um ári. Sigurður Pétur Snorrason, formaður stjórnar samtakanna, ætlar að fagna bjórdeginum með félögum í samtökunum á bjórhátíð á Árskógssandi í kvöld. Sigurður segir að brugghúsin skapi atvinnu í héraði og laði að sér bæði starfsmenn og ferðamenn. Aðspurður um fjölda íslenskra bjórtegunda segir hann að hvert brugghús framleiði um fimm til tíu tegundir, íslenskar bjórtegundir séu því vel yfir hundrað talsins.Bjórsala beint frá býli Ferðamennska og kynning á framleiðslu bjórs er hluti reksturs margra brugghúsa. Mörg þeirra hafa opnað eigin veitingasölu og selja bjór á staðnum. Sigurður Pétur Snorrason segir tímabært að leyfa sölu bjórs beint úr brugghúsum þannig að viðskiptavinir geti tekið hann með sér heim. „Í Bandaríkjunum geturðu farið inn í næsta brugghús með stóra flösku og fengið hana fyllta og farið með hana heim fulla af bjór. Slíkt er ekki hægt hér út af lögum. En ef þetta frumvarp sem er búið að liggja fyrir í mörg ár verður samþykkt þá heimilar það stofnun sérverslana með áfengi. En við viljum líka fá að sjá að brugghúsið þyrfti ekki að taka það aukaskref heldur fengi bara leyfi til að selja beint til þeirra sem koma að heimsækja brugghúsið,“ segir Sigurður Pétur. Íslenskur bjór Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. Í dag eru 30 ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð aftur á Íslandi eftir margra áratuga bann. Árið 1915 tók gildi bann við áfengisneyslu á Íslandi. Bjór var ekki leyfður aftur fyrr en 74 árum síðar, 1. mars 1989. Fyrsta daginn gátu viðskiptavinir vínbúða í Reykjavík valið á milli fimm tegunda bjórs. Nú 30 árum síðar framleiðir hver íslenskur framleiðanda hið minnsta jafn margar tegundir og í boði voru þá.Yfir hundrað íslenskar bjórtegundir 24 framleiðendur sem framleiða áfengi frá grunni, aðallega bjór, eru í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Samtökin voru stofnuð fyrir um ári. Sigurður Pétur Snorrason, formaður stjórnar samtakanna, ætlar að fagna bjórdeginum með félögum í samtökunum á bjórhátíð á Árskógssandi í kvöld. Sigurður segir að brugghúsin skapi atvinnu í héraði og laði að sér bæði starfsmenn og ferðamenn. Aðspurður um fjölda íslenskra bjórtegunda segir hann að hvert brugghús framleiði um fimm til tíu tegundir, íslenskar bjórtegundir séu því vel yfir hundrað talsins.Bjórsala beint frá býli Ferðamennska og kynning á framleiðslu bjórs er hluti reksturs margra brugghúsa. Mörg þeirra hafa opnað eigin veitingasölu og selja bjór á staðnum. Sigurður Pétur Snorrason segir tímabært að leyfa sölu bjórs beint úr brugghúsum þannig að viðskiptavinir geti tekið hann með sér heim. „Í Bandaríkjunum geturðu farið inn í næsta brugghús með stóra flösku og fengið hana fyllta og farið með hana heim fulla af bjór. Slíkt er ekki hægt hér út af lögum. En ef þetta frumvarp sem er búið að liggja fyrir í mörg ár verður samþykkt þá heimilar það stofnun sérverslana með áfengi. En við viljum líka fá að sjá að brugghúsið þyrfti ekki að taka það aukaskref heldur fengi bara leyfi til að selja beint til þeirra sem koma að heimsækja brugghúsið,“ segir Sigurður Pétur.
Íslenskur bjór Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira