Guðni forseti hitti Sir Alex á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 11:11 Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson og Sir Alex Ferguson. Samsett/EPA Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, er mikill íþróttáhugamaður og hann hefur ekki bara áhuga á íslenskum íþróttum. Forsetinn var nefnilega meðal áhorfenda á leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Stuðningsmannaklúbbur Manchester United á Íslandi segir frá skemmtilegri ferð forsetans þótt að leikurinn hefði mátt vera skemmtilegri enda endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Stuðningsmannaklúbbur Manchester United á Íslandi segir frá ferð forsetans á fésbókarsíðu sinni. Guðni hefur haldið með Manchester United frá æsku og hann skellti sér á leikinn á Old Trafford ásamt Elizu Reid, eiginkonu sinni, og fjórum börnum þeirra, Duncan Tindi, Donald Gunnari, Sæþóri Peter og Eddu Margréti. Guðni Th. og fjöldsskylda hans fékk líka mjög góðar móttökur í Manchester en stuðningsmannaklúbbur Manchester United á Íslandi hafði milligöngu um ferð Guðna og fjölskyldu á völlinn. Þar hittu þau meðal annars Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra sögunnar og fengu einkaskoðunarferð um völlinn. Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri Manchester United frá 1986 til 2013 og undir hans stjórn vann félagið 38 titla þar af ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum. Rúnar Ívarsson, formaður klúbbsins, segir í samtali, við fésbókarsíðu stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, að tengiliðir stuðningsmannaklúbba hafi í fyrstu ekki ætlað að trúa því að þjóðhöfðingi væri að koma á völlinn. Þau sannfærðust þó fljótt og hófust handa við að undirbúa komuna. Að mörgu þurfti að huga, svo sem öryggisgæslu og samskiptareglum við móttöku þjóðhöfðingja. Þegar á staðinn var komið fékk fjölskyldan sæti í heiðursstúkunni og var boðið í mat í Chairman‘s Lounge á leikdegi. Næsta dag fór fjölskyldan í skoðunarferð um Old Trafford. Rúnar og Sigrún Sölvey Gísladóttir voru fararstjórar forsetafjölskyldunnar. Rúnar segir að Guðni, Eliza og börnin hafi skemmt sér hið besta. Þá hafi öll móttaka verið til mestu fyrirmyndar og forsetahjónin og fjölskylda heillað starfsfólk á Old Trafford. Það má sjá meira um þessa ferð forsetans hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, er mikill íþróttáhugamaður og hann hefur ekki bara áhuga á íslenskum íþróttum. Forsetinn var nefnilega meðal áhorfenda á leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Stuðningsmannaklúbbur Manchester United á Íslandi segir frá skemmtilegri ferð forsetans þótt að leikurinn hefði mátt vera skemmtilegri enda endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Stuðningsmannaklúbbur Manchester United á Íslandi segir frá ferð forsetans á fésbókarsíðu sinni. Guðni hefur haldið með Manchester United frá æsku og hann skellti sér á leikinn á Old Trafford ásamt Elizu Reid, eiginkonu sinni, og fjórum börnum þeirra, Duncan Tindi, Donald Gunnari, Sæþóri Peter og Eddu Margréti. Guðni Th. og fjöldsskylda hans fékk líka mjög góðar móttökur í Manchester en stuðningsmannaklúbbur Manchester United á Íslandi hafði milligöngu um ferð Guðna og fjölskyldu á völlinn. Þar hittu þau meðal annars Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra sögunnar og fengu einkaskoðunarferð um völlinn. Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri Manchester United frá 1986 til 2013 og undir hans stjórn vann félagið 38 titla þar af ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum. Rúnar Ívarsson, formaður klúbbsins, segir í samtali, við fésbókarsíðu stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, að tengiliðir stuðningsmannaklúbba hafi í fyrstu ekki ætlað að trúa því að þjóðhöfðingi væri að koma á völlinn. Þau sannfærðust þó fljótt og hófust handa við að undirbúa komuna. Að mörgu þurfti að huga, svo sem öryggisgæslu og samskiptareglum við móttöku þjóðhöfðingja. Þegar á staðinn var komið fékk fjölskyldan sæti í heiðursstúkunni og var boðið í mat í Chairman‘s Lounge á leikdegi. Næsta dag fór fjölskyldan í skoðunarferð um Old Trafford. Rúnar og Sigrún Sölvey Gísladóttir voru fararstjórar forsetafjölskyldunnar. Rúnar segir að Guðni, Eliza og börnin hafi skemmt sér hið besta. Þá hafi öll móttaka verið til mestu fyrirmyndar og forsetahjónin og fjölskylda heillað starfsfólk á Old Trafford. Það má sjá meira um þessa ferð forsetans hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira