„Bara hin besta kjörsókn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 08:45 Eflingarbíllinn var á ferðinni í vikunni og kom meðal annars við á Sand Hóteli í miðbænum þar sem starfsmönnum bauðst að greiða atkvæði. vísir/vilhelm „Nei, ég held að þetta sé alls ekkert lágt hlutfall - miðað við það sem verið hefur í kosningum í verkalýðshreyfingunni í gegnum árin,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, aðspurður um þátttöku í verkfallsboðun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld.Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru hins vegar 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Viðar segir að það sé talsvert verkefni að hvetja fólk til að taka virkari þátt í verkalýðshreyfingunni og um leið í atkvæðagreiðslu sem þessari. Í því ljósi geti Efling vel við þessa þátttöku unað. „Ég held að þetta sé bara hin besta kjörsókn,“ segir Viðar, sem rætt var við í Bítinu í morgun.Sjá einnig: Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihlutaVerkfallsboðunin taki til um 700 manns og því sé ánægjulegt að 769 hafi samþykkt hana. „Ég tel að það sé bara harla gott.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirSamkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf hins vegar fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna að samþykkja vinnustöðvun. Í lögunum er þó heimild til þess láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Ætla má að það eigi hins vegar ekki við í tilfelli Eflingar, þar sem um 8000 félagsmenn höfðu atkvæðarétt en ekki aðeins þau 700 sem verkfallið nær til. Viðar segir þó að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg. Um almenna atkvæðagreiðslu hafi verið að ræða. „Á kjörskránni eru ekki bara þeir sem verkfallsboðunin tekur til heldur allir sem starfa samkvæmt þeim samningi sem að um ræðir, sem er hótel- og veitingasamningurinn okkar. Það er mun stærri hópur og af þeim sökum er þetta almenn atkvæðagreiðsla og því er ekki þátttökuþröskuldur,“ segir Viðar. Það sé túlkun Eflingar að fyrrnefnt ákvæði um fimmtungsþátttöku sé „heimildarákvæði í lögum en ekki skylduákvæði.“ Gert er ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins muni kæra atkvæðagreiðslu Eflingar. Samtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji hana ólöglega. Viðar segir að þetta hafi verði viðbúið og að Efling geri ráð fyrir að félagsdómur taki kæru SA til meðferðar í dag og að málflutningur fari fram á mánudag. Spjall Viðars við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Nei, ég held að þetta sé alls ekkert lágt hlutfall - miðað við það sem verið hefur í kosningum í verkalýðshreyfingunni í gegnum árin,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, aðspurður um þátttöku í verkfallsboðun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld.Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru hins vegar 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Viðar segir að það sé talsvert verkefni að hvetja fólk til að taka virkari þátt í verkalýðshreyfingunni og um leið í atkvæðagreiðslu sem þessari. Í því ljósi geti Efling vel við þessa þátttöku unað. „Ég held að þetta sé bara hin besta kjörsókn,“ segir Viðar, sem rætt var við í Bítinu í morgun.Sjá einnig: Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihlutaVerkfallsboðunin taki til um 700 manns og því sé ánægjulegt að 769 hafi samþykkt hana. „Ég tel að það sé bara harla gott.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirSamkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf hins vegar fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna að samþykkja vinnustöðvun. Í lögunum er þó heimild til þess láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Ætla má að það eigi hins vegar ekki við í tilfelli Eflingar, þar sem um 8000 félagsmenn höfðu atkvæðarétt en ekki aðeins þau 700 sem verkfallið nær til. Viðar segir þó að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg. Um almenna atkvæðagreiðslu hafi verið að ræða. „Á kjörskránni eru ekki bara þeir sem verkfallsboðunin tekur til heldur allir sem starfa samkvæmt þeim samningi sem að um ræðir, sem er hótel- og veitingasamningurinn okkar. Það er mun stærri hópur og af þeim sökum er þetta almenn atkvæðagreiðsla og því er ekki þátttökuþröskuldur,“ segir Viðar. Það sé túlkun Eflingar að fyrrnefnt ákvæði um fimmtungsþátttöku sé „heimildarákvæði í lögum en ekki skylduákvæði.“ Gert er ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins muni kæra atkvæðagreiðslu Eflingar. Samtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji hana ólöglega. Viðar segir að þetta hafi verði viðbúið og að Efling geri ráð fyrir að félagsdómur taki kæru SA til meðferðar í dag og að málflutningur fari fram á mánudag. Spjall Viðars við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07