Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 08:00 Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu. Getty/Asahi Shimbun Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og sendinefnd hans hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum gegn ríki þeirra yrði aflétt, í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Fundi þeirra Kim og Donald Trump Bandaríkjaforseta lauk snögglega og án sameiginlegrar niðurstöðu í gær. Vonir höfðu staðið til að leiðtogarnir myndu undirrita nýtt samkomulag um framtíð kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á stjórnvöld í Pjongjang. Eftir að viðræðunum var slitið í gærmorgun hélt Trump blaðamannafund. Þar lýsti forsetinn því að viðræðurnar hafi strandað á kröfum Kim, sem Trump sagði hafa farið fram á algjöra afléttingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu í skiptum fyrir að draga töluvert úr kjarnorkuáætlun sinni - en þó ekki að fullu.Sjá einnig: Gat ekki gengið að kröfum Kim Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir hins vegar að þetta sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt hjá Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld í Pjongjang hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum yrði aflétt, aðeins hluta þeirra. „Þvingunum sem bitna á þegnum okkar og lífsviðurværi þeirra,“ eins og Ri Yong-ho lýsti því í gærkvöldi. Þar að auki hafi Norður-Kóreumenn verið reiðubúnir að loka kjarnorkukljúfi sínum í Yongbyon, sem endurræstur var árið 2016. Kljúfurinn er sagður ein af undirstöðum kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og lokun hans því talið mikilsvert framlag af hálfu Kim og sendinefndar hans. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsir því að þetta hafi verið besta tilboð sem stjórnvöld hans gátu boðið Bandaríkjunum, í ljósi þess trausts sem ríkir á milli landanna tveggja. Aukinheldur segir Ri að Norður-Kóreumenn hafi getað lofað því að hætta tilraunum sínum á langdrægum eldflaugum. Hann bætti við að stjórnvöld í Pjongjang ættu erfitt með að sjá fyrir sér að annað tækifæri eins og Hanoi-viðræðurnar myndi bjóðast aftur. „Meginkröfur okkar eru ófrávíkjanlegar og tillögur okkar munu ekki breytast, þó svo að Bandaríkin bjóði okkur til annarra viðræðna í framtíðinni,“ segir Ri. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og sendinefnd hans hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum gegn ríki þeirra yrði aflétt, í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Fundi þeirra Kim og Donald Trump Bandaríkjaforseta lauk snögglega og án sameiginlegrar niðurstöðu í gær. Vonir höfðu staðið til að leiðtogarnir myndu undirrita nýtt samkomulag um framtíð kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á stjórnvöld í Pjongjang. Eftir að viðræðunum var slitið í gærmorgun hélt Trump blaðamannafund. Þar lýsti forsetinn því að viðræðurnar hafi strandað á kröfum Kim, sem Trump sagði hafa farið fram á algjöra afléttingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu í skiptum fyrir að draga töluvert úr kjarnorkuáætlun sinni - en þó ekki að fullu.Sjá einnig: Gat ekki gengið að kröfum Kim Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir hins vegar að þetta sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt hjá Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld í Pjongjang hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum yrði aflétt, aðeins hluta þeirra. „Þvingunum sem bitna á þegnum okkar og lífsviðurværi þeirra,“ eins og Ri Yong-ho lýsti því í gærkvöldi. Þar að auki hafi Norður-Kóreumenn verið reiðubúnir að loka kjarnorkukljúfi sínum í Yongbyon, sem endurræstur var árið 2016. Kljúfurinn er sagður ein af undirstöðum kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og lokun hans því talið mikilsvert framlag af hálfu Kim og sendinefndar hans. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsir því að þetta hafi verið besta tilboð sem stjórnvöld hans gátu boðið Bandaríkjunum, í ljósi þess trausts sem ríkir á milli landanna tveggja. Aukinheldur segir Ri að Norður-Kóreumenn hafi getað lofað því að hætta tilraunum sínum á langdrægum eldflaugum. Hann bætti við að stjórnvöld í Pjongjang ættu erfitt með að sjá fyrir sér að annað tækifæri eins og Hanoi-viðræðurnar myndi bjóðast aftur. „Meginkröfur okkar eru ófrávíkjanlegar og tillögur okkar munu ekki breytast, þó svo að Bandaríkin bjóði okkur til annarra viðræðna í framtíðinni,“ segir Ri.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52
Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35
Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04