Sull Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Ég var átján ára þegar bjórmúrinn féll á Íslandi 1. mars 1989 og þótt ég hafi ekki verið í blakkáti man ég ekki hvar ég var þegar 4,5% frelsisbylgjan skall á landinu. Þessi stórkostlegu tímamót komu mér bara ekki rassgat við vegna þess að ég var ekki byrjaður að drekka þannig að ég veit þó fyrir víst að ég var ekki í taumlausri gleði með einn ískaldan á frelsiskantinum. Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en tveimur árum síðar þegar kærastan mín blandaði mér í glas í fyrsta sinn. Romm í kók. Hún skildi síðan við mig fjórtán árum síðar vegna þess að ég var alkóhólisti. Henni að þakka samt að ég stökk yfir bjórinn beint í rommið en eftir að ég byrjaði að misnota áfengi furða ég mig enn frekar á bjórdýrkuninni. Þessi ömurlegasta útgáfa af etanóli er varla ölkum bjóðandi. Bjórinn er hallærislegur og kjánalegur, enda þjóðardrykkur fótboltabullna, plebba og snobbara sem upphefja alkóhólisma sinn með endalausu IPA-hjali um að sullið þeirra sé eins og bernaise-sósa gerð frá grunni á meðan Gullið er eins og pakkasósa frá Knorr. Og? Áfengi er hugbreytandi efni þannig að tilgangurinn með neyslu þess er augljós og þá er nú skömminni skárra að gera það hratt og örugglega með alvöru áfengi frekar en að dunda sér við það og verða latur, þreyttur og feitur í leiðinni. Frelsi er samt alltaf gott og ekki verra að geta fagnað þrjátíu ára bjórfrelsi á föstudegi. Ekki að þetta hafi markað lausn úr einhverri ægilegri ánauð þar sem hér var og er allt fljótandi í landa, Smirnoff, Bacardi og íslensku brennivíni. Ég skála bara með ykkur í romm&kók á meðan þið lepjið sullið enda er frjáls Kúba miklu skemmtilegri en frjálst Ísland sem er jú, latt, feitt og leiðinlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég var átján ára þegar bjórmúrinn féll á Íslandi 1. mars 1989 og þótt ég hafi ekki verið í blakkáti man ég ekki hvar ég var þegar 4,5% frelsisbylgjan skall á landinu. Þessi stórkostlegu tímamót komu mér bara ekki rassgat við vegna þess að ég var ekki byrjaður að drekka þannig að ég veit þó fyrir víst að ég var ekki í taumlausri gleði með einn ískaldan á frelsiskantinum. Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en tveimur árum síðar þegar kærastan mín blandaði mér í glas í fyrsta sinn. Romm í kók. Hún skildi síðan við mig fjórtán árum síðar vegna þess að ég var alkóhólisti. Henni að þakka samt að ég stökk yfir bjórinn beint í rommið en eftir að ég byrjaði að misnota áfengi furða ég mig enn frekar á bjórdýrkuninni. Þessi ömurlegasta útgáfa af etanóli er varla ölkum bjóðandi. Bjórinn er hallærislegur og kjánalegur, enda þjóðardrykkur fótboltabullna, plebba og snobbara sem upphefja alkóhólisma sinn með endalausu IPA-hjali um að sullið þeirra sé eins og bernaise-sósa gerð frá grunni á meðan Gullið er eins og pakkasósa frá Knorr. Og? Áfengi er hugbreytandi efni þannig að tilgangurinn með neyslu þess er augljós og þá er nú skömminni skárra að gera það hratt og örugglega með alvöru áfengi frekar en að dunda sér við það og verða latur, þreyttur og feitur í leiðinni. Frelsi er samt alltaf gott og ekki verra að geta fagnað þrjátíu ára bjórfrelsi á föstudegi. Ekki að þetta hafi markað lausn úr einhverri ægilegri ánauð þar sem hér var og er allt fljótandi í landa, Smirnoff, Bacardi og íslensku brennivíni. Ég skála bara með ykkur í romm&kók á meðan þið lepjið sullið enda er frjáls Kúba miklu skemmtilegri en frjálst Ísland sem er jú, latt, feitt og leiðinlegt.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun