Stjarnan steig stórt skref í átt að úrslitakeppnissæti í Dominos-deild kvenna með öruggum sigri á Haukum, 78-57, er liðin mættust í Hafnarfirði í kvöld.
Stjarnan byrjaði af rosalegum krafti. Garðarbæjarliðið skoraði 32 stig strax í fyrsta leikhlutanum og var sautján stigum yfir eftir hann.
Eftirleikurinn varð svo auðveldur en Haukarnir unnu þó næstu tvo leikhluta en samanlagt bara með fjórum stigum. Sigurinn aldrei í hættu og munurinn að endingu 21 stig.
Danielle Victoria Rodriguez var með þrefalda tvennu hjá Stjörnunni; sextán stig, tók tólf fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir var þó stigahæst með 23 stig.
Fátt var um fína drætti í Haukaliðinu. Rósa Björk Pétursdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir voru stigahæstar með ellefu stig en Eva Margrét Kristjánsdóttir bætti við níu stigum.
Stjarnan er eftir sigurinn í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig en KR er í fjórða sætinu með 30 stig. Snæfell er í fimmta sætinu með 28 stig en KR og Snæfell eiga leik til góða.
Haukar eru í sjötta sætinu en Stjarnan og Haukar eiga tvo leiki eftir af deildarkeppninni.
Stjarnan steig stórt skref í átt að úrslitakeppni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti