Breytingar á geðsviði í kjölfar sjálfsvíga Sighvatur Jónsson skrifar 19. mars 2019 18:45 Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja. Tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni með skömmu millibili í ágúst 2017. Í framhaldi var gerð umfangsmikil greining á aðstæðum og verklagi á deildinni. Eyrún Thorstensen, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala, segir að niðurstaðan hafi verið sú að heilmargt var hægt að gera betur. Þrjú stór verkefni hafa verið unnin í kjölfarið. Þau lúta að þjálfun starfsfólks, breytingum á umhverfi og auknu eftirliti með sjúklingum.Eyrún Thorstensen er verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.Vísir/Friðrik ÞórMeira eftirlit með sjúklingum Fréttastofa fékk að skoða tvær deildir í dag. Önnur er í upprunalegu horfi, á hinni deildinni hafa verið gerðar breytingar. Sem dæmi er búið að fjarlægja allt sem sjúklingar geta mögulega notað til að skaða sjálfa sig. Í byrjun mars var tekið upp nýtt verklag varðandi eftirlit með sjúklingum vegna hættu á sjálfsvígum. „Allir sjúklingar sem leggjast inn á geðdeild eru settir á einhver konar öryggismeðferð. Öryggismeðferðin er í mörgum stigum og þrepum, eftir því hvað á við hverju sinni,“ segir Eyrún Thorstensen. Sjálfsvígseftirlitið er í þremur þrepum. Sjúklingur sem er metinn í mestri hættu er undir stöðugu eftirliti á herbergi sínu. Umhverfið á að vera snúrulaust og sjúklingur fær ekki að fara út af deildinni nema í fylgd að minnsta kosti tveggja starfsmanna. „Nýja verklagið er miklu nákvæmara, það er miklu auðveldara að fylgja því. Þetta gamla var kannski ekki bara nógu nákvæmt. Það var ekki nógu mikið öryggi í þessu gamla verklagi,“ segir Eyrún. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja. Tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni með skömmu millibili í ágúst 2017. Í framhaldi var gerð umfangsmikil greining á aðstæðum og verklagi á deildinni. Eyrún Thorstensen, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala, segir að niðurstaðan hafi verið sú að heilmargt var hægt að gera betur. Þrjú stór verkefni hafa verið unnin í kjölfarið. Þau lúta að þjálfun starfsfólks, breytingum á umhverfi og auknu eftirliti með sjúklingum.Eyrún Thorstensen er verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.Vísir/Friðrik ÞórMeira eftirlit með sjúklingum Fréttastofa fékk að skoða tvær deildir í dag. Önnur er í upprunalegu horfi, á hinni deildinni hafa verið gerðar breytingar. Sem dæmi er búið að fjarlægja allt sem sjúklingar geta mögulega notað til að skaða sjálfa sig. Í byrjun mars var tekið upp nýtt verklag varðandi eftirlit með sjúklingum vegna hættu á sjálfsvígum. „Allir sjúklingar sem leggjast inn á geðdeild eru settir á einhver konar öryggismeðferð. Öryggismeðferðin er í mörgum stigum og þrepum, eftir því hvað á við hverju sinni,“ segir Eyrún Thorstensen. Sjálfsvígseftirlitið er í þremur þrepum. Sjúklingur sem er metinn í mestri hættu er undir stöðugu eftirliti á herbergi sínu. Umhverfið á að vera snúrulaust og sjúklingur fær ekki að fara út af deildinni nema í fylgd að minnsta kosti tveggja starfsmanna. „Nýja verklagið er miklu nákvæmara, það er miklu auðveldara að fylgja því. Þetta gamla var kannski ekki bara nógu nákvæmt. Það var ekki nógu mikið öryggi í þessu gamla verklagi,“ segir Eyrún.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira