Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2019 15:34 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Vísir/stefán Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Enn ríki þó óvissa um útflutning sem fer um Bretland inn á meginland Evrópu. Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi við Breta vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu sem á að gerast hinn 29. mars að óbreyttu.Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands a.m.k. á sömu tollkjörum og gilda í dag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir alltaf létti þegar óvissu sé eytt. „Miðað við alla vega það sem verið hefur kynnt er verið að tala um óbreytta umgjörð viðskipta. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt. Síða hafa Bretar auðvitað líka birt bráðabirgða trollskrá sem á að gilda í allt að eitt ár frá útgöngu og það jafnvel þótt það verði útganga án samnings,” segir Heiðrún Lind. Þetta þýði að nær allar fiskafurðir geti talist tollfrjálsar í Bretlandi. Markmiðið um að fá betri eða jafngóð viðskiptakjör virðist því vera að ganga eftir miðað við fyrstu fréttir. Magnið sem talað sé um sé svipað því og flutt hafi verið út til Bretlands á undanförnum árum. „Þetta eru auðvitað mikilir hagsmunir í húfi. Útflutningsverðmæti okkar til Bretlands í fyrra voru 37 milljarðar króna. Þetta eru rúmlega 15 prósent af útflutningsverðmæti okkar í sjávarafurðum í heild,” segir Heiðrún Lind. Bráðabirgðasamkomulagið sé jákvætt skref þótt allri óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi ekki verið eytt, til að mynda varðandi íslenskan fisk sem fer áfram frá Bretlandi til meginlands Evrópu og þar með inn í Evrópusambandið. „Annars vegar er fiskur unninn að einhverju leyti í Bretlandi, í vinnslum í Bretlandi sem fer áfram til meginlandsins. Þar gæti mögulega orðið eitthvað stopp. Svo er líka áhætta í tengslum við flutning um Bretland. Þar sem fiskurinn er í raun bara flyuttur inn á Immingham sem dæmi og fer svo beint áfram til meginlandsins. Maður veit í raun ekki hvað verður þegar þetta síðan skellur á,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Brexit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Enn ríki þó óvissa um útflutning sem fer um Bretland inn á meginland Evrópu. Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi við Breta vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu sem á að gerast hinn 29. mars að óbreyttu.Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands a.m.k. á sömu tollkjörum og gilda í dag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir alltaf létti þegar óvissu sé eytt. „Miðað við alla vega það sem verið hefur kynnt er verið að tala um óbreytta umgjörð viðskipta. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt. Síða hafa Bretar auðvitað líka birt bráðabirgða trollskrá sem á að gilda í allt að eitt ár frá útgöngu og það jafnvel þótt það verði útganga án samnings,” segir Heiðrún Lind. Þetta þýði að nær allar fiskafurðir geti talist tollfrjálsar í Bretlandi. Markmiðið um að fá betri eða jafngóð viðskiptakjör virðist því vera að ganga eftir miðað við fyrstu fréttir. Magnið sem talað sé um sé svipað því og flutt hafi verið út til Bretlands á undanförnum árum. „Þetta eru auðvitað mikilir hagsmunir í húfi. Útflutningsverðmæti okkar til Bretlands í fyrra voru 37 milljarðar króna. Þetta eru rúmlega 15 prósent af útflutningsverðmæti okkar í sjávarafurðum í heild,” segir Heiðrún Lind. Bráðabirgðasamkomulagið sé jákvætt skref þótt allri óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi ekki verið eytt, til að mynda varðandi íslenskan fisk sem fer áfram frá Bretlandi til meginlands Evrópu og þar með inn í Evrópusambandið. „Annars vegar er fiskur unninn að einhverju leyti í Bretlandi, í vinnslum í Bretlandi sem fer áfram til meginlandsins. Þar gæti mögulega orðið eitthvað stopp. Svo er líka áhætta í tengslum við flutning um Bretland. Þar sem fiskurinn er í raun bara flyuttur inn á Immingham sem dæmi og fer svo beint áfram til meginlandsins. Maður veit í raun ekki hvað verður þegar þetta síðan skellur á,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Brexit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20
Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47