Skipulag um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 19. mars 2019 08:00 Skipulagsákvarðanir móta umgjörð um okkar daglega líf, bæði okkar sem nú lifum og þeirra sem taka við. Byggingar og innviðir sem reist eru í dag eru líkleg til að standa í marga áratugi og jafnvel árhundruð. Ákvörðun sem tekin er í dag um nýja byggð, samgöngumannvirki eða ýmsa innviði aðra hefur þannig áhrif á hvernig við högum lífi okkar frá degi til dags til langrar framtíðar.Landsskipulagsstefna Þótt skipulagsgerð sé fyrst og fremst á ábyrgð sveitarfélaga er einnig sett fram stefna í skipulagsmálum á landsvísu. Landsskipulagsstefna er mótuð af Skipulagsstofnun fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra, í víðtæku samráðsferli. Landsskipulagsstefna er afgreidd af Alþingi sem þingsályktun. Gildandi landsskipulagsstefna var samþykkt á Alþingi árið 2016. Hún mótar almenna sýn í skipulagsmálum sem tekur til þéttbýlis, dreifbýlis, miðhálendisins og haf- og strandsvæða. Nú er að hefjast vinna við mótun viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem ætlunin er að beina sérstaklega sjónum að því hvernig best er hægt að vinna með loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í skipulagi byggðar og landnýtingar.Nýjar áherslur landsskipulagsstefnu Loftslagsbreytingar eru eins og þekkt er eitt brýnasta viðfangsefni samfélagsins á okkar tímum. Þar hafa skipulagsákvarðanir mikilvægt hlutverk. Með viðeigandi skipulagi getum við dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr ferðaþörf í daglegu lífi, auka hlut annarra ferðamáta en einkabílsins og styðja við orkuskipti. Við getum líka stuðlað að aukinni bindingu kolefnis með skipulagi sem leggur áherslu á varðveislu og endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Þá er ekki síður mikilvægt að skipulag taki á aðlögun að loftslagsbreytingum og tryggi viðnámsþol byggðar gagnvart þeim umhverfisbreytingum sem er að vænta vegna veðurfarsbreytinga, svo sem hækkaðs sjávarborðs. Landslag er einnig mikilvægt viðfangsefni skipulagsgerðar. Við alla mannvirkjagerð er mikilvægt að hugað sé að því hvernig staðbundin gæði sem felast í landslagi viðkomandi svæðis eru nýtt, sem og hvernig mannvirki falla að og sóma sér best í landi og skapa góða umgjörð um mannlíf á viðkomandi stað. Þetta á við hvort sem unnið er að skipulagsgerð í þéttbýli, dreifbýli eða óbyggðum. Skipulag byggðar hefur einnig áhrif á lýðheilsu með margvíslegum hætti. Útfærsla byggðar getur hvatt til útiveru og hreyfingar í daglegu lífi, stuðlað að vellíðan og skapað tækifæri til samveru, auk þess að tryggja heilnæmi umhverfisins almennt. Þetta getur birst í skipulagi göngu- og hjólastíga, í byggðamynstri sem styður almenningssamgöngur, í útivistarsvæðum, matjurtagörðum og aðgerðum til að bæta hljóðvist og loftgæði við stórar umferðaræðar. Einnig í aðgerðum til að tryggja umferðaröryggi og öryggi fólks gagnvart náttúruvá.Tækifæri til að taka þátt Núna í mars og fram í apríl verður til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu þar sem sett er á blað hvernig fyrirhugað er að standa að mótun skipulagsstefnu um þessi þrjú mikilvægu viðfangsefni skipulagsmálanna – loftslag, landslag og lýðheilsu. Jafnframt verða haldnir samráðsfundir á sjö stöðum víðsvegar um landið, þar sem tækifæri gefst til að leggja á ráðin um þetta verkefni. Allir sem vilja láta sig þessi mál varða eru hvattir til að fylgjast með mótun landsskipulagsstefnu á landsskipulag.is og taka þátt í samráðsfundunum sem fram undan eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Skipulagsákvarðanir móta umgjörð um okkar daglega líf, bæði okkar sem nú lifum og þeirra sem taka við. Byggingar og innviðir sem reist eru í dag eru líkleg til að standa í marga áratugi og jafnvel árhundruð. Ákvörðun sem tekin er í dag um nýja byggð, samgöngumannvirki eða ýmsa innviði aðra hefur þannig áhrif á hvernig við högum lífi okkar frá degi til dags til langrar framtíðar.Landsskipulagsstefna Þótt skipulagsgerð sé fyrst og fremst á ábyrgð sveitarfélaga er einnig sett fram stefna í skipulagsmálum á landsvísu. Landsskipulagsstefna er mótuð af Skipulagsstofnun fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra, í víðtæku samráðsferli. Landsskipulagsstefna er afgreidd af Alþingi sem þingsályktun. Gildandi landsskipulagsstefna var samþykkt á Alþingi árið 2016. Hún mótar almenna sýn í skipulagsmálum sem tekur til þéttbýlis, dreifbýlis, miðhálendisins og haf- og strandsvæða. Nú er að hefjast vinna við mótun viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem ætlunin er að beina sérstaklega sjónum að því hvernig best er hægt að vinna með loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í skipulagi byggðar og landnýtingar.Nýjar áherslur landsskipulagsstefnu Loftslagsbreytingar eru eins og þekkt er eitt brýnasta viðfangsefni samfélagsins á okkar tímum. Þar hafa skipulagsákvarðanir mikilvægt hlutverk. Með viðeigandi skipulagi getum við dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr ferðaþörf í daglegu lífi, auka hlut annarra ferðamáta en einkabílsins og styðja við orkuskipti. Við getum líka stuðlað að aukinni bindingu kolefnis með skipulagi sem leggur áherslu á varðveislu og endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Þá er ekki síður mikilvægt að skipulag taki á aðlögun að loftslagsbreytingum og tryggi viðnámsþol byggðar gagnvart þeim umhverfisbreytingum sem er að vænta vegna veðurfarsbreytinga, svo sem hækkaðs sjávarborðs. Landslag er einnig mikilvægt viðfangsefni skipulagsgerðar. Við alla mannvirkjagerð er mikilvægt að hugað sé að því hvernig staðbundin gæði sem felast í landslagi viðkomandi svæðis eru nýtt, sem og hvernig mannvirki falla að og sóma sér best í landi og skapa góða umgjörð um mannlíf á viðkomandi stað. Þetta á við hvort sem unnið er að skipulagsgerð í þéttbýli, dreifbýli eða óbyggðum. Skipulag byggðar hefur einnig áhrif á lýðheilsu með margvíslegum hætti. Útfærsla byggðar getur hvatt til útiveru og hreyfingar í daglegu lífi, stuðlað að vellíðan og skapað tækifæri til samveru, auk þess að tryggja heilnæmi umhverfisins almennt. Þetta getur birst í skipulagi göngu- og hjólastíga, í byggðamynstri sem styður almenningssamgöngur, í útivistarsvæðum, matjurtagörðum og aðgerðum til að bæta hljóðvist og loftgæði við stórar umferðaræðar. Einnig í aðgerðum til að tryggja umferðaröryggi og öryggi fólks gagnvart náttúruvá.Tækifæri til að taka þátt Núna í mars og fram í apríl verður til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu þar sem sett er á blað hvernig fyrirhugað er að standa að mótun skipulagsstefnu um þessi þrjú mikilvægu viðfangsefni skipulagsmálanna – loftslag, landslag og lýðheilsu. Jafnframt verða haldnir samráðsfundir á sjö stöðum víðsvegar um landið, þar sem tækifæri gefst til að leggja á ráðin um þetta verkefni. Allir sem vilja láta sig þessi mál varða eru hvattir til að fylgjast með mótun landsskipulagsstefnu á landsskipulag.is og taka þátt í samráðsfundunum sem fram undan eru.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar