Þvert á kynslóðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. mars 2019 08:00 Fullorðna fólkið segir oft: „Okkur ber skylda til að tryggja ungu fólki von.“ En ég vil ekki vonina ykkar. Ég vil ekki að þið séuð vongóð. Ég vil að þið séuð skelfingu lostin. Ég vil að þið upplifið þá skelfingu sem ég finn fyrir á degi hverjum. Síðan vil ég að þið grípið til aðgerða.“ Þessi orð ungu baráttukonunnar Gretu Thunberg, sem hún lét falla við dræmar viðtökur á viðskiptaráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í janúar, eru viðeigandi heróp á tímum viðvarandi og skæðs andvaraleysis í loftslagsmálum. Á þessari öld skeytingarleysisins er almenningi talin trú um að hægt sé að stemma stigu við loftslagsbreytingum með einföldum, og sannarlega skynsamlegum, lífsstílsbreytingum; með því að hjóla á milli staða, með því að velja sparneytnari ljósaperur, með því að flokka og endurvinna. Á sama tíma stefnum við hraðbyri í átt að tveggja gráðu takmarkinu sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Raunar er það svo, samkvæmt nýjustu úttekt Sameinuðu þjóðanna, að þjóðir heimsins hafa lítið sem ekkert gert á undanförnum árum sem mun hafa teljandi áhrif til hins betra á losun gróðurhúsalofttegunda. Við getum ekki tekist á við yfirvofandi loftslagsbreytingar nema með róttækum og fordæmalausum breytingum á lifnaðarháttum okkar, samfélagi okkar og innviðum þess. Slíkar breytingar verða ekki knúnar áfram af almenningi, heldur af opinberri stefnumótun og áherslum. Sú framtíðarsýn sem blasir við börnum okkar og afkomendum þeirra er skelfileg. Á næstu áratugum munu gjörðir mannanna ógna fæðuöryggi milljarða manna með eyðimerkurmyndun og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, loftmengun mun draga tugi milljóna til dauða árlega, hlýnandi höf ógna kóralrifjum og búsvæðum lífsnauðsynlegra fiskistofna. Sviðsmyndirnar eru sannarlega hörmulegar, en til að eiga möguleika á að bægja frá alvarlegustu afleiðingum loftslagsbreytinga þá þurfum við að horfast í augu við staðreyndir málsins. Þannig er krafa þeirra ungmenna, sem marserað hafa víða um heim á undanförnum dögum og vikum og krafist aðgerða, með öllu réttmæt. Þau gera þá einföldu og nauðsynlegu kröfu að staðreyndir og veruleiki hnattrænna loftslagsbreytinga verði höfð að leiðarljósi hjá þeim sem við höfum falið að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við fengum. Þetta er ekki ósanngjörn krafa, hún er siðferðilega réttmæt. Engum dylst að verkefnið er sannarlega ærið. Á okkur er gerð sú krafa að fórna þeim stöðugleika sem stór hluti lífs okkar hefur gengið út á að öðlast. Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að ástríða unga fólksins er svo tær, svo einbeitt. Án raunverulegra og tafarlausra aðgerða eru líkur á að okkar verði minnst sem kynslóðarinnar sem kæfði ástríðu barnanna sinna, kynslóðar sinnuleysisins, kynslóðarinnar sem greip ekki til aðgerða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fullorðna fólkið segir oft: „Okkur ber skylda til að tryggja ungu fólki von.“ En ég vil ekki vonina ykkar. Ég vil ekki að þið séuð vongóð. Ég vil að þið séuð skelfingu lostin. Ég vil að þið upplifið þá skelfingu sem ég finn fyrir á degi hverjum. Síðan vil ég að þið grípið til aðgerða.“ Þessi orð ungu baráttukonunnar Gretu Thunberg, sem hún lét falla við dræmar viðtökur á viðskiptaráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í janúar, eru viðeigandi heróp á tímum viðvarandi og skæðs andvaraleysis í loftslagsmálum. Á þessari öld skeytingarleysisins er almenningi talin trú um að hægt sé að stemma stigu við loftslagsbreytingum með einföldum, og sannarlega skynsamlegum, lífsstílsbreytingum; með því að hjóla á milli staða, með því að velja sparneytnari ljósaperur, með því að flokka og endurvinna. Á sama tíma stefnum við hraðbyri í átt að tveggja gráðu takmarkinu sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Raunar er það svo, samkvæmt nýjustu úttekt Sameinuðu þjóðanna, að þjóðir heimsins hafa lítið sem ekkert gert á undanförnum árum sem mun hafa teljandi áhrif til hins betra á losun gróðurhúsalofttegunda. Við getum ekki tekist á við yfirvofandi loftslagsbreytingar nema með róttækum og fordæmalausum breytingum á lifnaðarháttum okkar, samfélagi okkar og innviðum þess. Slíkar breytingar verða ekki knúnar áfram af almenningi, heldur af opinberri stefnumótun og áherslum. Sú framtíðarsýn sem blasir við börnum okkar og afkomendum þeirra er skelfileg. Á næstu áratugum munu gjörðir mannanna ógna fæðuöryggi milljarða manna með eyðimerkurmyndun og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, loftmengun mun draga tugi milljóna til dauða árlega, hlýnandi höf ógna kóralrifjum og búsvæðum lífsnauðsynlegra fiskistofna. Sviðsmyndirnar eru sannarlega hörmulegar, en til að eiga möguleika á að bægja frá alvarlegustu afleiðingum loftslagsbreytinga þá þurfum við að horfast í augu við staðreyndir málsins. Þannig er krafa þeirra ungmenna, sem marserað hafa víða um heim á undanförnum dögum og vikum og krafist aðgerða, með öllu réttmæt. Þau gera þá einföldu og nauðsynlegu kröfu að staðreyndir og veruleiki hnattrænna loftslagsbreytinga verði höfð að leiðarljósi hjá þeim sem við höfum falið að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við fengum. Þetta er ekki ósanngjörn krafa, hún er siðferðilega réttmæt. Engum dylst að verkefnið er sannarlega ærið. Á okkur er gerð sú krafa að fórna þeim stöðugleika sem stór hluti lífs okkar hefur gengið út á að öðlast. Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að ástríða unga fólksins er svo tær, svo einbeitt. Án raunverulegra og tafarlausra aðgerða eru líkur á að okkar verði minnst sem kynslóðarinnar sem kæfði ástríðu barnanna sinna, kynslóðar sinnuleysisins, kynslóðarinnar sem greip ekki til aðgerða.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun