SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. mars 2019 06:15 Sextán félög eru í samfloti SGS sem sleit kjaraviðræðum við SA í gær. Fréttablaðið/Ernir „Starfsgreinasambandið lýsti því yfir á þessum fundi að við mætum það svo að viðræðurnar væru árangurslausar og við slitum þeim. Í framhaldinu mun svo aðgerðahópur okkar koma saman til að teikna upp aðgerðir okkar félaga,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. SGS og Samtök atvinnulífsins hafa fundað á vettvangi ríkissáttasemjara frá því að deilunni var vísað þangað þann 21. febrúar síðastliðinn. Samninganefnd SGS samþykkti fyrir helgi að slíta viðræðum ef ekkert nýtt kæmi fram frá SA. Flosi staðfestir að engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafi komið frá SA, hvorki um helgina né á samningafundinum. Aðgerðahópur SGS mun funda í dag og verða tillögur kynntar fyrir samninganefnd í næstu viku. Hvert félag innan SGS þarf svo að boða til verkfalls og fá það samþykkt á sínu félagssvæði. „Það er auðvitað aldrei loku fyrir það skotið að Samtök atvinnulífsins spili einhverju út eða eitthvað breytist þannig að kjaraviðræður komist aftur í gang. Ef ekkert gerist í þessu efni þá munum við væntanlega boða til verkfalla,“ segir Flosi. Fram hefur komið að eitt af því sem SGS sé ósátt við í viðræðunum séu hugmyndir SA um breytt vinnutímafyrirkomulag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir erfitt að taka einhvern einn þátt út fyrir sviga. „Þetta er allt samhangandi og við erum búin að ná mjög mörgu saman en því miður tókst ekki að ná þessu öllu saman eins og við höfðum gert okkur vonir um. Það breytir því ekkert að það er búið að leggja grunninn að kjarasamningi til framtíðar,“ segir Halldór. Sú vinna liggi fyrir og muni nýtast í framhaldinu. „Þannig getum við tekið upp þráðinn með skömmum fyrirvara á nýjan leik ef réttar aðstæður myndast.“ Boða þarf til fundar hjá ríkissáttasemjara í vikunni í deilu SA og Eflingar, VR, VLFA og VLFG. Að óbreyttu brestur á sólarhringsverkfall á föstudaginn meðal félagsmanna Eflingar og VR sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. „Við þurfum að hittast og reyna að höggva á þennan gordíonshnút með það að markmiði að koma í veg fyrir að þetta verkfall verði að veruleika. Þetta er mjög alvarlegt verkfall og umfangsmeira en síðasta verkfall. Þetta mun valda miklu fjárhagslegu tjóni,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Starfsgreinasambandið lýsti því yfir á þessum fundi að við mætum það svo að viðræðurnar væru árangurslausar og við slitum þeim. Í framhaldinu mun svo aðgerðahópur okkar koma saman til að teikna upp aðgerðir okkar félaga,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. SGS og Samtök atvinnulífsins hafa fundað á vettvangi ríkissáttasemjara frá því að deilunni var vísað þangað þann 21. febrúar síðastliðinn. Samninganefnd SGS samþykkti fyrir helgi að slíta viðræðum ef ekkert nýtt kæmi fram frá SA. Flosi staðfestir að engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafi komið frá SA, hvorki um helgina né á samningafundinum. Aðgerðahópur SGS mun funda í dag og verða tillögur kynntar fyrir samninganefnd í næstu viku. Hvert félag innan SGS þarf svo að boða til verkfalls og fá það samþykkt á sínu félagssvæði. „Það er auðvitað aldrei loku fyrir það skotið að Samtök atvinnulífsins spili einhverju út eða eitthvað breytist þannig að kjaraviðræður komist aftur í gang. Ef ekkert gerist í þessu efni þá munum við væntanlega boða til verkfalla,“ segir Flosi. Fram hefur komið að eitt af því sem SGS sé ósátt við í viðræðunum séu hugmyndir SA um breytt vinnutímafyrirkomulag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir erfitt að taka einhvern einn þátt út fyrir sviga. „Þetta er allt samhangandi og við erum búin að ná mjög mörgu saman en því miður tókst ekki að ná þessu öllu saman eins og við höfðum gert okkur vonir um. Það breytir því ekkert að það er búið að leggja grunninn að kjarasamningi til framtíðar,“ segir Halldór. Sú vinna liggi fyrir og muni nýtast í framhaldinu. „Þannig getum við tekið upp þráðinn með skömmum fyrirvara á nýjan leik ef réttar aðstæður myndast.“ Boða þarf til fundar hjá ríkissáttasemjara í vikunni í deilu SA og Eflingar, VR, VLFA og VLFG. Að óbreyttu brestur á sólarhringsverkfall á föstudaginn meðal félagsmanna Eflingar og VR sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. „Við þurfum að hittast og reyna að höggva á þennan gordíonshnút með það að markmiði að koma í veg fyrir að þetta verkfall verði að veruleika. Þetta er mjög alvarlegt verkfall og umfangsmeira en síðasta verkfall. Þetta mun valda miklu fjárhagslegu tjóni,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45 Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
SGS hefur slitið viðræðum við SA Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. 18. mars 2019 11:45
Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27