Er það svo erfitt að tala við flóttafólk? Toshiki Toma skrifar 18. mars 2019 21:15 Flóttafólk sem hefur aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ dvelur þessa daga á Austvelli í Reykjavík. Það borðar og sefur í tjald þó að það rigni, snjói og kalt sé. Þau hafa nú dvalið þar í meira en viku. Hvers vegna gerir fólkið slíkt? ,,Okkur langar að tala við alþingisfólk eða ráðuneytisfólk. Okkur langar að ræða beint við einhvern fulltrúa ríkistjórnar um okkar mál“: segir fólkið. Þegar það segir ,,ríkisstjórn“, eru alþingismenn þar með taldir, sem sé, fólkið vill ræða við þá sem ráða málum í þjóðfélaginu. Eins og er hefur ekki borið á neinum viðbrögðum frá hvorki ríkisstjórninni né alþingi. Fólkið hefur ákveðnar kröfur. Þær eru fimm: 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla- að hætt verði að nota Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á Ásbrú Ef til vill er það ekki svo auðvelt að samþykkja allar kröfurnar, en það sem fólkið óskar eftir núna er ekki að yfirvöld samþykki allt sem beðið er um, heldur að þau setjist niður með fólkinu og hlusti. Er sú beiðni of mikil fyrir yfirvöld að samþykkja? Nei, ég held ekki. Flóttafólk býr við mjög takmörkuð réttindi, en samt eru þau manneskjur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu. Flóttafólk ætti því að hafa þau réttindi sem við teljum að allar manneskjur eigi að eiga með sér. Ég tel það vera grunnréttindi fólks sem lifir við það veruleika að óttast um eigið líf að það fái að ræða við. ,,Við erum að dvelja hér á Austurvelli og sofum hér í rigningu og vindum. Við gerum það af því að okkur langar að yfirvöld og alþingisfólk skilji það að við erum alvarleg og einlæg í óskum okkar um að ræða við þau.“ Sumir þeirra á Austuvelli eru vinir mínir í söfnuði kirkjunnar og ég þekki þá vel. Þetta eru allt indælar manneskjur og eiga skilið mannlega virðingu. Samtal er ekki aðeins grunnur lýðræðis heldur er hún einfaldasta leiðin til að sýna viðkomandi virðingu. Ég óska þess innilega að fulltrúar ríkistjórnarinnar og alþingis bjóði fólkinu á Austurvelli að umræðuborðinu sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Flóttafólk sem hefur aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ dvelur þessa daga á Austvelli í Reykjavík. Það borðar og sefur í tjald þó að það rigni, snjói og kalt sé. Þau hafa nú dvalið þar í meira en viku. Hvers vegna gerir fólkið slíkt? ,,Okkur langar að tala við alþingisfólk eða ráðuneytisfólk. Okkur langar að ræða beint við einhvern fulltrúa ríkistjórnar um okkar mál“: segir fólkið. Þegar það segir ,,ríkisstjórn“, eru alþingismenn þar með taldir, sem sé, fólkið vill ræða við þá sem ráða málum í þjóðfélaginu. Eins og er hefur ekki borið á neinum viðbrögðum frá hvorki ríkisstjórninni né alþingi. Fólkið hefur ákveðnar kröfur. Þær eru fimm: 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla- að hætt verði að nota Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á Ásbrú Ef til vill er það ekki svo auðvelt að samþykkja allar kröfurnar, en það sem fólkið óskar eftir núna er ekki að yfirvöld samþykki allt sem beðið er um, heldur að þau setjist niður með fólkinu og hlusti. Er sú beiðni of mikil fyrir yfirvöld að samþykkja? Nei, ég held ekki. Flóttafólk býr við mjög takmörkuð réttindi, en samt eru þau manneskjur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu. Flóttafólk ætti því að hafa þau réttindi sem við teljum að allar manneskjur eigi að eiga með sér. Ég tel það vera grunnréttindi fólks sem lifir við það veruleika að óttast um eigið líf að það fái að ræða við. ,,Við erum að dvelja hér á Austurvelli og sofum hér í rigningu og vindum. Við gerum það af því að okkur langar að yfirvöld og alþingisfólk skilji það að við erum alvarleg og einlæg í óskum okkar um að ræða við þau.“ Sumir þeirra á Austuvelli eru vinir mínir í söfnuði kirkjunnar og ég þekki þá vel. Þetta eru allt indælar manneskjur og eiga skilið mannlega virðingu. Samtal er ekki aðeins grunnur lýðræðis heldur er hún einfaldasta leiðin til að sýna viðkomandi virðingu. Ég óska þess innilega að fulltrúar ríkistjórnarinnar og alþingis bjóði fólkinu á Austurvelli að umræðuborðinu sem allra fyrst.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar