Rakaskemmdir geta valdið börnum mun meira heilsutjóni en fullorðnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2019 19:15 Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. Úttekt hafin í Seljaskóla Við sögðum frá því í fréttum okkar að foreldrafélag Seljaskóla hefði kvartað til skóla-og frístundasviðs borgarinnar og beðið um úttekt á húsnæðinu vegna gruns um myglu, vegna ófullnægjandi brunavarna og viðhalds. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að úttekt á raka í skólanum sé hafin og verið sé að vinna í úrbótum á brunamálum skólans. Þetta er fjórði skólinn í Reykjavík á stuttum tíma þar sem fara þarf í úttekt eða umbætur vegna raka og eða myglu. Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og nemendur hafa verið sendir annað, beðið er niðurstöðu úr úttekt í Ártúnsskóla og einni álmu hefur verið lokað í Breiðholtsskóla vegna rakaskemmda. Geislabakteríur, geislasveppir og myglusveppir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu segir að allur raki geti valdið heilsutjóni og þá vegna útgufunnar frá efnum. „Ef það er raki í efnum innandyra þá kemur útgufun frá efnum og við sjáum geislabakteríur, geislasveppi, myglusveppi og afleiðuagnir og efni sem eru í andrúmsloftinu í þessum húsum. Einhver þessara þátta hefur áhrif á heilsu en við vitum ekki nákvæmlega hvaða þáttur það er,“ segir Sylgja. Börn séu mun útsettari fyrir raka en fullorðnir en einkennin geta verið öndunarfærasjúkdómar, höfuðverkir, magaverkir og almenn truflun á ónæmiskerfi. „Rannsóknir sýna ítrekað að börn eru mun útsettari fyrir áhrifum raka innandyra en fullorðnir. Áhrif raka eru almenn, víðtæk og jafnframt samspil margra einkenna þannig að það er oft erfitt að greina áhrifin,“ segir Sylgja. Finnar gera kerfisbundnar úttektir á raka í skólum Hún segir mikilvægt að rannsaka reglulega raka í skólahúsnæði. „Í nágrannalöndum okkar hefur einmitt komið í ljós að ástand skólahúsnæðis hefur verið mjög slæmt. Í Finnlandi var til dæmis ákveðið að gera kerfisbundnar úttektir á skólahúsnæði, þar er viðbragðsáætlun og skoðað hvað er brýnast að ráðast í. Þetta er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða hér á landi,“ segir Sylgja. Heilbrigðismál Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. Úttekt hafin í Seljaskóla Við sögðum frá því í fréttum okkar að foreldrafélag Seljaskóla hefði kvartað til skóla-og frístundasviðs borgarinnar og beðið um úttekt á húsnæðinu vegna gruns um myglu, vegna ófullnægjandi brunavarna og viðhalds. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að úttekt á raka í skólanum sé hafin og verið sé að vinna í úrbótum á brunamálum skólans. Þetta er fjórði skólinn í Reykjavík á stuttum tíma þar sem fara þarf í úttekt eða umbætur vegna raka og eða myglu. Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og nemendur hafa verið sendir annað, beðið er niðurstöðu úr úttekt í Ártúnsskóla og einni álmu hefur verið lokað í Breiðholtsskóla vegna rakaskemmda. Geislabakteríur, geislasveppir og myglusveppir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu segir að allur raki geti valdið heilsutjóni og þá vegna útgufunnar frá efnum. „Ef það er raki í efnum innandyra þá kemur útgufun frá efnum og við sjáum geislabakteríur, geislasveppi, myglusveppi og afleiðuagnir og efni sem eru í andrúmsloftinu í þessum húsum. Einhver þessara þátta hefur áhrif á heilsu en við vitum ekki nákvæmlega hvaða þáttur það er,“ segir Sylgja. Börn séu mun útsettari fyrir raka en fullorðnir en einkennin geta verið öndunarfærasjúkdómar, höfuðverkir, magaverkir og almenn truflun á ónæmiskerfi. „Rannsóknir sýna ítrekað að börn eru mun útsettari fyrir áhrifum raka innandyra en fullorðnir. Áhrif raka eru almenn, víðtæk og jafnframt samspil margra einkenna þannig að það er oft erfitt að greina áhrifin,“ segir Sylgja. Finnar gera kerfisbundnar úttektir á raka í skólum Hún segir mikilvægt að rannsaka reglulega raka í skólahúsnæði. „Í nágrannalöndum okkar hefur einmitt komið í ljós að ástand skólahúsnæðis hefur verið mjög slæmt. Í Finnlandi var til dæmis ákveðið að gera kerfisbundnar úttektir á skólahúsnæði, þar er viðbragðsáætlun og skoðað hvað er brýnast að ráðast í. Þetta er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða hér á landi,“ segir Sylgja.
Heilbrigðismál Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels