SGS hefur slitið viðræðum við SA Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2019 11:45 Björn Snæbjörnsson er formaður SGS. vísir/vilhelm Starfsgreinasambandið sleit nú rétt í þessu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. „Við samþykktum það í samninganefnd SGS áðan að ef ekki kæmu einhver ný tilboð frá SA um helgina að þá myndum við slíta. Það kom engin breyting á þeirra tilboðum eða þannig að við lýstum árangurslausum fundi og slitum viðræðunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Spurður út í næstu skref segir hann að nú verði aðgerðahópur SGS kallaður til þar sem menn muni funda í vikunni og koma með hugmyndir að aðgerðum. „Við reiknum svo með fundi í samninganefndinni á mánudaginn og þá munum við leggja fram þær hugmyndir sem koma fram í aðgerðahópnum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að verkefnið að gera nýjan kjarasamning hlaupi ekki frá deiluaðilum. Ýmislegt geti gerst á einni viku og planið gæti því breyst.En á hverju steytir í viðræðunum? „Þetta hefur snúið að vinnutímamálum. Menn eru kannski ekki sáttir við þrýsting frá SA um að taka upp breytt vinnutímafyrirkomulag,“ segir Björn en vill ekki fara nánar út í það í hverju breytingarnar felast.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara í dag.vísir/vilhelmLeggur áherslu á að nýta næstu daga vel svo ekki komi til verkfalla Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði verkefnið ekki fara frá aðilum og þeir muni halda áfram hittast til að þróa kjarasamning. Halldór kvaðst leggja á það áherslu að næstu dagar og vikur yrðu vel nýttar. Aðspurður hvers vegna SA hefði ekki komið einhverjar nýjar tillögur að samningaborðinu sagði hann kjarasamningsgerð vera flókna í eðli sínu, hún byggði á mörgum þáttum og ekki væri hægt að taka einn þátt þar út. „Við getum nýtt þessa vinnu sem hefur átt sér stað hér hjá sáttasemjara undanfarnar vikur og ég vænti þess að við getum tekið upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður myndast,“ sagði Halldór. Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum. Halldór sagðist vona að eitthvað myndi gerast í kjaradeilunni fyrir þann tíma. Til mikils væri að vinna að afstýra þeim verkföllum. Samtök atvinnulífsins leggðu áherslu á það að nýta næstu daga vel með það að markmiði að boðuð verkföll verði ekki að veruleika.Fréttin var uppfærð klukkan 12:13. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Starfsgreinasambandið sleit nú rétt í þessu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. „Við samþykktum það í samninganefnd SGS áðan að ef ekki kæmu einhver ný tilboð frá SA um helgina að þá myndum við slíta. Það kom engin breyting á þeirra tilboðum eða þannig að við lýstum árangurslausum fundi og slitum viðræðunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Spurður út í næstu skref segir hann að nú verði aðgerðahópur SGS kallaður til þar sem menn muni funda í vikunni og koma með hugmyndir að aðgerðum. „Við reiknum svo með fundi í samninganefndinni á mánudaginn og þá munum við leggja fram þær hugmyndir sem koma fram í aðgerðahópnum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að verkefnið að gera nýjan kjarasamning hlaupi ekki frá deiluaðilum. Ýmislegt geti gerst á einni viku og planið gæti því breyst.En á hverju steytir í viðræðunum? „Þetta hefur snúið að vinnutímamálum. Menn eru kannski ekki sáttir við þrýsting frá SA um að taka upp breytt vinnutímafyrirkomulag,“ segir Björn en vill ekki fara nánar út í það í hverju breytingarnar felast.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara í dag.vísir/vilhelmLeggur áherslu á að nýta næstu daga vel svo ekki komi til verkfalla Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði verkefnið ekki fara frá aðilum og þeir muni halda áfram hittast til að þróa kjarasamning. Halldór kvaðst leggja á það áherslu að næstu dagar og vikur yrðu vel nýttar. Aðspurður hvers vegna SA hefði ekki komið einhverjar nýjar tillögur að samningaborðinu sagði hann kjarasamningsgerð vera flókna í eðli sínu, hún byggði á mörgum þáttum og ekki væri hægt að taka einn þátt þar út. „Við getum nýtt þessa vinnu sem hefur átt sér stað hér hjá sáttasemjara undanfarnar vikur og ég vænti þess að við getum tekið upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður myndast,“ sagði Halldór. Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum. Halldór sagðist vona að eitthvað myndi gerast í kjaradeilunni fyrir þann tíma. Til mikils væri að vinna að afstýra þeim verkföllum. Samtök atvinnulífsins leggðu áherslu á það að nýta næstu daga vel með það að markmiði að boðuð verkföll verði ekki að veruleika.Fréttin var uppfærð klukkan 12:13.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27