SGS hefur slitið viðræðum við SA Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2019 11:45 Björn Snæbjörnsson er formaður SGS. vísir/vilhelm Starfsgreinasambandið sleit nú rétt í þessu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. „Við samþykktum það í samninganefnd SGS áðan að ef ekki kæmu einhver ný tilboð frá SA um helgina að þá myndum við slíta. Það kom engin breyting á þeirra tilboðum eða þannig að við lýstum árangurslausum fundi og slitum viðræðunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Spurður út í næstu skref segir hann að nú verði aðgerðahópur SGS kallaður til þar sem menn muni funda í vikunni og koma með hugmyndir að aðgerðum. „Við reiknum svo með fundi í samninganefndinni á mánudaginn og þá munum við leggja fram þær hugmyndir sem koma fram í aðgerðahópnum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að verkefnið að gera nýjan kjarasamning hlaupi ekki frá deiluaðilum. Ýmislegt geti gerst á einni viku og planið gæti því breyst.En á hverju steytir í viðræðunum? „Þetta hefur snúið að vinnutímamálum. Menn eru kannski ekki sáttir við þrýsting frá SA um að taka upp breytt vinnutímafyrirkomulag,“ segir Björn en vill ekki fara nánar út í það í hverju breytingarnar felast.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara í dag.vísir/vilhelmLeggur áherslu á að nýta næstu daga vel svo ekki komi til verkfalla Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði verkefnið ekki fara frá aðilum og þeir muni halda áfram hittast til að þróa kjarasamning. Halldór kvaðst leggja á það áherslu að næstu dagar og vikur yrðu vel nýttar. Aðspurður hvers vegna SA hefði ekki komið einhverjar nýjar tillögur að samningaborðinu sagði hann kjarasamningsgerð vera flókna í eðli sínu, hún byggði á mörgum þáttum og ekki væri hægt að taka einn þátt þar út. „Við getum nýtt þessa vinnu sem hefur átt sér stað hér hjá sáttasemjara undanfarnar vikur og ég vænti þess að við getum tekið upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður myndast,“ sagði Halldór. Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum. Halldór sagðist vona að eitthvað myndi gerast í kjaradeilunni fyrir þann tíma. Til mikils væri að vinna að afstýra þeim verkföllum. Samtök atvinnulífsins leggðu áherslu á það að nýta næstu daga vel með það að markmiði að boðuð verkföll verði ekki að veruleika.Fréttin var uppfærð klukkan 12:13. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Starfsgreinasambandið sleit nú rétt í þessu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. „Við samþykktum það í samninganefnd SGS áðan að ef ekki kæmu einhver ný tilboð frá SA um helgina að þá myndum við slíta. Það kom engin breyting á þeirra tilboðum eða þannig að við lýstum árangurslausum fundi og slitum viðræðunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Spurður út í næstu skref segir hann að nú verði aðgerðahópur SGS kallaður til þar sem menn muni funda í vikunni og koma með hugmyndir að aðgerðum. „Við reiknum svo með fundi í samninganefndinni á mánudaginn og þá munum við leggja fram þær hugmyndir sem koma fram í aðgerðahópnum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að verkefnið að gera nýjan kjarasamning hlaupi ekki frá deiluaðilum. Ýmislegt geti gerst á einni viku og planið gæti því breyst.En á hverju steytir í viðræðunum? „Þetta hefur snúið að vinnutímamálum. Menn eru kannski ekki sáttir við þrýsting frá SA um að taka upp breytt vinnutímafyrirkomulag,“ segir Björn en vill ekki fara nánar út í það í hverju breytingarnar felast.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara í dag.vísir/vilhelmLeggur áherslu á að nýta næstu daga vel svo ekki komi til verkfalla Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði verkefnið ekki fara frá aðilum og þeir muni halda áfram hittast til að þróa kjarasamning. Halldór kvaðst leggja á það áherslu að næstu dagar og vikur yrðu vel nýttar. Aðspurður hvers vegna SA hefði ekki komið einhverjar nýjar tillögur að samningaborðinu sagði hann kjarasamningsgerð vera flókna í eðli sínu, hún byggði á mörgum þáttum og ekki væri hægt að taka einn þátt þar út. „Við getum nýtt þessa vinnu sem hefur átt sér stað hér hjá sáttasemjara undanfarnar vikur og ég vænti þess að við getum tekið upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður myndast,“ sagði Halldór. Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum. Halldór sagðist vona að eitthvað myndi gerast í kjaradeilunni fyrir þann tíma. Til mikils væri að vinna að afstýra þeim verkföllum. Samtök atvinnulífsins leggðu áherslu á það að nýta næstu daga vel með það að markmiði að boðuð verkföll verði ekki að veruleika.Fréttin var uppfærð klukkan 12:13.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27