Innlent

Slíta viðræðum ef ekkert þokast

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Fréttablaðið/Auðunn
„Ég vænti góðs símtals um helgina en það hefur enn ekki komið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS).

Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. Samningsaðilar funda hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Ef engin breyting verður á stöðunni þar verður viðræðunum slitið.

„Það er ekki kominn samningur fyrr en það er kominn samningur. Það eru nokkur atriði sem hafa ekki gengið upp og það getur oft verið erfitt þó menn haldi að það sé lítið eftir til að ná landi,“ segir Björn. Málið sem út af stendur eru vinnutímatillögur SA að sögn Björns.

„Stundum eru menn við það að handsala samkomulagið og þá getur allt hrunið. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi svo það er ekki hægt að segja hvort þetta er alveg að koma eður ei,“ segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×