Gas! Gas! Guðmundur Brynjólfsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Í eina tíð var þetta samfélag með þá reisn að fannhvítir trukkabílstjórar upphófu mótmæli við hjartarætur íslensks samfélags, bensínstöðvarnar. En kölluðu um leið yfir sig vígbúna lögreglu sem þurfti að horfast Ray-Ban í Ray-Ban á við Stulla og félaga sem ekki höfðu lengur efni á að kaupa olíu á yfirveðsetta bíla sem keyptir höfðu verið sólgleraugnalaust í bjartsýniskasti því þörf var á því að grunnstoðir efnahagslífsins, fjárfestingarfyrirtækin, gætu vélað síðustu krónurnar út úr vel meinandi fjölskyldum sem ætluðu sér aldrei annað en „að vera með í lífinu“. Þá var lögreglan töff og gargaði „Gas! Gas!“ og úðaði gasi gengdarlaust yfir atvinnubílstjóra enda vígvöllurinn áfyllingarstöð. Sumir vilja meina að þessi átök hafi markað upphaf búsáhaldaóþekktarinnar sem síðar leiddi til þess að Geir Haarde varð sendiherra sem svo opinberaði að Steingrímur J. væri misskilningur sem endaði með því að Bjarna Ben var treyst fyrir peningum landsmanna. En nú er öldin önnur. Lögreglan vanbúin og hefur ekki annað en piparsprey og gólar vanmáttug á framandi fólk „Krydd! Krydd!“ en þykjast þó miklir menn og handtaka pappaspjöld því að mögulegt er að kveikja í þeim, séu menn með eldspýtur og ef menn eru í skjóli, og ætli menn að kveikja í þeim. Sem þó er alls ósannað – en hverju skiptir það í réttarríki þar sem dómstólarnir eru ekki annað en lögleg en illa hirt tjaldstæði fyrir flokksgæðinga. Piparúði! Því skríkir ekki löggan bara: „Eigum við að henda í ykkur Drakúlabrjóstsykri?“ Það myndi hæfa tilefninu, meintu uppþoti. Mótmælum fólks sem fór niður á Austurvöll vegna þess að það langar „að vera með í lífinu“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í eina tíð var þetta samfélag með þá reisn að fannhvítir trukkabílstjórar upphófu mótmæli við hjartarætur íslensks samfélags, bensínstöðvarnar. En kölluðu um leið yfir sig vígbúna lögreglu sem þurfti að horfast Ray-Ban í Ray-Ban á við Stulla og félaga sem ekki höfðu lengur efni á að kaupa olíu á yfirveðsetta bíla sem keyptir höfðu verið sólgleraugnalaust í bjartsýniskasti því þörf var á því að grunnstoðir efnahagslífsins, fjárfestingarfyrirtækin, gætu vélað síðustu krónurnar út úr vel meinandi fjölskyldum sem ætluðu sér aldrei annað en „að vera með í lífinu“. Þá var lögreglan töff og gargaði „Gas! Gas!“ og úðaði gasi gengdarlaust yfir atvinnubílstjóra enda vígvöllurinn áfyllingarstöð. Sumir vilja meina að þessi átök hafi markað upphaf búsáhaldaóþekktarinnar sem síðar leiddi til þess að Geir Haarde varð sendiherra sem svo opinberaði að Steingrímur J. væri misskilningur sem endaði með því að Bjarna Ben var treyst fyrir peningum landsmanna. En nú er öldin önnur. Lögreglan vanbúin og hefur ekki annað en piparsprey og gólar vanmáttug á framandi fólk „Krydd! Krydd!“ en þykjast þó miklir menn og handtaka pappaspjöld því að mögulegt er að kveikja í þeim, séu menn með eldspýtur og ef menn eru í skjóli, og ætli menn að kveikja í þeim. Sem þó er alls ósannað – en hverju skiptir það í réttarríki þar sem dómstólarnir eru ekki annað en lögleg en illa hirt tjaldstæði fyrir flokksgæðinga. Piparúði! Því skríkir ekki löggan bara: „Eigum við að henda í ykkur Drakúlabrjóstsykri?“ Það myndi hæfa tilefninu, meintu uppþoti. Mótmælum fólks sem fór niður á Austurvöll vegna þess að það langar „að vera með í lífinu“.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar