Forstjóri Íslandspósts lætur af störfum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 18:46 Ingimundur Sigurpálsson, lætur af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Fbl/GVA Ingimundur Sigurpálsson segir starfi sínu lausu sem forstjóri Íslandspósts eftir rúmlega fjórtán ára starf. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Íslandspósts í dag. Ingimundur segir að miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar með gildistöku nýrra laga um póstþjónustu væru óhjákvæmilegar. Lögin taka gildi í ársbyrjun 2020. Hann segir að mikilvægt sé að nýr forstjóri fái svigrúm til að koma að og móta undirbúning nauðsynlegra breytinga. „Samgönguráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi að nýjum lögum um póstþjónustu. Með nýjum lögum póstlögum verða miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar og munu þau mjög líklega hafa víðtæk áhrif á rekstur Íslandspósts,“ segir í yfirlýsingu Ingimundar. Þar segir ennfremur; „Frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi einkaréttar ríkisins á dreifingu áritaðra bréfa og þar er jafnframt opnað fyrir möguleika á fjármögnun á þeim hluta lögbundinnar póstþjónustu, sem ekki stendur undir kostnaði tengdum henni.“ Ingimundur segir að það hafi verið áhugavert, gefandi og krefjandi að koma að rekstri Íslandspósts undanfarin fjórtán ár. Það hafi gengið á ýmsu í rekstrinum á þessu tímabili, segir Ingimundur og vísar til efnahagshrunsins 2008 en þá fækkaði bréfum verulega. „Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna hjá traustu og öflugu fyrirtæki með starfsstöðvar um allt land og í víðtækum alþjóðlegum samskiptum.“ Í september í fyrra lánaði ríkið Íslandspósti 500 milljónir til að mæta lausafjárvanda og skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi að lána hátt í milljarð til viðbótar. Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson segir starfi sínu lausu sem forstjóri Íslandspósts eftir rúmlega fjórtán ára starf. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Íslandspósts í dag. Ingimundur segir að miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar með gildistöku nýrra laga um póstþjónustu væru óhjákvæmilegar. Lögin taka gildi í ársbyrjun 2020. Hann segir að mikilvægt sé að nýr forstjóri fái svigrúm til að koma að og móta undirbúning nauðsynlegra breytinga. „Samgönguráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi að nýjum lögum um póstþjónustu. Með nýjum lögum póstlögum verða miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar og munu þau mjög líklega hafa víðtæk áhrif á rekstur Íslandspósts,“ segir í yfirlýsingu Ingimundar. Þar segir ennfremur; „Frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi einkaréttar ríkisins á dreifingu áritaðra bréfa og þar er jafnframt opnað fyrir möguleika á fjármögnun á þeim hluta lögbundinnar póstþjónustu, sem ekki stendur undir kostnaði tengdum henni.“ Ingimundur segir að það hafi verið áhugavert, gefandi og krefjandi að koma að rekstri Íslandspósts undanfarin fjórtán ár. Það hafi gengið á ýmsu í rekstrinum á þessu tímabili, segir Ingimundur og vísar til efnahagshrunsins 2008 en þá fækkaði bréfum verulega. „Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna hjá traustu og öflugu fyrirtæki með starfsstöðvar um allt land og í víðtækum alþjóðlegum samskiptum.“ Í september í fyrra lánaði ríkið Íslandspósti 500 milljónir til að mæta lausafjárvanda og skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi að lána hátt í milljarð til viðbótar.
Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00
Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00
Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00