Sunnudaginn hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 eins og allar hinar seríurnar sjö.
Nú hefur HBO staðfest hvað hver þáttur verður langur.
Alls verða þættirnir sex í þáttaröðinni og má sjá lengd þeirra hér að neðan.
1. þáttur - frumsýndur 14. apríl - 54 mínútur
2. þáttur - frumsýndur 21. apríl - 58 mínútur
3. þáttur - frumsýndur 28. apríl - 1:22 klst
4. þáttur - frumsýndur 5. maí - 1:18 klst
5. þáttur - frumsýndur 12 maí - 1:20 klst
6. þáttur - frumsýndur 19. maí - 1:20 klst
HBO staðfestir lengd allra þátta í lokaseríu Game of Thrones
