Framkvæmdastjóri Kadeco verið á framlengingu í tvö ár Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Eitt meginhlutverk Kadeco var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Fréttablaðið/Heiða Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) frá því í ágúst 2017 hefur nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Starfið var aldrei auglýst og ráðningin tímabundin enda hafði staðið til að leggja Kadeco niður. Tæpum tveimur árum síðar ríkir enn ákveðin óvissa um framtíðarstarfsemi félagsins og engin ákvörðun verið tekin um stöðu framkvæmdastjórans. Marta Jónsdóttir var ráðin tímabundið framkvæmdastjóri Kadeco í ágúst 2017 án auglýsingar þegar fyrirrennari hennar, Kjartan Þór Eiríksson, neyddist til að segja starfinu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Meginverkefni félagsins var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Félagið er í eigu ríkisins. Stjórn þess er pólitískt skipuð. Í júní 2017 hafði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, boðað að Kadeco yrði lagt niður í núverandi mynd þegar ný stjórn tók við. Nokkrum vikum síðar sagði Kjartan af sér og Marta, sem var lögfræðingur félagsins, tók tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni . Í svari við fyrirspurn blaðsins segir fjármálaráðuneytið að kaflaskil hafi orðið í starfsemi félagsins 2017 þegar þessu meginverkefni þess var að ljúka. Síðan hefur stjórn unnið að endurskipulagningu, einföldun reksturs og efnahags félagsins auk þess að ganga frá fjárhagslegu uppgjöri við ríkissjóð. Þá hefur stjórn verið falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Óljóst er hver þau verða. „Ríkið vinnur nú að mótun framtíðarfyrirkomulags í samvinnu við sveitarfélögin og Isavia. Ef aðilar ná saman, kemur til greina að Kadedco verði vettvangur fyrir samstarfið.” Í svarinu er vísað til þess að stjórn beri ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra sem starfi í umboði stjórnar. „Ráðningin hefur verið framlengd nokkrum sinnum og lýkur núverandi tímabili í júní nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um stöðu framkvæmdastjóra eftir það.“ Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) frá því í ágúst 2017 hefur nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Starfið var aldrei auglýst og ráðningin tímabundin enda hafði staðið til að leggja Kadeco niður. Tæpum tveimur árum síðar ríkir enn ákveðin óvissa um framtíðarstarfsemi félagsins og engin ákvörðun verið tekin um stöðu framkvæmdastjórans. Marta Jónsdóttir var ráðin tímabundið framkvæmdastjóri Kadeco í ágúst 2017 án auglýsingar þegar fyrirrennari hennar, Kjartan Þór Eiríksson, neyddist til að segja starfinu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Meginverkefni félagsins var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Félagið er í eigu ríkisins. Stjórn þess er pólitískt skipuð. Í júní 2017 hafði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, boðað að Kadeco yrði lagt niður í núverandi mynd þegar ný stjórn tók við. Nokkrum vikum síðar sagði Kjartan af sér og Marta, sem var lögfræðingur félagsins, tók tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni . Í svari við fyrirspurn blaðsins segir fjármálaráðuneytið að kaflaskil hafi orðið í starfsemi félagsins 2017 þegar þessu meginverkefni þess var að ljúka. Síðan hefur stjórn unnið að endurskipulagningu, einföldun reksturs og efnahags félagsins auk þess að ganga frá fjárhagslegu uppgjöri við ríkissjóð. Þá hefur stjórn verið falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Óljóst er hver þau verða. „Ríkið vinnur nú að mótun framtíðarfyrirkomulags í samvinnu við sveitarfélögin og Isavia. Ef aðilar ná saman, kemur til greina að Kadedco verði vettvangur fyrir samstarfið.” Í svarinu er vísað til þess að stjórn beri ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra sem starfi í umboði stjórnar. „Ráðningin hefur verið framlengd nokkrum sinnum og lýkur núverandi tímabili í júní nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um stöðu framkvæmdastjóra eftir það.“
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira