Þrúgur gleðinnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Sjálfsagt er dældum og ryðblettum á sál minni um að kenna að ég hef löngum heillast af átökum og illdeilum hvers konar. Helst samt þegar ég á ekki hlut að máli og get notið þess að fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð, nú eða skrifa um, þegar þeir einir eigast við að ég hirði aldrei þó að drepist. Ég hef upplifað nokkur verkföll á passlega langri ævi án þess þó að hafa þurft að leggja niður störf sjálfur. Líklega þess vegna sem mér finnst eitthvað ómótstæðilega heillandi við harðar vinnudeilur. Ég var þrettán ára þegar stóra BSRB-verkfallið skall á 1984 og á alveg sérstaklega hlýjar og rómantískar bernskuminningar frá þeim tíma. Eðlilega. Þetta var geggjað. Skólinn lokaður í mánuð og við krakkarnir nutum lífsins og frelsisins í botn. Ég varð helst var við neikvæðar afleiðingar verkfallsins þegar fór að bera á skorti á Winston-sígarettum. Þetta var í þá daga þegar börn gátu keypt sígarettur úti í sjoppu án þess að framvísa miða frá foreldrum. Í verkfallinu þurfti maður samt að hafa miða. Eða kannski frekar lista. Pabbi reykti Winston og ef þær voru ekki til þá átti ég fyrst að biðja um Gold Coast, síðan Royale en ekki kaupa Viceroy nema í algerri neyð. Sem betur fer minnir mig að verkfallinu hafi lokið áður en pabbi þurfti að reykja mikið af því ógeði. Þetta voru stórkostlegir umbrotatímar fyrir áhyggjulausa krakka en þegar maður sleppir bernskurómantíkinni þá eru verkföll helvítis fokkings fokk og að mér læðist sá illi grunur að ef allt fer hér í bál og brand á næstunni muni börnin mín ekki horfa til baka með glýju í augunum þegar þau nálgast fimmtugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sjálfsagt er dældum og ryðblettum á sál minni um að kenna að ég hef löngum heillast af átökum og illdeilum hvers konar. Helst samt þegar ég á ekki hlut að máli og get notið þess að fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð, nú eða skrifa um, þegar þeir einir eigast við að ég hirði aldrei þó að drepist. Ég hef upplifað nokkur verkföll á passlega langri ævi án þess þó að hafa þurft að leggja niður störf sjálfur. Líklega þess vegna sem mér finnst eitthvað ómótstæðilega heillandi við harðar vinnudeilur. Ég var þrettán ára þegar stóra BSRB-verkfallið skall á 1984 og á alveg sérstaklega hlýjar og rómantískar bernskuminningar frá þeim tíma. Eðlilega. Þetta var geggjað. Skólinn lokaður í mánuð og við krakkarnir nutum lífsins og frelsisins í botn. Ég varð helst var við neikvæðar afleiðingar verkfallsins þegar fór að bera á skorti á Winston-sígarettum. Þetta var í þá daga þegar börn gátu keypt sígarettur úti í sjoppu án þess að framvísa miða frá foreldrum. Í verkfallinu þurfti maður samt að hafa miða. Eða kannski frekar lista. Pabbi reykti Winston og ef þær voru ekki til þá átti ég fyrst að biðja um Gold Coast, síðan Royale en ekki kaupa Viceroy nema í algerri neyð. Sem betur fer minnir mig að verkfallinu hafi lokið áður en pabbi þurfti að reykja mikið af því ógeði. Þetta voru stórkostlegir umbrotatímar fyrir áhyggjulausa krakka en þegar maður sleppir bernskurómantíkinni þá eru verkföll helvítis fokkings fokk og að mér læðist sá illi grunur að ef allt fer hér í bál og brand á næstunni muni börnin mín ekki horfa til baka með glýju í augunum þegar þau nálgast fimmtugt.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar