Börnin sem hafa ekki rödd Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:45 Fljótlega kemur frumvarp um kynrænt sjálfræði á dagskrá Alþingis. Í drögunum sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda var upphaflegt ákvæði um bann við óafturkræfum skurðaðgerðum á kynfærum barna látið fjúka, en í stað þess á að skipa samráðshóp um efnið. Þetta eru mikil vonbrigði, enda þýðir þetta að langt er að bíða þar til löngu tímabærar breytingar nást fram. Á meðan fremjum við mannréttindabrot á litlum börnum. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þegar málefni intersex fólks eru rædd, þá erum við að tala um alvöru börn og alvöru fjölskyldur. Á Íslandi dagsins í dag eru fullkomlega heilbrigð smábörn látin ganga í gegnum oft endurteknar aðgerðir á kynfærum með öllum þeim sársauka, óvissu og áhættu sem þeim fylgja. Þetta eru lítil börn sem hafa ekki rödd í samfélaginu og engar forsendur til þess að ákveða hvað er gert við þau og hvað ekki. Ég á þriggja ára dóttur. Bara það að fara í einfalda læknisskoðun finnst henni erfitt og það veldur henni vanlíðan. Ég útskýri alltaf fyrir henni að það sé nauðsynlegt, vegna þess að það er það sem foreldrar gera. Við útskýrum fyrir börnunum okkar að þau inngrip sem þau þurfa að þola séu mikilvæg og að þeim muni líða betur á eftir. Börnin okkar treysta okkur og við treystum því jafnframt að börnin okkar séu ekki látin þjást að óþörfu. Lítil börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, t.d. óræð ytri kynfæri, eru látin ganga í gegnum ónauðsynlegar skurðaðgerðir hér á landi. Þau þjást að óþörfu. Eins og fram hefur komið í skýrslu Amnesty International um stöðu intersex fólks á Íslandi er stór hluti þessara aðgerða fyrst og fremst gerður á grundvelli félagslegra hugmynda um það hvernig líkamar eiga að líta út. Inngripin snúast m.ö.o. ekki um líkamlegt heilbrigði, heldur að láta börn passa inn í kynjakassa samfélagsins. Tekin er ákvörðun um það hvoru kyninu barnið á að tilheyra og líkama þess síðan breytt til samræmis við það, löngu áður en barnið sjálft getur haft nokkuð um málið að segja. Þetta er gert þrátt fyrir að flest intersex fólk sé fullkomlega heilbrigt. Þegar intersex fólk glímir við heilsufarsvandamál sem krefjast læknisfræðilegra inngripa er á sama tíma gjarnan gripið til róttækra inngripa sem ekki er hægt að rökstyðja á grundvelli heilsufars. Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. Á meðan íslensk stjórnvöld draga lappirnar í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni samþykkti Evrópuþingið þingsályktun á dögunum þar sem ónauðsynleg inngrip í líkama intersex fólks eru fordæmd. Þeim tilmælum var jafnframt beint til aðildarríkja Evrópusambandsins að smíða lög til verndar þessum hópi. Frumvarp um kynrænt sjálfræði, eins og það lítur út núna, tryggir rétt fullorðinna til líkamlegrar friðhelgi en því miður ekki hinn sama rétt barna. Barna sem ekki geta tjáð sig um þau inngrip sem þau sæta. Ef stjórnvöld vilja endilega efna til víðtæks samráðs um löggjöf til verndar intersex fólki blasir við að best væri að banna öll óþörf og óafturkræf inngrip í líkama barna á meðan samráðinu stendur. Það er það minnsta sem við getum gert. Intersex fólk er fólk sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni en þessi breytileiki getur verið af ýmsum toga. Við bendum foreldrum intersex barna eða foreldrum sem telja sig eiga intersex barn á að alltaf er hægt að hafa samband við Intersex Ísland og Samtökin ´78 og leita ráðgjafar. Þið eruð ekki ein. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fljótlega kemur frumvarp um kynrænt sjálfræði á dagskrá Alþingis. Í drögunum sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda var upphaflegt ákvæði um bann við óafturkræfum skurðaðgerðum á kynfærum barna látið fjúka, en í stað þess á að skipa samráðshóp um efnið. Þetta eru mikil vonbrigði, enda þýðir þetta að langt er að bíða þar til löngu tímabærar breytingar nást fram. Á meðan fremjum við mannréttindabrot á litlum börnum. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þegar málefni intersex fólks eru rædd, þá erum við að tala um alvöru börn og alvöru fjölskyldur. Á Íslandi dagsins í dag eru fullkomlega heilbrigð smábörn látin ganga í gegnum oft endurteknar aðgerðir á kynfærum með öllum þeim sársauka, óvissu og áhættu sem þeim fylgja. Þetta eru lítil börn sem hafa ekki rödd í samfélaginu og engar forsendur til þess að ákveða hvað er gert við þau og hvað ekki. Ég á þriggja ára dóttur. Bara það að fara í einfalda læknisskoðun finnst henni erfitt og það veldur henni vanlíðan. Ég útskýri alltaf fyrir henni að það sé nauðsynlegt, vegna þess að það er það sem foreldrar gera. Við útskýrum fyrir börnunum okkar að þau inngrip sem þau þurfa að þola séu mikilvæg og að þeim muni líða betur á eftir. Börnin okkar treysta okkur og við treystum því jafnframt að börnin okkar séu ekki látin þjást að óþörfu. Lítil börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, t.d. óræð ytri kynfæri, eru látin ganga í gegnum ónauðsynlegar skurðaðgerðir hér á landi. Þau þjást að óþörfu. Eins og fram hefur komið í skýrslu Amnesty International um stöðu intersex fólks á Íslandi er stór hluti þessara aðgerða fyrst og fremst gerður á grundvelli félagslegra hugmynda um það hvernig líkamar eiga að líta út. Inngripin snúast m.ö.o. ekki um líkamlegt heilbrigði, heldur að láta börn passa inn í kynjakassa samfélagsins. Tekin er ákvörðun um það hvoru kyninu barnið á að tilheyra og líkama þess síðan breytt til samræmis við það, löngu áður en barnið sjálft getur haft nokkuð um málið að segja. Þetta er gert þrátt fyrir að flest intersex fólk sé fullkomlega heilbrigt. Þegar intersex fólk glímir við heilsufarsvandamál sem krefjast læknisfræðilegra inngripa er á sama tíma gjarnan gripið til róttækra inngripa sem ekki er hægt að rökstyðja á grundvelli heilsufars. Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. Á meðan íslensk stjórnvöld draga lappirnar í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni samþykkti Evrópuþingið þingsályktun á dögunum þar sem ónauðsynleg inngrip í líkama intersex fólks eru fordæmd. Þeim tilmælum var jafnframt beint til aðildarríkja Evrópusambandsins að smíða lög til verndar þessum hópi. Frumvarp um kynrænt sjálfræði, eins og það lítur út núna, tryggir rétt fullorðinna til líkamlegrar friðhelgi en því miður ekki hinn sama rétt barna. Barna sem ekki geta tjáð sig um þau inngrip sem þau sæta. Ef stjórnvöld vilja endilega efna til víðtæks samráðs um löggjöf til verndar intersex fólki blasir við að best væri að banna öll óþörf og óafturkræf inngrip í líkama barna á meðan samráðinu stendur. Það er það minnsta sem við getum gert. Intersex fólk er fólk sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni en þessi breytileiki getur verið af ýmsum toga. Við bendum foreldrum intersex barna eða foreldrum sem telja sig eiga intersex barn á að alltaf er hægt að hafa samband við Intersex Ísland og Samtökin ´78 og leita ráðgjafar. Þið eruð ekki ein. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun