Repúblikanar á þingi fara gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 21:00 Starfsmaður Hvíta hússins segir að Trump muni ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn honum. AP/Evan Vucci Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld að fella niður neyðarástandsyfirlýsingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni en tólf þingmenn flokksins gengu til liðs við Demókrata og greiddu atkvæði með frumvarpinu. Niðurstaðan var 59-41. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta. Áður hafði frumvarpið verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er með meirihluta. Þessi uppreisn þingmanna Repúblikanaflokksins gegn forsetanum veldur því að hann mun þurfa að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn. Trump sat ekki á viðbrögðum sínum eftir að atkvæðagreiðslunni í öldungadeildinni lauk.VETO! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2019 Hann bætti svo við öðru tísti þar sem hann sagðist hlakka til að beita neitunarvaldinu gegn frumvarpi Demókrata. Hann fór því næst með þau ósannindi að ef hann myndi ekki beita neitunarvaldi myndi frumvarpið valda því að landamæri Bandaríkjanna og myndu opnast upp á gátt, að glæpum myndi fjölga, meiri fíkniefni yrðu flutt til Bandaríkjanna og fólk yrði smyglað yfir landamærin í meira magni.Þá sagðist Trump þakka þeim „sterku Repúblikönum“ sem hafi kosið að styðja við öryggi á landamærunum og byggingu múrs þar. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sagði háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, samkvæmt AP fréttaveitunni, að forsetinn myndi ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá sérstaklega þegar kæmi að fjáröflun eða annars konar hjálp fyrir kosningar.Þingkonan Susan Collins, sem stendur frammi fyrir kosningum á næsta ári, sagðist vera viss um að Trump yrði ekki ánægður með atkvæði hennar. Hún væri þó þingmaður og starf hennar væri að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Nokkrir Repúblikanar sem sögðust vera á móti neyðarástandsyfirlýsingu Trump tóku þó þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Politico segir málið niðurlægjandi fyrir Hvíta húsið, sem hafi varið miklu púðri í viðræður við þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Viðræðurnar gengu þó ekki upp.Þá er það einnig niðurlægjandi með tilliti til þess að í gær samþykkti þingið einnig að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu í stríðinu í Jemen. Trump hefur einnig heitið því að beita neitunarvaldi gegn því frumvarpi, en ríkisstjórn hans hefur veitt Sádum mikinn stuðning. Tveir þriðju þingmanna beggja þingdeilda þurfa að greiða atkvæði með frumvörpum svo forsetinn geti ekki beitt neitunarvaldi sínu gegn þeim. Bæði frumvarpinu fengu ekki þann fjölda atkvæða sem til þarf. Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár og því lýsti hann yfir neyðarástandi svo hann gæti sótt fé í neyðarsjóði hersins til að reisa múr á landamærunum. Forsetar Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi 58 sinnum frá því lög þar að lútandi voru sett árið 1976. Þetta er þó í fyrsta sinn sem það er gert með því markmiði að nálgast fjármuni sem þingið hefur neitað að veita forsetaembættinu. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld að fella niður neyðarástandsyfirlýsingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni en tólf þingmenn flokksins gengu til liðs við Demókrata og greiddu atkvæði með frumvarpinu. Niðurstaðan var 59-41. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta. Áður hafði frumvarpið verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er með meirihluta. Þessi uppreisn þingmanna Repúblikanaflokksins gegn forsetanum veldur því að hann mun þurfa að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn. Trump sat ekki á viðbrögðum sínum eftir að atkvæðagreiðslunni í öldungadeildinni lauk.VETO! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2019 Hann bætti svo við öðru tísti þar sem hann sagðist hlakka til að beita neitunarvaldinu gegn frumvarpi Demókrata. Hann fór því næst með þau ósannindi að ef hann myndi ekki beita neitunarvaldi myndi frumvarpið valda því að landamæri Bandaríkjanna og myndu opnast upp á gátt, að glæpum myndi fjölga, meiri fíkniefni yrðu flutt til Bandaríkjanna og fólk yrði smyglað yfir landamærin í meira magni.Þá sagðist Trump þakka þeim „sterku Repúblikönum“ sem hafi kosið að styðja við öryggi á landamærunum og byggingu múrs þar. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sagði háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, samkvæmt AP fréttaveitunni, að forsetinn myndi ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá sérstaklega þegar kæmi að fjáröflun eða annars konar hjálp fyrir kosningar.Þingkonan Susan Collins, sem stendur frammi fyrir kosningum á næsta ári, sagðist vera viss um að Trump yrði ekki ánægður með atkvæði hennar. Hún væri þó þingmaður og starf hennar væri að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Nokkrir Repúblikanar sem sögðust vera á móti neyðarástandsyfirlýsingu Trump tóku þó þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Politico segir málið niðurlægjandi fyrir Hvíta húsið, sem hafi varið miklu púðri í viðræður við þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Viðræðurnar gengu þó ekki upp.Þá er það einnig niðurlægjandi með tilliti til þess að í gær samþykkti þingið einnig að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu í stríðinu í Jemen. Trump hefur einnig heitið því að beita neitunarvaldi gegn því frumvarpi, en ríkisstjórn hans hefur veitt Sádum mikinn stuðning. Tveir þriðju þingmanna beggja þingdeilda þurfa að greiða atkvæði með frumvörpum svo forsetinn geti ekki beitt neitunarvaldi sínu gegn þeim. Bæði frumvarpinu fengu ekki þann fjölda atkvæða sem til þarf. Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár og því lýsti hann yfir neyðarástandi svo hann gæti sótt fé í neyðarsjóði hersins til að reisa múr á landamærunum. Forsetar Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi 58 sinnum frá því lög þar að lútandi voru sett árið 1976. Þetta er þó í fyrsta sinn sem það er gert með því markmiði að nálgast fjármuni sem þingið hefur neitað að veita forsetaembættinu.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44
Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16