Breskur fyrrverandi hermaður ákærður vegna blóðuga sunnudagsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 13:32 Fjölskyldur þeirra sem voru myrtir á blóðuga sunnudeginum kröfðust réttlætis fyrir þá í Derry í dag. Vísir/Getty Saksóknarar á Bretland telja nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra fyrrverandi hermann fyrir morð á tveimur mönnum á mótmælum á Norður-Írlandi á svonefndum „blóðuga sunnudeginum“ árið 1972. Hermaðurinn fyrrverandi verður einnig ákærður fyrir að reyna að drepa fjóra aðra mótmælendur. Breskir hermenn skutu þrettán manns til bana á mótmælum í Derry á Norður-Írlandi 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur gengið undir nafninu „blóðugi sunnudagurinn“ síðan. Ákæran sem tilkynnt var um í dag er á hendur ónefndum breskum hermanni vegna morðsins á James Wray og William McKinney. Saksóknararnir sögðu ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að ákæra sextán aðra hermenn og tvo liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Liam Wray, bróðir James, sagði fjölskyldunni létt en að hann sé hryggur vegna ættingja þeirra sem fá réttlætinu ekki fullnægt. „Það eru margir sorgmæddir og hryggbrotnir í dag,“ sagði hann. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að stjórnvöld muni greiða lögfræðikostnað hermannsins og halda honum uppi. „Við stöndum í skuld við þessa hermenn sem þjónuðu af hugrekki og sæmd til að koma á friði á Norður-Írlandi. Velferð þessar fyrrverandi hermanna er gríðarlega mikilvæg,“ sagði Williamson. Breski herinn hefur sagt að 21 hermaður hafi skotið 108 skotum þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum. Mótmælendurnir höfðu kastað grjóti að hermönnunum þegar þeir reyndu að beina þeim annað. Fjórtán manns féllu af þeim 28 sem voru skotnir. Fjölskyldur þeirra látnu töldu opinbera rannsókn sem var gerð á sínum tíma hvítþvott fyrir herinn. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét rannsaka atburðina aftur árið 1998. Í fimm þúsund blaðsíðna skýrslu Saville lávarðs kom fram að enginn þeirra sem létust hefðu ógnað lífi eða limum og að hermennirnir hefðu misst stjórn á sér. Tuttugu sakborningar voru nefndir í tilvísun Saville til saksóknara en rannsókn hans tók tólf ár. Átján þeirra voru fyrrverandi hermenn en einn þeirra lést í fyrra. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framferði hermannanna árið 2010. Bretland Írland Norður-Írland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Saksóknarar á Bretland telja nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra fyrrverandi hermann fyrir morð á tveimur mönnum á mótmælum á Norður-Írlandi á svonefndum „blóðuga sunnudeginum“ árið 1972. Hermaðurinn fyrrverandi verður einnig ákærður fyrir að reyna að drepa fjóra aðra mótmælendur. Breskir hermenn skutu þrettán manns til bana á mótmælum í Derry á Norður-Írlandi 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur gengið undir nafninu „blóðugi sunnudagurinn“ síðan. Ákæran sem tilkynnt var um í dag er á hendur ónefndum breskum hermanni vegna morðsins á James Wray og William McKinney. Saksóknararnir sögðu ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að ákæra sextán aðra hermenn og tvo liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Liam Wray, bróðir James, sagði fjölskyldunni létt en að hann sé hryggur vegna ættingja þeirra sem fá réttlætinu ekki fullnægt. „Það eru margir sorgmæddir og hryggbrotnir í dag,“ sagði hann. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að stjórnvöld muni greiða lögfræðikostnað hermannsins og halda honum uppi. „Við stöndum í skuld við þessa hermenn sem þjónuðu af hugrekki og sæmd til að koma á friði á Norður-Írlandi. Velferð þessar fyrrverandi hermanna er gríðarlega mikilvæg,“ sagði Williamson. Breski herinn hefur sagt að 21 hermaður hafi skotið 108 skotum þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum. Mótmælendurnir höfðu kastað grjóti að hermönnunum þegar þeir reyndu að beina þeim annað. Fjórtán manns féllu af þeim 28 sem voru skotnir. Fjölskyldur þeirra látnu töldu opinbera rannsókn sem var gerð á sínum tíma hvítþvott fyrir herinn. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét rannsaka atburðina aftur árið 1998. Í fimm þúsund blaðsíðna skýrslu Saville lávarðs kom fram að enginn þeirra sem létust hefðu ógnað lífi eða limum og að hermennirnir hefðu misst stjórn á sér. Tuttugu sakborningar voru nefndir í tilvísun Saville til saksóknara en rannsókn hans tók tólf ár. Átján þeirra voru fyrrverandi hermenn en einn þeirra lést í fyrra. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framferði hermannanna árið 2010.
Bretland Írland Norður-Írland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira