Sterk Southampton áhrif í tveimur flottum útisigrum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 14. mars 2019 15:30 Sadio Mane fagnar öðru af mörkum sínum í gær. Getty/Chris Brunskill Southampton er ekki beint lið sem þú tengir við Meistaradeildina enda lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana. Menn eru samt að tala um Southampton eftir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ástæðan er frábær frammistaða leikmanna sem voru einu sinni í herbúðum enska félagsins. Tveir af athyglisverðustu sigrum sextán liða úrslitanna voru 4-1 sigur Ajax á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Madrid og 3-1 sigur Liverpool á Bayern München á Allianz Arena í München. Í báðum þessum leikjum voru fyrrum leikmenn Southampton liðsins í aðalhlutverki.Saints alumni in the #UCL round of 16 second leg matches: vs. Real Madrid at the Bernabéu Dusan Tadić Dusan Tadić Dusan Tadić vs. Bayern at the Allianz Arena Sadio Mané Van Dijk Van Dijk Sadio Mané Cheers, @SouthamptonFC. pic.twitter.com/GD3SQeqE2z — Squawka Football (@Squawka) March 13, 2019Serbinn Dusan Tadic lék í fjögur ár með Southampton frá 2014 til 2018. Hollenska félagið Ajax keypti hann frá Southampton í júní síðastliðnum. Tadic átti stórkostlegan leik á Bernabéu þar sem Ajax kom flestum á óvart með sannfærandi sigri á þreföldum Evrópumeisturum. Tadic skoraði eitt mark sjálfur og átti einnig tvær stoðsendingar. Fyrrum leikmenn Southampton voru líka í aðalhlutverki í 3-1 sigri Liverpool á Bayern München í gærkvöldi. Þar voru á ferðinni þeir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Sadio Mané skoraði tvö mörk í leiknum þar af það fyrra eftir stoðsendingu frá Virgil van Dijk. Van Dijk skoraði síðan mjög mikilvægt mark sjálfur þegar hann kom Liverpool í 2-1 í seinni hálfleiknum. Liverpool keypti Sadio Mané frá Southampton í júní 2016 en Senegalinn hafði leikið með Southampton í tvö tímabil. Liverpool keypti Virgil van Dijk í janúar 2018 en miðvörðurinn öflugi spilaði með Southampton frá 2015 til 2017. Kaupin á Sadio Mané og Virgil van Dijk eru bæði í hópi þeirra bestu hjá félaginu undanfarin ár. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Sjá meira
Southampton er ekki beint lið sem þú tengir við Meistaradeildina enda lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana. Menn eru samt að tala um Southampton eftir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ástæðan er frábær frammistaða leikmanna sem voru einu sinni í herbúðum enska félagsins. Tveir af athyglisverðustu sigrum sextán liða úrslitanna voru 4-1 sigur Ajax á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Madrid og 3-1 sigur Liverpool á Bayern München á Allianz Arena í München. Í báðum þessum leikjum voru fyrrum leikmenn Southampton liðsins í aðalhlutverki.Saints alumni in the #UCL round of 16 second leg matches: vs. Real Madrid at the Bernabéu Dusan Tadić Dusan Tadić Dusan Tadić vs. Bayern at the Allianz Arena Sadio Mané Van Dijk Van Dijk Sadio Mané Cheers, @SouthamptonFC. pic.twitter.com/GD3SQeqE2z — Squawka Football (@Squawka) March 13, 2019Serbinn Dusan Tadic lék í fjögur ár með Southampton frá 2014 til 2018. Hollenska félagið Ajax keypti hann frá Southampton í júní síðastliðnum. Tadic átti stórkostlegan leik á Bernabéu þar sem Ajax kom flestum á óvart með sannfærandi sigri á þreföldum Evrópumeisturum. Tadic skoraði eitt mark sjálfur og átti einnig tvær stoðsendingar. Fyrrum leikmenn Southampton voru líka í aðalhlutverki í 3-1 sigri Liverpool á Bayern München í gærkvöldi. Þar voru á ferðinni þeir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Sadio Mané skoraði tvö mörk í leiknum þar af það fyrra eftir stoðsendingu frá Virgil van Dijk. Van Dijk skoraði síðan mjög mikilvægt mark sjálfur þegar hann kom Liverpool í 2-1 í seinni hálfleiknum. Liverpool keypti Sadio Mané frá Southampton í júní 2016 en Senegalinn hafði leikið með Southampton í tvö tímabil. Liverpool keypti Virgil van Dijk í janúar 2018 en miðvörðurinn öflugi spilaði með Southampton frá 2015 til 2017. Kaupin á Sadio Mané og Virgil van Dijk eru bæði í hópi þeirra bestu hjá félaginu undanfarin ár.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Sjá meira