Besta sem hann hefur séð til Liverpool á síðastliðnu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 10:00 Sadio Mane skorar fyrra mark sitt í gær á stórglæsilegan hátt. Getty/Craig Mercer Knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, sem þekkir mjög vel til hjá Liverpool, var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins á móti Bayern München á Allianz Arena í München í gær. Mark Lawrenson vann þrettán titla með Liverpool á níunda áratugnum þar á meðal Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 og enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann hefur unnið fyrir BBC undanfarin ár. Lawrenson fór yfir leik Liverpool í gærkvöldi en enska liðið vann þá 3-1 útisigur á Bayern München og tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.“The best I have seen them play in the past year.” Mark Lawrenson’s thoughts on Liverpool’s Champions League winhttps://t.co/6JPPGzEFBWpic.twitter.com/iYGpoqixpA — BBC Sport (@BBCSport) March 14, 2019„Frammistaða Liverpool liðsins í seinni hálfleiknum í München var sú besta sem ég hef séð til liðsins á síðastliðnu ári og þá tel ég með sigurleikina sem komu Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra,“ segir Mark Lawrenson í pistli sínum. „Jurgen Klopp var með réttu taktíkina og Liverpool liðið gerði allt sem það þurfti að gera þessar 45 mínútur. Í stöðunni 1-1 í hálfleik var allt í jafnvægi ennþá. Ég hafði smá áhyggjur af Bayern væri að komast betur inn í leikinn rétt fyrir hálfleik en Klopp þétti vörnina í hálfleik og liðið ógnaði líka meira á hinum enda vallarins,“ skrifaði Lawrenson. „Virgil van Dijk var með enn eina klassaframmistöðuna og skoraði síðan þetta mikilvæga annað mark líka. Það var enginn að fara að stoppa hann þegar réðist á hornspyrnu James Milner. Sadio Mane var líka frábær í framlínunni en hann var ekki sá eini,“ skrifaði Lawrenson. „Mikið hefur verið fjallað um form Liverpool liðsins að undanförnu og þeir voru bara venjulegir á Old Trafford og Goodison Park. Í þessum leik sýndu þeir aftur á móti hversu erfiðir þeir eru við að eiga,“ skrifaði Lawrenson. „Þetta var stórkostleg frammistaða en um leið allt öðru vísi en sóknarveislan sem liðið bauð upp á síðasta tímabili. Þá þurfti Liverpool að skora nóg af mörkum af því þeir voru veikir fyrir í vörninni,“ sagði Lawrenson og bætti við: „Frammistaða liðsins á miðvikudagskvöldið var meira í takt við þá sem bestu liðin í álfunni sýna. Þá á ég við hvernig þeir tóku öll völd í leik á móti erfiðum mótherja og komust þægilega áfram.,“ skrifaði Lawrenson. Það má lesa allan pistil Mark Lawrenson með því að smella hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07 Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00 Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, sem þekkir mjög vel til hjá Liverpool, var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins á móti Bayern München á Allianz Arena í München í gær. Mark Lawrenson vann þrettán titla með Liverpool á níunda áratugnum þar á meðal Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 og enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann hefur unnið fyrir BBC undanfarin ár. Lawrenson fór yfir leik Liverpool í gærkvöldi en enska liðið vann þá 3-1 útisigur á Bayern München og tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.“The best I have seen them play in the past year.” Mark Lawrenson’s thoughts on Liverpool’s Champions League winhttps://t.co/6JPPGzEFBWpic.twitter.com/iYGpoqixpA — BBC Sport (@BBCSport) March 14, 2019„Frammistaða Liverpool liðsins í seinni hálfleiknum í München var sú besta sem ég hef séð til liðsins á síðastliðnu ári og þá tel ég með sigurleikina sem komu Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra,“ segir Mark Lawrenson í pistli sínum. „Jurgen Klopp var með réttu taktíkina og Liverpool liðið gerði allt sem það þurfti að gera þessar 45 mínútur. Í stöðunni 1-1 í hálfleik var allt í jafnvægi ennþá. Ég hafði smá áhyggjur af Bayern væri að komast betur inn í leikinn rétt fyrir hálfleik en Klopp þétti vörnina í hálfleik og liðið ógnaði líka meira á hinum enda vallarins,“ skrifaði Lawrenson. „Virgil van Dijk var með enn eina klassaframmistöðuna og skoraði síðan þetta mikilvæga annað mark líka. Það var enginn að fara að stoppa hann þegar réðist á hornspyrnu James Milner. Sadio Mane var líka frábær í framlínunni en hann var ekki sá eini,“ skrifaði Lawrenson. „Mikið hefur verið fjallað um form Liverpool liðsins að undanförnu og þeir voru bara venjulegir á Old Trafford og Goodison Park. Í þessum leik sýndu þeir aftur á móti hversu erfiðir þeir eru við að eiga,“ skrifaði Lawrenson. „Þetta var stórkostleg frammistaða en um leið allt öðru vísi en sóknarveislan sem liðið bauð upp á síðasta tímabili. Þá þurfti Liverpool að skora nóg af mörkum af því þeir voru veikir fyrir í vörninni,“ sagði Lawrenson og bætti við: „Frammistaða liðsins á miðvikudagskvöldið var meira í takt við þá sem bestu liðin í álfunni sýna. Þá á ég við hvernig þeir tóku öll völd í leik á móti erfiðum mótherja og komust þægilega áfram.,“ skrifaði Lawrenson. Það má lesa allan pistil Mark Lawrenson með því að smella hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07 Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00 Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07
Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00
Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30