Óhjákvæmilegt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:00 Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi. Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé. Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af. Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn. kvót: Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi. Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé. Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af. Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn. kvót: Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun