Kvenréttindakonur dregnar fyrir dóm í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2019 10:26 Sádiarabísk stjórnvöld hafa reynt að bæta ímynd sína, meðal annars með því að leyfa konum að keyra. Skömmu áður en banninu var aflétt handtóku þau konur sem kröfðust aukinna réttinda. Vísir/EPA Um tíu konur sem barist hafa fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu komu fyrir sakadóm í Ríad þar sem þeim voru kynntar ákærur í dag. Yfirvöld hafa haldið konunum frá því að þær voru handteknar í fyrra. Mál kvennanna hefur vakið gagnrýni á stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu.Reuters-fréttastofan segir að fréttamönnum og erindrekum hafi verið bannað að fylgjast með þinghaldinu í dag. Konurnar voru handteknar í maí í fyrra, skömmu áður en banni við því að konur ækju bílum var aflétt. Andófsfólk í Sádi-Arabíu hefur fullyrt að konurnar hafi sætt illri meðferð í fangelsi. Einhverjar þeirra hafi verið í einangrun og þær pyntaðar. Sádar hafa hafnað þeim ásökunum. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja þar sem handtökum og varðhaldi kvennanna og annars baráttufólks fyrir mannréttindum var mótmælt í síðustu viku. Hvöttu ríkin Sáda til að sleppa fólkinu. Í augum sádiarabískra stjórnvalda höfðu konurnar meðal annars það sér til saka unnið að hafa mótmælt akstursbanninu og því fyrirkomulagi að karlmenn fari með forráð yfir konum. Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Um tíu konur sem barist hafa fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu komu fyrir sakadóm í Ríad þar sem þeim voru kynntar ákærur í dag. Yfirvöld hafa haldið konunum frá því að þær voru handteknar í fyrra. Mál kvennanna hefur vakið gagnrýni á stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu.Reuters-fréttastofan segir að fréttamönnum og erindrekum hafi verið bannað að fylgjast með þinghaldinu í dag. Konurnar voru handteknar í maí í fyrra, skömmu áður en banni við því að konur ækju bílum var aflétt. Andófsfólk í Sádi-Arabíu hefur fullyrt að konurnar hafi sætt illri meðferð í fangelsi. Einhverjar þeirra hafi verið í einangrun og þær pyntaðar. Sádar hafa hafnað þeim ásökunum. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja þar sem handtökum og varðhaldi kvennanna og annars baráttufólks fyrir mannréttindum var mótmælt í síðustu viku. Hvöttu ríkin Sáda til að sleppa fólkinu. Í augum sádiarabískra stjórnvalda höfðu konurnar meðal annars það sér til saka unnið að hafa mótmælt akstursbanninu og því fyrirkomulagi að karlmenn fari með forráð yfir konum.
Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51