Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 22:30 Elínborg segir mótmælendur vera um 50 talsins núna en hún giskar á að þau hafi verið um 200 þegar mest var um klukkan fimm í dag. Vísir/Vilhelm Mótmælendur, sem hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi, ætla að gista á Austurvelli í nótt á dýnum og í svefnpokum, en ekki í tjöldum. Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Elínborg segir þau hafa verið látin afskiptalaus í dag. „Við erum í góðum gír að dansa og drekka kaffi. Einhverjir eru að tefla og spila fótbolta,“ segir Elínborg. Hún segir að tónlistin verði líklegast spiluð áfram þar til þau megi það ekki lengur og þá ætli mótmælendur að gista á Austurvelli. Að þessu sinni eru engin tjöld á staðnum og munu þau sofa undir berum himni. „Þetta gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa,“ segir Elínborg. Þá segir hún að vegna kuldans standi til að sofa í vöktum á Austurvelli svo fólk geti horfið frá og yljað sér.Elínborg segir mótmælendur vera um 50 talsins núna en hún giskar á að þau hafi verið um 200 þegar mest var um klukkan fimm í dag. Hún segir þeim hafa verið sýnd ótrúlega mikla samstöðu, þvert á alla aldurshópa. Fólk sem hafi aldreið unnið með þeim áður hafi boðið fram hjálp sína, dýnur, svefnpoka, mat og fleira. Flóttamenn Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar undrast framgöngu lögreglu á Austurvelli Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er undrandi á viðbrögðum lögreglu gagnvart hópi mótmælenda á Austurvelli í dag. 12. mars 2019 01:14 Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14 Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknir Harka hefur færst í mótmælin við Austurvöll. 11. mars 2019 18:26 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Lögregla handtók tvo í mótmælum á Austurvelli fyrr í dag. 11. mars 2019 21:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Sjá meira
Mótmælendur, sem hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi, ætla að gista á Austurvelli í nótt á dýnum og í svefnpokum, en ekki í tjöldum. Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Elínborg segir þau hafa verið látin afskiptalaus í dag. „Við erum í góðum gír að dansa og drekka kaffi. Einhverjir eru að tefla og spila fótbolta,“ segir Elínborg. Hún segir að tónlistin verði líklegast spiluð áfram þar til þau megi það ekki lengur og þá ætli mótmælendur að gista á Austurvelli. Að þessu sinni eru engin tjöld á staðnum og munu þau sofa undir berum himni. „Þetta gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa,“ segir Elínborg. Þá segir hún að vegna kuldans standi til að sofa í vöktum á Austurvelli svo fólk geti horfið frá og yljað sér.Elínborg segir mótmælendur vera um 50 talsins núna en hún giskar á að þau hafi verið um 200 þegar mest var um klukkan fimm í dag. Hún segir þeim hafa verið sýnd ótrúlega mikla samstöðu, þvert á alla aldurshópa. Fólk sem hafi aldreið unnið með þeim áður hafi boðið fram hjálp sína, dýnur, svefnpoka, mat og fleira.
Flóttamenn Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar undrast framgöngu lögreglu á Austurvelli Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er undrandi á viðbrögðum lögreglu gagnvart hópi mótmælenda á Austurvelli í dag. 12. mars 2019 01:14 Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14 Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknir Harka hefur færst í mótmælin við Austurvöll. 11. mars 2019 18:26 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Lögregla handtók tvo í mótmælum á Austurvelli fyrr í dag. 11. mars 2019 21:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar undrast framgöngu lögreglu á Austurvelli Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er undrandi á viðbrögðum lögreglu gagnvart hópi mótmælenda á Austurvelli í dag. 12. mars 2019 01:14
Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32
Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14
Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknir Harka hefur færst í mótmælin við Austurvöll. 11. mars 2019 18:26
Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15
Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Lögregla handtók tvo í mótmælum á Austurvelli fyrr í dag. 11. mars 2019 21:56