Engin loðnuveiði á þessari vertíð og gríðarlegt tjón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. mars 2019 19:00 Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Hafrannsóknarstofnun hefur frá því í janúar staðið fyrir mestu leit frá upphafi á loðnu á Íslandsmiðum í samstarfi við útgerðarfyrirtæki. Í gær var ákveðið að hætta leitinni og engar veiðiheimildir verða gefnar út. „Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Hafrannsóknarstofnun mun ekki mæla með neinum veiðum á loðnum. Það þarf eitthvað verulega nýtt að gerast til að það verði leyft. Sú leit sem var fyrir suðurströndinni, fyrir norðan og útaf Vestfjörðum síðustu tvær vikur og lauk í gær breytir ekki þeirri mynd sem við höfum áður líst að ástand loðnustofnsins er mjög slæmt og þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til að Hafrannsóknarstofnun mæli með nokkrum veiðum út þessa vertíð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknarstofnunar. Útgerðafélög um allt land hafa fylgst vel með í þeirri von að eitthvað finnist en nú er sú von úti. Um er að ræða félög eins og HB Granda á Vopnafirði og Akranesi, Síldarvinnsluna á Neskaupsstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði, Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ísfélagið í Vestmanneyjum og Vinnslustöðina í Vestmanneyjum. Þorsteinn Sigurðsson segir tjónið hlaupa á milljörðum. „Aflaverðmætið hleypur á milljörðum eða tugum milljarða en það sem við erum að horfa meira til eru áhrifin á vistkerfið í sjónum kringum landið,“ segir Þorsteinn.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón. „Fyrir þessi fyrirtæki sem byggja á uppsjávarveiðum þá er loðnan hvað þýðingarmest í rekstri félaganna. Loðnan er næstverðmætasta tegund Íslands. Þessi fyrirtæki hafa verið að verið að veiða loðnu fyrir á annan tug milljarða króna á ári sem hefur skilað þjóðarbúin 3-5 milljarða þannig að tjónið er gríðarlegt,“ segir hann. Mikilvægt sé að vita hvað sé að gerast í vistkerfinu. „Hafrannsóknarstofnun og stjórnvöld þurfa að setjast niður og velta fyrir sér með hvaða hætti á að skipa rannsóknum á loðnustofninum í framhaldinu. Því það er alveg ljóst að við höfum engan veginn næga vitnesku um hvað er að eiga sér stað í hafinu. Þetta er það mikil undirstaða fyrir lífríkið að við verðum að vita hvað er að eiga sér stað“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Hafrannsóknarstofnun hefur frá því í janúar staðið fyrir mestu leit frá upphafi á loðnu á Íslandsmiðum í samstarfi við útgerðarfyrirtæki. Í gær var ákveðið að hætta leitinni og engar veiðiheimildir verða gefnar út. „Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Hafrannsóknarstofnun mun ekki mæla með neinum veiðum á loðnum. Það þarf eitthvað verulega nýtt að gerast til að það verði leyft. Sú leit sem var fyrir suðurströndinni, fyrir norðan og útaf Vestfjörðum síðustu tvær vikur og lauk í gær breytir ekki þeirri mynd sem við höfum áður líst að ástand loðnustofnsins er mjög slæmt og þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til að Hafrannsóknarstofnun mæli með nokkrum veiðum út þessa vertíð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknarstofnunar. Útgerðafélög um allt land hafa fylgst vel með í þeirri von að eitthvað finnist en nú er sú von úti. Um er að ræða félög eins og HB Granda á Vopnafirði og Akranesi, Síldarvinnsluna á Neskaupsstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði, Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ísfélagið í Vestmanneyjum og Vinnslustöðina í Vestmanneyjum. Þorsteinn Sigurðsson segir tjónið hlaupa á milljörðum. „Aflaverðmætið hleypur á milljörðum eða tugum milljarða en það sem við erum að horfa meira til eru áhrifin á vistkerfið í sjónum kringum landið,“ segir Þorsteinn.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón. „Fyrir þessi fyrirtæki sem byggja á uppsjávarveiðum þá er loðnan hvað þýðingarmest í rekstri félaganna. Loðnan er næstverðmætasta tegund Íslands. Þessi fyrirtæki hafa verið að verið að veiða loðnu fyrir á annan tug milljarða króna á ári sem hefur skilað þjóðarbúin 3-5 milljarða þannig að tjónið er gríðarlegt,“ segir hann. Mikilvægt sé að vita hvað sé að gerast í vistkerfinu. „Hafrannsóknarstofnun og stjórnvöld þurfa að setjast niður og velta fyrir sér með hvaða hætti á að skipa rannsóknum á loðnustofninum í framhaldinu. Því það er alveg ljóst að við höfum engan veginn næga vitnesku um hvað er að eiga sér stað í hafinu. Þetta er það mikil undirstaða fyrir lífríkið að við verðum að vita hvað er að eiga sér stað“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira