Verkfallsboðunin ákall um að SA komi með raunhæft tilboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. mars 2019 16:17 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Vísir/Stöð 2 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Að óbreyttu leggja hópbifreiðafyrirtæki á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði niður störf þann 22. mars næstkomandi. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins VR sem lauk í hádeginu. 52,25% samþykktu verkfallsaðgerðirnar en 45,33 voru á móti. Þá tóku um 2,42% félagsmanna ekki afstöðu. „Það er mjög dapurlegt til þess að hugsa að við skulum vera með tilboð í höndunum sem nær ekki einu sinni því svigrúmi sem Seðlabankinn telur vera til skiptanna til launahækkana í hagkerfinu. Það sýnir í rauninni hversu staðan er erfið fyrir okkur að fá ekki meiri áheyrn en þetta. En með þessari niðurstöðu þá skora ég á okkar viðsemjendur að koma að borðinu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ætla að vera í samfloti í verkfallsaðgerðum sínum.FBL/EyþórSterkari saman Aðspurður hvort VR eigi enn samleið með Eflingu í ljósi þess að afstaða félagsmanna VR til verkfalla er ekki eins eindregin og félagsmanna Eflingar svarar Ragnar því til að saman séu félögin sterkari. „Þessi þrýstingur sem við erum að mynda með þessum aðgerðum er fyrst og fremst til að knýja okkar viðsemjendur að borðinu. Þetta er ákall um að nú verði menn að fara að setjast niður og klára þessa kjarasamninga og Samtök atvinnulífsins verða fyrst og fremst að koma með einhver tilboð sem við getum farið að vinna með,“ segir Ragnar. Ragnar segist alveg eins hafa átt von á þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem nú liggur fyrir. Hann geri sér grein fyrir því að félagsmenn VR séu ólíkir félagsmönnum Eflingar. „Þannig að það var alveg viðbúið að það myndi standa aðeins tæpar hjá okkur en að sama skapi þá sýnir þetta hvernig lýðræðið virkar hjá VR. Við förum ekki með neitt í atkvæðagreiðslu öðruvísi en að vilja fá einhverja leiðsögn. Við erum ekki að gera þetta til að fá einhverja fyrir fram gegna niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan og auðvitað þurfum við líka að taka tillit til þeirra sem tóku afstöðu gegn því í okkar vinnu,“ segir Ragnar sem bendir á að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem fram undan er. Ragnar segir að það sé lýðræðisleg niðurstaða félagsmanna sem telji. „Ég bendi líka á að þátttakan í þessum kosningum var yfir 60% sem er fáheyrt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Ragnar sem tekur því fagnandi að félagsmennirnir komi sinni skoðun á framfæri. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Að óbreyttu leggja hópbifreiðafyrirtæki á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði niður störf þann 22. mars næstkomandi. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins VR sem lauk í hádeginu. 52,25% samþykktu verkfallsaðgerðirnar en 45,33 voru á móti. Þá tóku um 2,42% félagsmanna ekki afstöðu. „Það er mjög dapurlegt til þess að hugsa að við skulum vera með tilboð í höndunum sem nær ekki einu sinni því svigrúmi sem Seðlabankinn telur vera til skiptanna til launahækkana í hagkerfinu. Það sýnir í rauninni hversu staðan er erfið fyrir okkur að fá ekki meiri áheyrn en þetta. En með þessari niðurstöðu þá skora ég á okkar viðsemjendur að koma að borðinu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ætla að vera í samfloti í verkfallsaðgerðum sínum.FBL/EyþórSterkari saman Aðspurður hvort VR eigi enn samleið með Eflingu í ljósi þess að afstaða félagsmanna VR til verkfalla er ekki eins eindregin og félagsmanna Eflingar svarar Ragnar því til að saman séu félögin sterkari. „Þessi þrýstingur sem við erum að mynda með þessum aðgerðum er fyrst og fremst til að knýja okkar viðsemjendur að borðinu. Þetta er ákall um að nú verði menn að fara að setjast niður og klára þessa kjarasamninga og Samtök atvinnulífsins verða fyrst og fremst að koma með einhver tilboð sem við getum farið að vinna með,“ segir Ragnar. Ragnar segist alveg eins hafa átt von á þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem nú liggur fyrir. Hann geri sér grein fyrir því að félagsmenn VR séu ólíkir félagsmönnum Eflingar. „Þannig að það var alveg viðbúið að það myndi standa aðeins tæpar hjá okkur en að sama skapi þá sýnir þetta hvernig lýðræðið virkar hjá VR. Við förum ekki með neitt í atkvæðagreiðslu öðruvísi en að vilja fá einhverja leiðsögn. Við erum ekki að gera þetta til að fá einhverja fyrir fram gegna niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan og auðvitað þurfum við líka að taka tillit til þeirra sem tóku afstöðu gegn því í okkar vinnu,“ segir Ragnar sem bendir á að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem fram undan er. Ragnar segir að það sé lýðræðisleg niðurstaða félagsmanna sem telji. „Ég bendi líka á að þátttakan í þessum kosningum var yfir 60% sem er fáheyrt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Ragnar sem tekur því fagnandi að félagsmennirnir komi sinni skoðun á framfæri.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00
Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44