Edda: Að fórna eigin hamingju fyrir árangur leiðir oftast til verri árangurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 15:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir og Kelly Catlin á verðlaunapalli með liðsfélögum sínum í bandaríska hjólalandsliðinu. Samsett/Fésbók&Getty Íslensk afrekskona vekur sérstaklega athygli á örlögum bandarísku hjólakonunnar Kelly Catlin sem lést síðastliðinn föstudag en heilahristingurinn sem sú bandaríska hlaut í desember í fyrra hafði gríðarleg áhrif á andlega heilsu Kelly. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur gefið áhugasömum innsýn inn í heim íþróttakonu í fremstu röð og fer í pistlum sínum yfir andlega og líkamlega þáttinn í baráttu sinni fyrir sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ein af stærstu ástæðunum fyrir því að Edda bendir á grein um Kelly Catlin er að Edda sjálf fékk heilahristing þegar hún féll í keppni á síðasta ári. Hún þekkir það því á eigin skinni hvað það er erfitt að koma til baka eftir heilahristing.Another tragedy: USA cycling medalist Kelly Catlin dies by suicide at 23. After a recent #concussion, she developed dark, racing thoughts, bad headaches, & thoughts of self-harm. TBI/suicide link needs more attention resources from the medical community. https://t.co/1V4i6bNrtB — Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) March 11, 2019„Eins og kemur fram í greininni átta margir sig ekki á því hversu íþyngjandi og dimm áhrif heilahristingar geta haft á heilann og þær hugsanir sem koma í framhaldi. Ég upplifði samskonar erfiðleika eftir minn heilahristing í júní í fyrra og þekki aðra sem hafa sömu sögu að segja,“ skrifaði Edda. Kelly Catlin var aðeins 23 ára gömul þegar hún tók sitt eigið líf. Á ferli sínum varð hún þrefaldur heimsmeistari og vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Edda segir að Kelly hafi einnig glímt við þunglyndi, ofþjálfun, mikla fullkomnunaráráttu og samkvæmt fjölskyldunni setti hún gríðarlega mikla pressu á sig til þess að standa sig 110% í öllum þeim fjölmörgu verkefnum sem hún tók sér fyrir hendi. „Þessi lýsing á við um ótrúlega margt íþróttafólk og leiðir oft til þess að við missum afreksfólk úr íþróttum. Þessar ranghugmyndir um fullkomnun, að segja aldrei nei við neinu, og að fórna eigin hamingju fyrir árangur leiðir oftast til verri árangurs og meiri andlegum vandamálum en ella,“ skrifar Edda.Remembering Kelly Catlin: Concussion questions follow death of beloved Olympic cyclist https://t.co/8E0QTIFp7M — The Washington Post (@washingtonpost) March 11, 2019Edda tók andlega hlutann hjá sér í gegn eftir síðasta sumar og hefur hlustað meira á líkama sinn í framhaldinu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands unnu á dögunum saman að fræðslumyndböndum tengdum höfuðhöggum og heilahristingi. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum. Það er almennt séð mikil vitundarvakning hér á Íslandi sem og annars staðar yfir skelfilegum afleiðingum að gefa sér ekki tíma til að jafna sig að fullu eftir að hafa fengið heilahristing. Saga Kelly Catlin er í raun sorgarsaga um það versta sem getur gerst hjá íþróttamanni. „Þetta undirstrikar einnig að heilahristingar eru alvarleg íþróttameiðsli sem verður að vinna úr að fullu áður en þjálfun getur hafist aftur. Ef þú færð heilahristing, þó hann sé minniháttar, leitaðu aðstoðar hjá viðeigandi sérfræðingi. Þetta er lífsins alvara,“ skrifar Edda en það má finna nýjasta pistil hennar hér fyrir neðan. Ólympíuleikar Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Sjá meira
Íslensk afrekskona vekur sérstaklega athygli á örlögum bandarísku hjólakonunnar Kelly Catlin sem lést síðastliðinn föstudag en heilahristingurinn sem sú bandaríska hlaut í desember í fyrra hafði gríðarleg áhrif á andlega heilsu Kelly. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur gefið áhugasömum innsýn inn í heim íþróttakonu í fremstu röð og fer í pistlum sínum yfir andlega og líkamlega þáttinn í baráttu sinni fyrir sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ein af stærstu ástæðunum fyrir því að Edda bendir á grein um Kelly Catlin er að Edda sjálf fékk heilahristing þegar hún féll í keppni á síðasta ári. Hún þekkir það því á eigin skinni hvað það er erfitt að koma til baka eftir heilahristing.Another tragedy: USA cycling medalist Kelly Catlin dies by suicide at 23. After a recent #concussion, she developed dark, racing thoughts, bad headaches, & thoughts of self-harm. TBI/suicide link needs more attention resources from the medical community. https://t.co/1V4i6bNrtB — Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) March 11, 2019„Eins og kemur fram í greininni átta margir sig ekki á því hversu íþyngjandi og dimm áhrif heilahristingar geta haft á heilann og þær hugsanir sem koma í framhaldi. Ég upplifði samskonar erfiðleika eftir minn heilahristing í júní í fyrra og þekki aðra sem hafa sömu sögu að segja,“ skrifaði Edda. Kelly Catlin var aðeins 23 ára gömul þegar hún tók sitt eigið líf. Á ferli sínum varð hún þrefaldur heimsmeistari og vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Edda segir að Kelly hafi einnig glímt við þunglyndi, ofþjálfun, mikla fullkomnunaráráttu og samkvæmt fjölskyldunni setti hún gríðarlega mikla pressu á sig til þess að standa sig 110% í öllum þeim fjölmörgu verkefnum sem hún tók sér fyrir hendi. „Þessi lýsing á við um ótrúlega margt íþróttafólk og leiðir oft til þess að við missum afreksfólk úr íþróttum. Þessar ranghugmyndir um fullkomnun, að segja aldrei nei við neinu, og að fórna eigin hamingju fyrir árangur leiðir oftast til verri árangurs og meiri andlegum vandamálum en ella,“ skrifar Edda.Remembering Kelly Catlin: Concussion questions follow death of beloved Olympic cyclist https://t.co/8E0QTIFp7M — The Washington Post (@washingtonpost) March 11, 2019Edda tók andlega hlutann hjá sér í gegn eftir síðasta sumar og hefur hlustað meira á líkama sinn í framhaldinu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands unnu á dögunum saman að fræðslumyndböndum tengdum höfuðhöggum og heilahristingi. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum. Það er almennt séð mikil vitundarvakning hér á Íslandi sem og annars staðar yfir skelfilegum afleiðingum að gefa sér ekki tíma til að jafna sig að fullu eftir að hafa fengið heilahristing. Saga Kelly Catlin er í raun sorgarsaga um það versta sem getur gerst hjá íþróttamanni. „Þetta undirstrikar einnig að heilahristingar eru alvarleg íþróttameiðsli sem verður að vinna úr að fullu áður en þjálfun getur hafist aftur. Ef þú færð heilahristing, þó hann sé minniháttar, leitaðu aðstoðar hjá viðeigandi sérfræðingi. Þetta er lífsins alvara,“ skrifar Edda en það má finna nýjasta pistil hennar hér fyrir neðan.
Ólympíuleikar Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn