Loftslagsvá - Okkur liggur lífið á Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:15 Við verðum að bregðast við strax. Loftslagsváin sem nú steðjar að er orðin slík að tíminn er af skornum skammti. Ólíkt því sem ætla mætti þá eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda ár frá ári og árið 2018 var met-ár í sögu mannkyns. Þar erum við Íslendingar ekki undanskilin. Útblástur frá iðnaði og samgöngum á Íslandi hefur aukist verulega og er staðan orðin sú að aldrei áður í sögu þjóðar höfum við átt jafn marga bíla og keyrt eins mikið og við gerum núna. Utanlandsferðir eru fleiri en nokkru sinni áður og fátt bendir til að þessi mál muni fara að þróast í aðra átt. Í raun er þróunin sú aukin vitneskju um loftslagsáhrif og helst í hendur við að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðir opinbera aðila síðustu mánuði og ár virðast hafa lítil áhrif en kannski er það einmitt vegna þess að þær aðgerðir hafa ekki verið ekki í takt við umfang vandans. Eftir árásina á Pearl Harbour tók það bandarísku ríkisstjórnina 4 daga að umbylta öllum bílaiðnaðinum. Árið 1941 framleiddu Bandaríkin 3 milljónir bíla árlega en eftir þessa umbyltingu voru einungis framleiddir 139 bílar fram til stríðsloka. Öll orka og framleiðsla fór í þau neyðarúrræði sem bandaríska þjóðin taldi sig þurfa til þess að takast á við þá krísu sem hún fann sig skyndilega í. Ógn okkar tíma er hins vegar ekki stríð heldur loftslagsbreytingar. Stórbrotnar og öfgafullar breytingar sem ógna siðmenningu okkar og vistkerfi jarðarinnar. Gríðarlega miklar breytingar eru framundan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þeirri stöðu er það okkar hlutverk er að ákveða hvernig við bregðumst við þeim og hvaða tækifæri við sjáum í stórum breytingum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröð um málið. Fyrsti fundur verður í kvöld, þriðjudaginn 12. mars klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum. Við getum ekki leyst þessa krísu án þessa að skilgreina hana réttilega sem krísu. Viðurkennum umfang vandans því við erum að renna út á tíma. Okkur liggur lífið á. Sjáumst á Kjarvalsstöðum í kvöld.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Umhverfismál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Við verðum að bregðast við strax. Loftslagsváin sem nú steðjar að er orðin slík að tíminn er af skornum skammti. Ólíkt því sem ætla mætti þá eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda ár frá ári og árið 2018 var met-ár í sögu mannkyns. Þar erum við Íslendingar ekki undanskilin. Útblástur frá iðnaði og samgöngum á Íslandi hefur aukist verulega og er staðan orðin sú að aldrei áður í sögu þjóðar höfum við átt jafn marga bíla og keyrt eins mikið og við gerum núna. Utanlandsferðir eru fleiri en nokkru sinni áður og fátt bendir til að þessi mál muni fara að þróast í aðra átt. Í raun er þróunin sú aukin vitneskju um loftslagsáhrif og helst í hendur við að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðir opinbera aðila síðustu mánuði og ár virðast hafa lítil áhrif en kannski er það einmitt vegna þess að þær aðgerðir hafa ekki verið ekki í takt við umfang vandans. Eftir árásina á Pearl Harbour tók það bandarísku ríkisstjórnina 4 daga að umbylta öllum bílaiðnaðinum. Árið 1941 framleiddu Bandaríkin 3 milljónir bíla árlega en eftir þessa umbyltingu voru einungis framleiddir 139 bílar fram til stríðsloka. Öll orka og framleiðsla fór í þau neyðarúrræði sem bandaríska þjóðin taldi sig þurfa til þess að takast á við þá krísu sem hún fann sig skyndilega í. Ógn okkar tíma er hins vegar ekki stríð heldur loftslagsbreytingar. Stórbrotnar og öfgafullar breytingar sem ógna siðmenningu okkar og vistkerfi jarðarinnar. Gríðarlega miklar breytingar eru framundan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þeirri stöðu er það okkar hlutverk er að ákveða hvernig við bregðumst við þeim og hvaða tækifæri við sjáum í stórum breytingum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröð um málið. Fyrsti fundur verður í kvöld, þriðjudaginn 12. mars klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum. Við getum ekki leyst þessa krísu án þessa að skilgreina hana réttilega sem krísu. Viðurkennum umfang vandans því við erum að renna út á tíma. Okkur liggur lífið á. Sjáumst á Kjarvalsstöðum í kvöld.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar