Tjón af brennu tánings í Sandgerði metið tuttugu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 09:00 Eldsins varð vart um sexleytið sunnudaginn 8. maí. Skúrinn, sem var úr timbri, var alelda þegar slökkviliðið mætti á vettvang. Slökkvistarf tók um klukkustund. Brunavarnir Suðurnesja Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Tveir karlanna eru bræður en þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára þegar atburðurinn átti sér stað. Bræðurnir eru ákærðir fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa brotist saman inn í gróðrarstöð í Sandgerði. Segir í ákæru að þeir hafi brotið gler í hurð og á suðurhlið hússins, stolið þaðan kókómjólk og kexi. Þá eru þeir sömuleiðis ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa saman brotist inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stolið þaðan slökkvitæki. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt öðrum karlmanni fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa saman brotist inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garðinum með því að brjóta glugga á húsinu, valdið skemmdum innandyra á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu og búsáhöldum. Er áætlað tjón af eignarspjöllunum 1,5 milljón króna. Þá er þeim gefið að sök að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt ungu mönnunum, utan yngri bróður síns, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa brotist inn í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar í því skyni að stela þaðan bensíni. Þá er einn karlanna, sem þá var átján ára, ákærður fyrir brennu og eignaspjöll með því að hafa hellt bensíni yfir tjalddúk sem geymdur var í skúrnum, borið eld að og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikla eyðingu á eignum Sandgerðisbæjar. Allir þeir munir sem voru í skúrnum eyðilögðust og nam áætlað tjón af brunanum tæpum 20 milljónum króna. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Dómsmál Slökkvilið Suðurnesjabær Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn fjórum körlum á þrítugsaldri fyrir brennu, þjófnað og eignaspjöll í Sandgerði sunnudaginn 8. maí árið 2016. Tveir karlanna eru bræður en þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára þegar atburðurinn átti sér stað. Bræðurnir eru ákærðir fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa brotist saman inn í gróðrarstöð í Sandgerði. Segir í ákæru að þeir hafi brotið gler í hurð og á suðurhlið hússins, stolið þaðan kókómjólk og kexi. Þá eru þeir sömuleiðis ákærðir fyrir þjófnað með því að hafa saman brotist inn í áhaldahús Sandgerðisbæjar og stolið þaðan slökkvitæki. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt öðrum karlmanni fyrir þjófnað og eignaspjöll með því að hafa saman brotist inn í fiskvinnsluna Nesfisk í Garðinum með því að brjóta glugga á húsinu, valdið skemmdum innandyra á tveimur kaffibrúsum, síma, stól, kaffivél, tveimur kæliskápum, tveimur örbylgjuofnum, stjórnborði loftpressu, hurð, stimpilklukku, borði, eldhúsinnréttingu, hitablásara, þvottavél, skáp, hillu og búsáhöldum. Er áætlað tjón af eignarspjöllunum 1,5 milljón króna. Þá er þeim gefið að sök að hafa stolið þaðan exi og mótorhjólahjálmi. Þá er eldri bróðirinn ákærður ásamt ungu mönnunum, utan yngri bróður síns, fyrir tilraun til þjófnaðar með því að hafa brotist inn í áhaldaskúr Sandgerðisbæjar í því skyni að stela þaðan bensíni. Þá er einn karlanna, sem þá var átján ára, ákærður fyrir brennu og eignaspjöll með því að hafa hellt bensíni yfir tjalddúk sem geymdur var í skúrnum, borið eld að og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikla eyðingu á eignum Sandgerðisbæjar. Allir þeir munir sem voru í skúrnum eyðilögðust og nam áætlað tjón af brunanum tæpum 20 milljónum króna. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.
Dómsmál Slökkvilið Suðurnesjabær Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira