Sport

Besti útherji NFL-deildarinnar fór til Raiders

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brown er búinn að finna sér nýtt heimili.
Brown er búinn að finna sér nýtt heimili. vísir/getty
Sögunni um framtíð útherjans Antonio Brown lauk um helgina þegar hann gerði risasamning við Oakland Raiders.

Hann hafði leikið allan sinn feril með Pittsburgh Steelers en ákvað að söðla um. Eftir miklar þreifingar varð úr að hann fór til Raiders. Steelers fékk í staðinn valrétt í þriðju og fimmtu umferð nýliðavalsins.

Brown fær þriggja ára samning hjá Raiders. Hann er öruggur um að fá 3,6 milljarða króna í vasann en mest gæti hann fengið 6,6 milljarða á samningstímanum.

Hann átti líka þrjú ár eftir af samningi sínum við Steelers þar sem hann gat mest fengið 4,7 milljarða og var þess utan ekki með neinn pening öruggan í vasann. Þetta er því risasamningur fyrir hann.

Það sem meira er þá er þetta stærsti samningur sem útherji hefur gert í deildinni og því góð tíðindi fyrir aðra útherja sem eru á leið í samningsviðræður. Þeir munu fá betur borgað.

Raiders mun fljótlega flytja til Las Vegas og því þarf liðið að vera með alvöru stjörnur í sínu liði. Það er nú búið að afgreiða það mál.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×