List og glæpir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jackson níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið siðblindur og vondur maður. Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd. Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftirmæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings. Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kynferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnarlamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar. Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu. Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg. Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart. Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jackson níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið siðblindur og vondur maður. Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd. Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftirmæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings. Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kynferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnarlamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar. Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu. Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg. Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart. Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun