Kjartan Atli Kjartansson fór yfir umferðina en hann var með þá Kristin Friðriksson, Teit Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson með sér í settinu.
Fyrsta umræðuefnið var hvort að KR væri komið til baka eftir sigurinn gegn Stjörnunni á föstudagskvöldið en sigurinn gaf mikið í toppbaráttunni fyrir KR.
„KR er klárlega komið til baka,“ sagði Teitur Örlygsson áður en Kristinn Friðriksson tók við: „Ég er ekki að sjá KR ná í úrslit. Það get ég ekki séð í minni kristalkúlu.“
Einnig var rætt um ákvörðun Jóhanns Ólafssonar að hætta með Grindavík en það var gefið út á dögunum. Rætt var um hvort að það væri gott eða slæmt fyrir Grindavík að gefa það út á þessm tímapunkti.
„Er ekki verið að segja að þjálfarinn hafi verið vandamálið,“ vildi Jón Halldór Eðvaldsson meina um tímasetninguna á tilkynningunni frá Grindavík. „Ég skil ekki vandamálið ef þetta er lausn,“ bætti Kristinn Friðiksson við.
Fjörugar umræður um fimm skemmtileg umræðuefni má sjá hér að neðan.