Erlent

Bresk stjórn­völd svipta fleiri konur ríkis­borgara­rétti

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104  sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins.
Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104 sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins.
Bresk stjórnvöld halda áfram að svipta konur ríkisborgararétti sínum, en tvær konur sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi voru sviptar réttinum af þjóðaröryggisástæðum.

Systurnar Zara og Reema Iqbal eru á þrítugsaldri en samkvæmt heimildum BBC og fréttamiðlinum Sunday Times gengu þær til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2013. Gengu þær til liðs við samtökin þar sem eiginmenn þeirra voru vígamenn ISIS.

Bresk stjórnvöld hafa nú svipt þær ríkisborgararétti vegna tengsla þeirra við hryðjuverkasamtökin, og er það gert af þjóðaröryggisástæðum.

Þær dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi með börn sín sem eru fimm talsins og öll undir átta ára aldri.

Fyrir stuttu síðan var hin nítján ára Shamima Begum svipt breskum ríkisborgararétti, en hún gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul. Á föstudag var greint frá því að þriggja vikna gamall sonur hennar hefði látist en hún hefur einnig misst tvö önnur börn sín. Lögmaður Begum sagðist á sínum tíma vonsvikin yfir ákvörðuninni og kallaði Begum eftir því að breska þjóðin sýni samúð en hún vill snúa aftur til landsins til þess að geta búið í friði með barni sínu. Málið hefur hlotið allmikla gagnrýni en fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglujón í Bretlandi, Dal Babu, segir í samtali við BBC að breska þjóðin hafi brugðist öryggi saklausra barnanna með ákvörðuninni.

Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104  sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins.

Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×