Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2019 08:38 Vélin var á leið frá Addis Ababa til Naíróbí. Getty Allir 157 um borð í flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, fórust þegar hún hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí í morgun. Þetta staðfestir skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800MAX. Alls voru 149 farþegar um borð og átta í áhöfn. BBC segir frá því að hinir látnu hafi komið frá 33 ríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu klukkan 11 höfðu engar tilkynningar borist ráðuneytinu að íslenskir ríkisborgarar hafi verið um borð. Vélin tók á loft klukkan 8:38 og missti samband við flugturn sex mínútum síðar, klukkan 8:44. Vélin hrapaði við borgina Bishoftu, suðaustur af Addis Ababa.The Office of the PM, on behalf of the Government and people of Ethiopia, would like to express it’s deepest condolences to the families of those that have lost their loved ones on Ethiopian Airlines Boeing 737 on regular scheduled flight to Nairobi, Kenya this morning. — Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) March 10, 2019Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem farþegavél af gerðinni Boeing 737-800MAX hrapar, en síðasta haust hrapaði vél Lion Air fyrir utan Jakarta í Indónesíu. Vélarnar eru tiltölulegar nýjar og komu fyrst á markað árið 2016. Eþíópíska ríkisflugfélagið bætti vélunum við flotann á síðasta ári. Ethopian Airlines er stærsta flugfélag Afríku og er að fullu í eigu eþíópíska ríkisins. Þetta er ekki fyrsta mannskæða flugslysið í sögu Ethiopian Airlines. Árið 2010 fórust níutíu manns þegar vél félagsins hrapaði í Miðjarðarhaf eftir að hafa tekið á loft í líbönsku höfuðborginni Beirút. Mannskæðasta slysið í sögu flugfélagsins varð hins vegar í nóvember 1996 eftir að hópur manna hafði rænt vél, og flugmenn reyndu að nauðlenda á vatni eftir að eldneytið hafði klárast. Rakst vélin á kóralrif og fórust 123 af 175 um borð.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kenía Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Allir 157 um borð í flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, fórust þegar hún hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí í morgun. Þetta staðfestir skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800MAX. Alls voru 149 farþegar um borð og átta í áhöfn. BBC segir frá því að hinir látnu hafi komið frá 33 ríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu klukkan 11 höfðu engar tilkynningar borist ráðuneytinu að íslenskir ríkisborgarar hafi verið um borð. Vélin tók á loft klukkan 8:38 og missti samband við flugturn sex mínútum síðar, klukkan 8:44. Vélin hrapaði við borgina Bishoftu, suðaustur af Addis Ababa.The Office of the PM, on behalf of the Government and people of Ethiopia, would like to express it’s deepest condolences to the families of those that have lost their loved ones on Ethiopian Airlines Boeing 737 on regular scheduled flight to Nairobi, Kenya this morning. — Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) March 10, 2019Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem farþegavél af gerðinni Boeing 737-800MAX hrapar, en síðasta haust hrapaði vél Lion Air fyrir utan Jakarta í Indónesíu. Vélarnar eru tiltölulegar nýjar og komu fyrst á markað árið 2016. Eþíópíska ríkisflugfélagið bætti vélunum við flotann á síðasta ári. Ethopian Airlines er stærsta flugfélag Afríku og er að fullu í eigu eþíópíska ríkisins. Þetta er ekki fyrsta mannskæða flugslysið í sögu Ethiopian Airlines. Árið 2010 fórust níutíu manns þegar vél félagsins hrapaði í Miðjarðarhaf eftir að hafa tekið á loft í líbönsku höfuðborginni Beirút. Mannskæðasta slysið í sögu flugfélagsins varð hins vegar í nóvember 1996 eftir að hópur manna hafði rænt vél, og flugmenn reyndu að nauðlenda á vatni eftir að eldneytið hafði klárast. Rakst vélin á kóralrif og fórust 123 af 175 um borð.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kenía Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira