Innlent

Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björn Snæbjörnsson formaður SGS í Karphúsinu í morgun.
Björn Snæbjörnsson formaður SGS í Karphúsinu í morgun. Vísir/vilhelm
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. Ekki hefur verið boðað formlega til nýs fundar en þó er litið til helgarinnar varðandi næstu skref.

„Þetta var náttúrulega bara fundur sem þarf að vera hálfsmánaðarlega. Það er hálfur mánuður síðan við slitum viðræðum. Þetta var bara fundur þar sem menn hittust og fóru yfir stöðuna, það gerðist svo sem ekki neitt,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS í samtali við Vísi.

„Það er ekki búið að ákveða neitt, við sjáum til hvernig helgin verður. Það eru samtöl í gangi annars staðar en það var ekki ákveðinn neinn nýr fundur.“  

Inntur eftir því hvað hann eigi við með „samtölum í gangi annars staðar“ vísar Björn til annarra stéttarfélaga, til að mynda VR og Eflingar, sem einnig funduðu með SA hjá ríkissáttasemjara í dag.

„Við erum ekki í neinum viðræðum,“ segir Björn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×