Síminn lokar verslun sinni í Kringlunni og segir upp starfsmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 18:09 Opnunartími Símaverslunarinnar í Ármúla verður lokað til að koma til móts við viðskiptavini úr Kringlunni. Vísir/Hanna Fimm starfsmönnum var sagt upp hjá samskiptafyrirtækinu Símanum í síðustu viku en uppsagnirnar má rekja til breytinga í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Þá verður verslun símans í Kringlunni lokað um helgina. Þetta staðfestir Guðmundur Jóhannsson samskiptafulltrúi Símans í samtali við Vísi en fyrst var greint frá á vef Fréttablaðsins. „Uppsagnirnar voru í síðustu viku. Það er ekki þannig að starfsfólkið í Kringlunni sé að missa vinnuna heldur var þeim boðin vinna annars staðar. Í kjölfarið eru gerðar breytingar á söluteyminu og þessir fimm missa þá vinnuna,“ segir Guðmundur. Inntur eftir því hvort uppsagnirnar tengist gjaldþroti WOW air, líkt og almennt hefur verið í uppsagnahrinunni sem nú virðist ganga yfir, segir Guðmundur svo ekki vera. „Nei alls ekki. Þetta er talsvert lengri aðdragandi. Það hefur verið þannig að samskiptafyrirtæki finna almennt fyrir því seinna heldur en margir aðrir þegar verður samdráttur í þjóðfélaginu, samkvæmt eðli þjónustunnar sem við veitum.“Versla frekar á netinu en að gera sér ferð í verslunina Alls starfa um 500 manns hjá Símanum en Guðmundur segist ekki eiga von á því að fleiri starfsmönnum verði sagt upp hjá fyrirtækinu. „Nei, það er ekkert slíkt í kortunum. Þetta tengist bara akkúrat þessum breytingum og engu öðru.“ Eins og áður segir verður verslun Símans í Kringlunni lokað á sunnudag. Í kjölfarið verður opnunartími Símaverslunarinnar í Ármúla rýmkaður og þá verður engin breyting á rekstri verslana fyritækisins í Smáralind og á Akureyri. Guðmundur segir að lokunina megi rekja til breytinga í neyslumynstri viðskiptavina. „Heimsóknum hefur fækkað í verslunina þrátt fyrir að viðskiptavinum hafi fjölgað. Fólk er meira að þjónusta sig sjálft á netinu, í snjallsímanum og versla í vefversluninni.“ Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Fimm starfsmönnum var sagt upp hjá samskiptafyrirtækinu Símanum í síðustu viku en uppsagnirnar má rekja til breytinga í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Þá verður verslun símans í Kringlunni lokað um helgina. Þetta staðfestir Guðmundur Jóhannsson samskiptafulltrúi Símans í samtali við Vísi en fyrst var greint frá á vef Fréttablaðsins. „Uppsagnirnar voru í síðustu viku. Það er ekki þannig að starfsfólkið í Kringlunni sé að missa vinnuna heldur var þeim boðin vinna annars staðar. Í kjölfarið eru gerðar breytingar á söluteyminu og þessir fimm missa þá vinnuna,“ segir Guðmundur. Inntur eftir því hvort uppsagnirnar tengist gjaldþroti WOW air, líkt og almennt hefur verið í uppsagnahrinunni sem nú virðist ganga yfir, segir Guðmundur svo ekki vera. „Nei alls ekki. Þetta er talsvert lengri aðdragandi. Það hefur verið þannig að samskiptafyrirtæki finna almennt fyrir því seinna heldur en margir aðrir þegar verður samdráttur í þjóðfélaginu, samkvæmt eðli þjónustunnar sem við veitum.“Versla frekar á netinu en að gera sér ferð í verslunina Alls starfa um 500 manns hjá Símanum en Guðmundur segist ekki eiga von á því að fleiri starfsmönnum verði sagt upp hjá fyrirtækinu. „Nei, það er ekkert slíkt í kortunum. Þetta tengist bara akkúrat þessum breytingum og engu öðru.“ Eins og áður segir verður verslun Símans í Kringlunni lokað á sunnudag. Í kjölfarið verður opnunartími Símaverslunarinnar í Ármúla rýmkaður og þá verður engin breyting á rekstri verslana fyritækisins í Smáralind og á Akureyri. Guðmundur segir að lokunina megi rekja til breytinga í neyslumynstri viðskiptavina. „Heimsóknum hefur fækkað í verslunina þrátt fyrir að viðskiptavinum hafi fjölgað. Fólk er meira að þjónusta sig sjálft á netinu, í snjallsímanum og versla í vefversluninni.“
Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira