Umfjöllun og viðtöl: Akureyri 27-25 Stjarnan | Norðanmenn á lífi í botnbaráttunni Arnar Geir Halldórsson skrifar 31. mars 2019 18:45 S2 Sport Akureyri Handboltafélag fékk Stjörnuna í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í dag í 20.umferð Olís-deildar karla. Um gríðarlega mikilvægan leik var að ræða, þá sérstaklega fyrir heimamenn sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á meðan Garðbæingar eru í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 3-0. Þeir héldu frumkvæðinu framan af en gestirnir unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjarnan komst yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 11-12 skömmu fyrir leikhlé en heimamenn fóru engu að síður með eins marks forystu inn í leikhléið, 14-13. Í síðari hálfleik breyttu Stjörnumenn um varnarafbrigði og tókst með því að slökkva algjörlega í sóknarleik Akureyringa. Á meðan gekk sóknarleikur Stjörnunnar ágætlega og þegar innan við 10 mínútur lifðu leiks voru gestirnir komnir með þriggja marka forystu, 20-23. Þá tók Geir Sveinsson sitt þriðja og síðasta leikhlé og lagði á ráðin fyrir lokamínúturnar. Það skilaði heldur betur árangri því Akureyringar skoruðu að vild á lokakaflanum. Á sama tíma fór sóknarleikur Stjörnunnar að hiksta auk þess sem Garðbæingar voru afar ósáttir við dómgæsluna á lokamínútunum en til að mynda var boltinn þrisvar sinnum dæmdur af Stjörnunni á síðustu 7 mínútum leiksins.Afhverju vann Akureyri?Rosalega sveiflukenndur leikur þar sem sigurinn hefði í rauninni getað dottið báðum megin. Stjörnumenn virtust vera að sigla sigrinum nokkuð þægilega heim um miðbik síðari hálfleiks en frábær endasprettur vel studdra heimamanna kom þeim í forystu á hárréttum tímapunkti. Það var mikið undir hjá báðum liðum en ívið meira hjá Akureyringum þar sem tap í þessum leik hefði farið langt með að fella liðið úr deildinni. Bestu menn vallarinsErfitt að taka menn út í jafn sveiflukenndum leik þar sem menn áttu góða spretti en gerðu klaufaleg mistök þess á milli. Varnarmenn Akureyringa eiga hrós skilið fyrir það hvernig þeir leystu yfirtölu Stjörnumanna þegar þeir spiluðu 7 á móti 6 og þar fór mest fyrir þeim Hafþóri Má Vignissyni og Brynjari Hólm Grétarssyni. Í liði Stjörnunnar fór mikið fyrir Aroni Degi Pálssyni í sóknarleiknum þar sem hann var raunar allt í öllu. Þá átti Sigurður Ingiberg Ólafsson góða innkomu í markið.Hvað gekk illa? Töpuðu boltar Stjörnunnar á lokakaflanum fá þennan lið. Hvort það var dómurunum að kenna eða þeim sjálfum er eitthvað sem Seinni bylgjan verður að skera úr um í góðu tómi en þessir töpuðu boltar fóru með leikinn fyrir gestina.Hvað er næst?Olís-deildinni lýkur með viku hraðmóti og eiga þessi lið því bæði mikilvæga leiki næstkomandi miðvikudag áður en þau taka svo þátt í lokaumferðinni næstkomandi laugardag. Akureyri heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu en þeir eru nú stigi frá öruggu sæti og eiga eftir leiki gegn FH (úti) og ÍR (heima). Stjarnan er að fara í svakalegan leik við ÍR (úti) á miðvikudag og fá svo Selfyssinga í heimsókn í lokaumferðinni. Geir: Leit illa út um tímaGeir Sveinssonmynd/pallijóhGeir Sveinsson, þjálfari Akureyrar, var sigurreifur í leikslok en þetta var annar heimasigur Akureyrarliðsins í röð. „Mér líður gríðarlega vel. Það er mikill munur á milli tapleikja og sigurleikja eins og allir vita; tilfinningin gríðarlega ólík. Þetta leit illa út um tíma en menn sýndu mikinn karakter, komu til baka og kláruðu þetta með stæl,“ segir Geir. Hann tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum en þá leit ekkert út fyrir að Akureyri væri að fara að ná nokkru út úr leiknum. „Við vorum að hiksta á móti 5-1 vörninni. Við fundum leiðirnar í restina. Við vorum að vinna boltann vel en það vantaði kannski aðeins að keyra hraðaupphlaupin á þá. Svo fórum við að gera það og það hjálpaði okkur síðustu tíu mínúturnar,“ segir Geir og kveðst sannfærður um að hans menn séu klárir í að ljúka mótiu með stæl. „Við vitum hvernig staðan er. Okkur vantar punkta. Við náðum í tvo í dag og það eru enn fjórir í boði. Við ætlum að leggja allt í sölurnar til að ná þeim,“ sagði Geir að lokum. Rúnar: Sóknarbrotin felldu okkurRúnar sótti engin stig á sinn gamla heimavöll í dag„Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel en náðum síðan vopnum okkar og spiluðum leikinn ágætlega þar til í restina. Varnarleikurinn gefur eftir hjá okkur og í sóknarleiknum fáum við dæmd á okkur mörg sóknarbrot í röð allt í einu. Það er erfitt að vita hvað var dæmt. Þessi sóknarbrot felldu okkur í dag, sama hvort þau voru rétt eða ekki,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. Rúnar kveðst ekki hafa fengið nein svör frá dómarateyminu en viðurkenndi að hann hefði líklega ekki farið rétt að dómurunum í leikslok. „Ég er væntanlega ekki í ástandi til að vera að spyrja rökrétt um einhver svör og ég held að þeir hefðu aldrei gefið svörin. Ég veit ekki hvort þeir hafi vitað hvað þeir voru að flauta. Það er best að þakka bara fyrir leikinn og hugsa um okkar leik. Við hefðum þurft að spila miklu betur til að vinna leikinn,“ sagði Rúnar. Leikurinn var keimlíkur fyrri leik liðanna í vetur þar sem Akureyri var yfir í hálfleik en Stjörnumenn tóku öll völd í síðari hálfleik. Getur verið að Stjörnumenn hafi haldið að þetta væri komið þegar þeir voru með þriggja marka forystu tíu mínútum fyrir leikslok? „Ég held ekki en það gæti verið. Það slaknaði mjög á varnarleiknum hjá okkur, sérstaklega hægra megin hjá okkur. Við vorum að fá allt of einföld mörk á okkur,“ sagði Rúnar sem hefur skamman tíma til að undirbúa lið sitt fyrir mikilvægan leik gegn ÍR á miðvikudag. „Það verður örugglega erfitt en nú erum við að fara í leik við ÍR líklega bara um sæti í úrslitakeppninni svo við verðum að undirbúa okkur vel næstu tvo daga til að spila betur þar,“ sagði Rúnar að lokum Olís-deild karla
Akureyri Handboltafélag fékk Stjörnuna í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í dag í 20.umferð Olís-deildar karla. Um gríðarlega mikilvægan leik var að ræða, þá sérstaklega fyrir heimamenn sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á meðan Garðbæingar eru í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 3-0. Þeir héldu frumkvæðinu framan af en gestirnir unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjarnan komst yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 11-12 skömmu fyrir leikhlé en heimamenn fóru engu að síður með eins marks forystu inn í leikhléið, 14-13. Í síðari hálfleik breyttu Stjörnumenn um varnarafbrigði og tókst með því að slökkva algjörlega í sóknarleik Akureyringa. Á meðan gekk sóknarleikur Stjörnunnar ágætlega og þegar innan við 10 mínútur lifðu leiks voru gestirnir komnir með þriggja marka forystu, 20-23. Þá tók Geir Sveinsson sitt þriðja og síðasta leikhlé og lagði á ráðin fyrir lokamínúturnar. Það skilaði heldur betur árangri því Akureyringar skoruðu að vild á lokakaflanum. Á sama tíma fór sóknarleikur Stjörnunnar að hiksta auk þess sem Garðbæingar voru afar ósáttir við dómgæsluna á lokamínútunum en til að mynda var boltinn þrisvar sinnum dæmdur af Stjörnunni á síðustu 7 mínútum leiksins.Afhverju vann Akureyri?Rosalega sveiflukenndur leikur þar sem sigurinn hefði í rauninni getað dottið báðum megin. Stjörnumenn virtust vera að sigla sigrinum nokkuð þægilega heim um miðbik síðari hálfleiks en frábær endasprettur vel studdra heimamanna kom þeim í forystu á hárréttum tímapunkti. Það var mikið undir hjá báðum liðum en ívið meira hjá Akureyringum þar sem tap í þessum leik hefði farið langt með að fella liðið úr deildinni. Bestu menn vallarinsErfitt að taka menn út í jafn sveiflukenndum leik þar sem menn áttu góða spretti en gerðu klaufaleg mistök þess á milli. Varnarmenn Akureyringa eiga hrós skilið fyrir það hvernig þeir leystu yfirtölu Stjörnumanna þegar þeir spiluðu 7 á móti 6 og þar fór mest fyrir þeim Hafþóri Má Vignissyni og Brynjari Hólm Grétarssyni. Í liði Stjörnunnar fór mikið fyrir Aroni Degi Pálssyni í sóknarleiknum þar sem hann var raunar allt í öllu. Þá átti Sigurður Ingiberg Ólafsson góða innkomu í markið.Hvað gekk illa? Töpuðu boltar Stjörnunnar á lokakaflanum fá þennan lið. Hvort það var dómurunum að kenna eða þeim sjálfum er eitthvað sem Seinni bylgjan verður að skera úr um í góðu tómi en þessir töpuðu boltar fóru með leikinn fyrir gestina.Hvað er næst?Olís-deildinni lýkur með viku hraðmóti og eiga þessi lið því bæði mikilvæga leiki næstkomandi miðvikudag áður en þau taka svo þátt í lokaumferðinni næstkomandi laugardag. Akureyri heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu en þeir eru nú stigi frá öruggu sæti og eiga eftir leiki gegn FH (úti) og ÍR (heima). Stjarnan er að fara í svakalegan leik við ÍR (úti) á miðvikudag og fá svo Selfyssinga í heimsókn í lokaumferðinni. Geir: Leit illa út um tímaGeir Sveinssonmynd/pallijóhGeir Sveinsson, þjálfari Akureyrar, var sigurreifur í leikslok en þetta var annar heimasigur Akureyrarliðsins í röð. „Mér líður gríðarlega vel. Það er mikill munur á milli tapleikja og sigurleikja eins og allir vita; tilfinningin gríðarlega ólík. Þetta leit illa út um tíma en menn sýndu mikinn karakter, komu til baka og kláruðu þetta með stæl,“ segir Geir. Hann tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum en þá leit ekkert út fyrir að Akureyri væri að fara að ná nokkru út úr leiknum. „Við vorum að hiksta á móti 5-1 vörninni. Við fundum leiðirnar í restina. Við vorum að vinna boltann vel en það vantaði kannski aðeins að keyra hraðaupphlaupin á þá. Svo fórum við að gera það og það hjálpaði okkur síðustu tíu mínúturnar,“ segir Geir og kveðst sannfærður um að hans menn séu klárir í að ljúka mótiu með stæl. „Við vitum hvernig staðan er. Okkur vantar punkta. Við náðum í tvo í dag og það eru enn fjórir í boði. Við ætlum að leggja allt í sölurnar til að ná þeim,“ sagði Geir að lokum. Rúnar: Sóknarbrotin felldu okkurRúnar sótti engin stig á sinn gamla heimavöll í dag„Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel en náðum síðan vopnum okkar og spiluðum leikinn ágætlega þar til í restina. Varnarleikurinn gefur eftir hjá okkur og í sóknarleiknum fáum við dæmd á okkur mörg sóknarbrot í röð allt í einu. Það er erfitt að vita hvað var dæmt. Þessi sóknarbrot felldu okkur í dag, sama hvort þau voru rétt eða ekki,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. Rúnar kveðst ekki hafa fengið nein svör frá dómarateyminu en viðurkenndi að hann hefði líklega ekki farið rétt að dómurunum í leikslok. „Ég er væntanlega ekki í ástandi til að vera að spyrja rökrétt um einhver svör og ég held að þeir hefðu aldrei gefið svörin. Ég veit ekki hvort þeir hafi vitað hvað þeir voru að flauta. Það er best að þakka bara fyrir leikinn og hugsa um okkar leik. Við hefðum þurft að spila miklu betur til að vinna leikinn,“ sagði Rúnar. Leikurinn var keimlíkur fyrri leik liðanna í vetur þar sem Akureyri var yfir í hálfleik en Stjörnumenn tóku öll völd í síðari hálfleik. Getur verið að Stjörnumenn hafi haldið að þetta væri komið þegar þeir voru með þriggja marka forystu tíu mínútum fyrir leikslok? „Ég held ekki en það gæti verið. Það slaknaði mjög á varnarleiknum hjá okkur, sérstaklega hægra megin hjá okkur. Við vorum að fá allt of einföld mörk á okkur,“ sagði Rúnar sem hefur skamman tíma til að undirbúa lið sitt fyrir mikilvægan leik gegn ÍR á miðvikudag. „Það verður örugglega erfitt en nú erum við að fara í leik við ÍR líklega bara um sæti í úrslitakeppninni svo við verðum að undirbúa okkur vel næstu tvo daga til að spila betur þar,“ sagði Rúnar að lokum
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti