Flugfreyjurnar aftur á spítalana Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2019 11:33 Nú er WOW-ævintýrið að baki. Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hafa starfað í háloftunum á vegum WOW hafa sumir hverjir sett sig í samband við Landspítalann og athugað með stöður. Þar eru þeir velkomnir. Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hurfu úr greininni og hófu störf sem flugfreyjur, hafa sett sig í samband við Landspítala og spurst fyrir um lausar stöður þar. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.Hjúkrunarfræðingar leita í flugið „Já, það er vissulega svo. Hjúkrunarfræðingar hafa sett sig í samband við okkur sem voru að missa vinnuna hjá WOW air,“ segir Anna Sigrún. Hún tekur skýrt fram að þetta sé vissulega ekkert fagnaðarefni, tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. En, hún bendir á að það sé ávallt svo að spítalinn taki fagnandi á móti öllum faglærðum svo sem hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Það þarf enginn hjúkrunarfræðingur að vera atvinnulaus. Fólk hefur samband við okkur, sem vill skoða stöðuna og við tökum vel á móti öllum.“Anna Sigrún segir að fólk sem missti vinnuna hjá WOW hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann.Vísir/GVAEkki er ofsagt að lærðir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annarra starfa en þeirra sem þeir menntuðu sig til og þá ekki síst í flugið. Þannig má sjá í grein sem finna má á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá í desember 2017 að þriðji hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur muni starfa við annað en hjúkrun. Þar segir jafnframt, og er vísað til rannsóknar sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61 prósent þeirra sem flugfreyjur.Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að óttast atvinnuleysi Anna Sigrún segir ómögulegt að meta það hversu margir hjúkrunarfræðingar hafi leitað í flugið. Það sé mjög fljótandi og þar er einnig um að ræða fólk sem starfi hjá Icelandair. „Við höfum aldrei náð almennilega utan um þetta. En, okkur munar um hvern hjúkrunarfræðing. Og sjúkraliða. Við erum að sækjast eftir báðum stéttum.“ Anna Sigrún segir að Landspítalinn hafi sett sig í samband við mannauðsstjóra WOW, til að minna á sig. „Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim núna. Og við höfum líka verið í sambandi við Vinnumálastofnun.“ Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að fólk hafi sett sig svo fljótt í samband við spítalann, hún hefði haldið að það þyrfti að taka sér andrými eftir áfall gærdagsins. En, þá er til þess að líta að oftar en ekki er um afar dugmikið fólk, sem hefur til að bera frumkvæði. „Þetta er eftirsótt starfsfólk.“ Fréttir af flugi Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hurfu úr greininni og hófu störf sem flugfreyjur, hafa sett sig í samband við Landspítala og spurst fyrir um lausar stöður þar. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.Hjúkrunarfræðingar leita í flugið „Já, það er vissulega svo. Hjúkrunarfræðingar hafa sett sig í samband við okkur sem voru að missa vinnuna hjá WOW air,“ segir Anna Sigrún. Hún tekur skýrt fram að þetta sé vissulega ekkert fagnaðarefni, tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. En, hún bendir á að það sé ávallt svo að spítalinn taki fagnandi á móti öllum faglærðum svo sem hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Það þarf enginn hjúkrunarfræðingur að vera atvinnulaus. Fólk hefur samband við okkur, sem vill skoða stöðuna og við tökum vel á móti öllum.“Anna Sigrún segir að fólk sem missti vinnuna hjá WOW hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann.Vísir/GVAEkki er ofsagt að lærðir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annarra starfa en þeirra sem þeir menntuðu sig til og þá ekki síst í flugið. Þannig má sjá í grein sem finna má á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá í desember 2017 að þriðji hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur muni starfa við annað en hjúkrun. Þar segir jafnframt, og er vísað til rannsóknar sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61 prósent þeirra sem flugfreyjur.Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að óttast atvinnuleysi Anna Sigrún segir ómögulegt að meta það hversu margir hjúkrunarfræðingar hafi leitað í flugið. Það sé mjög fljótandi og þar er einnig um að ræða fólk sem starfi hjá Icelandair. „Við höfum aldrei náð almennilega utan um þetta. En, okkur munar um hvern hjúkrunarfræðing. Og sjúkraliða. Við erum að sækjast eftir báðum stéttum.“ Anna Sigrún segir að Landspítalinn hafi sett sig í samband við mannauðsstjóra WOW, til að minna á sig. „Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim núna. Og við höfum líka verið í sambandi við Vinnumálastofnun.“ Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að fólk hafi sett sig svo fljótt í samband við spítalann, hún hefði haldið að það þyrfti að taka sér andrými eftir áfall gærdagsins. En, þá er til þess að líta að oftar en ekki er um afar dugmikið fólk, sem hefur til að bera frumkvæði. „Þetta er eftirsótt starfsfólk.“
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent